AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 17
Tenging heiða og byggðar.
dregur úr loftmengun í borginni og er ákjósanlegra
fyrir þróun vistvænni samgangna. Hins vegar er
hugsanlegt aö þétting byggðar kalli á að gengið
verði á opin svæði í borginni sem brýnt er að
viðhalda og vernda. Þessi tvö umhverfissjónarmið
þurfa ekki að vera ósamræmanleg. Með ítarlegum
úttektum á náttúrufari opinna svæða má draga
fram, afmarka og skilgreina þau svæði sem vern-
da þarf sérstaklega gegn ágangi. Svæði, sem
hefur þegar verið raskað, t.d. vegna malarnáms,
má endurheimta að einhverju leyti sem ræktu-
narsvæði eða hugsanlega nýta undir þéttingu
byggðar. ■
borgina eru sífellt að verða vinsælli til
útivistar en þar hefur verið unnið
gríðarmikið starf undanfarna áratugi
við gróðursetningu og aðrar umhverf-
isbætur.
í fimmta lagi byggist skipulagið á
hugmyndinni um sjálfbæra þróun
samfélagsins þar sem verndun á nátt-
úrufari og efnahagsleg þróun eru
samræmd. Með Álaborgarsamning-
num árið 1994, sem Reykjavík er nú
aðili að, skuldbundu fjölmargar borgir
og bæir sig til þess m.a. að stuðla að
sjálfbærri landnýtingu og ábyrgð á
loftslagi. Þetta þýðir að draga þarf úr
umferð innan borgarinnar og að í því
samhengi skulu áætlanir um endur-
uppbyggingu og ný úthverfi stuðla að
blandaðri landnýtingu og þéttingu
byggðar. Ábyrgð á loftslagi þýðir einnig að vernda
þarf líffræðilegar auðlindir jarðarinnar svo sem
náttúrleg svæði, skóga og plöntusvif sem gegna
mikilvægu hlutverki í kolefnishringrásinni. Þetta
þýðir að minnka þarf álagið á náttúruauð okkar,
vernda þarf náttúrleg svæði, auka þarf gróðursetn-
ingu og stöðva jarðvegseyðingu. Hér rekast á tvö
umhverfissjónarmið. Annars vegar stuðlar þétting
byggðar að styttri ferðavegalengdum sem aftur
Græni vefurinn.
Heimildir:
Borgarskipulag Reykjavíkur 1998. Þemahefti AR
1996-2016 um umhverfi og útivist.
Turner, T. (1996) City as Landscape, E.& FN Spon,
London.
Landscape and urban planning vol. 33 nos. 1-3
1995. Greenways. ed. (Jon E. Rodiek).
Little, C.E. (1990) Greenways for America, Johns
Hopkins University Press, Baltimore.
RAYNOR
KELLEY* ALLHABO
opna þér
nýjar leiðir
VERKVER
Smiðjuvegi 4B • Kópavogi
567 6620 • Fax 567 6627