AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 52

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 52
LOKAVERKEFNI BJARKAR GUÐMUNDSDÓTTUR, LANDSLAGSARKITEKTS iniiniB ÞROUN BYGGÐAKJARNA Ahrifavaldar a mo / / A ISLANDI un skipulags FORSENDUR VERKEFNIS. í skipu- lagsfræðanámi í Skotlandi var mikil áhersla lögð á nýjar stefnur í borgar- skipulagi. Áherslur hnigu í gagnstæða átt við þau viðhorf sem uppi voru í kring- um 1930-50 og kölluð voru modernismi. Útópískar stefnur manna eins og Le Corbusier (The City of Tomorrow and Its Planning, 1924) og Mies van der Rohe voru allsráðandi á þessum tíma, þar sem rýmismyndanir voru byggðar upp með háhýsum, breiðum götum á mörgum hæðar- flötum og grænum stórum rýmum sem áttu að vera vettvangur fólks í útivist. Þegar svo kom í Ijós að þessar útópísku hugmyndir fóru ekki alveg saman við raunverulegt atferlismynstur manna og bílaumferðar, þurfti að finna nýjar lausnir og aðferðir í borgarskipulagi. Þá fór á stað nýbylgja sem sumir vilja kalla „nost- algic“ eða afturhvarf til fortíðar, þar sem fræði- menn fóru að stúdera gamlar klassískar borgir, s.s. Feneyjar, Róm, Aþenu o.s.frv. Þessari bylgju var fylgt eftir með ritverkum sem sýndu grafískt hvers vegna „gömlu góðu borgirnar" virkuðu fyrir mörg hundruð árum og enn þá á 20. öldinni með tilliti til hönnunar: forma húsa og áhrifa þeirra á rými og síðast en ekki síst áhrifa á fjölbreytt mann- líf. Dæmi um frægar bækur eru t.d. eftir Camillo Sitte „City Planning According to Artisitic Princi- ples“ 1989, Colin Rowe „The Concise Townscape“ 1961 og Edmund Bacon „Design of Cities" 1974. Þessi bylgja virðist hafa farið á stað í mörgum löndum hins vestræna heims upp úr 1960, í Bandaríkjunum (sbr. The life and Death of Great American Cities 1961, Jane Jacobs), Bretlandi og Danmörku. Menn eins og Patrick Geddes og Jan Gehl höfðu einnig töluverð áhrif á breytta hugsun og aðferðarfræði í arkitetktúr og skipulagi kringum 1970 og “80. Þeir komu með mannlega og félags- lega þáttinn inn í skipulagningu, og þeirra áhrifa gætir ennþá í dag. Tilhugsunin um það að heima á íslandi væri enn verið að fylgja stefnum frá 1930-70 og áhrifum frá Bandaríkjunum þrátt fyrir að mikið af þessum skipulagsaðferðum væri þekkt fyrir að hafa mis- tekist og víða um lönd væri verið að rífa niður há- hýsi úr gömlum miðborgarkjörnum og þar á meðal MIXED LAND USE UNDEFINED/NO-MANS LAN[ FACADE WITH IMP. URBAN V> HwmÉS LANDMARKS CENTRES IfléAA PRIMARY DISTRIBUTOR ROAD DISTRICT DISTRIBUTOR ROAD LOCAL DISTRIBUTOR ROAD GENERAL ACCESS ROAD MINOR ACCESS UNK AREAS >. S-Sport fleld. P-Porhs) aaj<3>',

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.