AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Qupperneq 58

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1998, Qupperneq 58
ósýnileg. Töluverðu fé hefur verið varið til fegrunar gatna og torga í miðborginni og margir ráðamenn trúðu því að Eyjólfur væri að hress- ast. En öllum má nú Ijóst vera að þær aðgerðir hafa ekki dugað og einna helst flýtt fyrir andláti hans. Stefna ráðamanna er að breyta Kvosinni í einskonar safnasvæði með næturlíf- sívafi og skella síðan á eftir sér. Að mati undirritaðs er menningarsögu- legt stórslys yfirvofandi. BORGMENNING OG HÚSA- FRIÐUN Landfylling við Akurey og nýr flugvöllur á grynningum í Skerjafirði. Horft frá pejr sem verj5 hafa |angdvölum í erlendum stórborgum við nám og vestri. Reykjavíkurflugvallar við óbreytt skilyrði í Vatns- mýri. Það eru því mjög brýnir hagsmunir Reyk- víkinga og íslendinga allra að finna flugvellinum nýjan rekstrargrundvöll með þróunarmöguleikum til framtíðar. DREIFBÝLI í BORG Þungamiðja byggðar á höfuðborgarsvæðinu hefur færst hröðum skrefum inn nesið og er nú svo komið að jafnvel verslunarmiðstöðin í Kringlunni er að þokast úr alfaraleið. Nú þegar mótar fyrir óreiðukenndri línubyggð frá norðaustri til suðvest- urs í meginstefnu strandlengjunnar, með þunga- miðju í Kópavogsdal. Ef áætlanir ráðamanna ná fram að ganga munu uppbygging miðborgarstarf- semi þar, ný Sundabraut og tvöfölduð Reykja- nesbraut styrkja þessa byggðarþróun mjög. Óhjákvæmileg afleiðing er verulega minnkað vægi byggðar á útnesjum, vestan Elliðaáa og á Álftanesi. Reykjavík er dreifbýlasta höfuðborg í Evrópu og þó víðar væri leitað. íbúum á hvern hektara hefur fækkað mjög á undanförnum áratugum. Á svæð- inu innan Hringbrautar og Snorrabrautar þar sem bjuggu um 38 þúsund manns árið 1940 búa nú t.d. um 16 þúsundir. Núverandi stefna ráðamanna í skipulagsmálum mun leiða til enn meiri útþynn- ingar byggðar á ókomnum árum. Sú dapurlega staða er að því er virðist óumflýjanleg að með auknum íbúafjölda fjarlægist höfuðborg íslands með síauknum hraða þá stöðu að geta talist raun- veruleg borg. Byggðin er eins og þunn mosaskóf í landslaginu og víðast hvar einkennalítil og miðborgin nánast störf vita vel að saga kynslóðanna er varðveitt í götum og torgum. Á meðan borgin er langlíf koma einstök hús og hverfa þegar hlutverki þeirra er lokið. Og þau taka breytingum í rás tímans. í heil- brigðri borg er á hverjum tíma í gildi forsögn sem tryggir eðlilega og átakalausa þróun hennar og samhengið í menningarsögu genginna kynslóða án þess að beitt sé öfgakenndri verndunarstefnu. Mjög fáar byggingar eru verðar verndunar umfram eðlilegan líftíma sinn. Svæði sem verða fyrir barðinu á slíkri stefnu deyja og drepið breiðist gjarnan út ef þessi svæði eru ekki lengur lifandi hlutar borgarinnar. Ofvernduð svæði staðna og deyja vegna þess að þau bæta ekki lengur við sig sögu og reynslu kynslóðanna. LÍF í BORG Mikil útþynning byggðar hefur neikvæð áhrif á daglegt líf allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Byggðin er í heild mjög óskilvirk og leiðir beint til lakari lífsafkomu íbúanna þar en efni standa til. Byggðin er dýr í uppbyggingu og í rekstri. Hún leiðir til sóunar á tíma og fjármunum íbúanna og gerir þeim lífsbaráttuna erfiðari en hún þyrfti að vera. Fullyrt er að landsmenn allir líði fyrir þétt- býlisvandann á höfuðborgarsvæðinu. Vítahringur síaukinnar einkabílanotkunar er auðvitað vel þekktur. Við eyðum með ári hverju æ lengri tíma daglega undir stýri til að sinna einföld- um erindum á yfirfullum og menguðum akbrautum og það of oft í sjálfum vinnutímanum. Og stöðugt meiri hluti af tíma okkar fer í að vinna fyrir rekstri einkabílsins. Oft verður heldur lítið afgangs af tíma og fé til að njóta raunverulegra lífsgæða. 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.