AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 46
JÓN H. BJÖRNSSON, LANDSLAGSARKITEKT SAMSTARF v stamenn aö var veturinn 1952-53 aö ég var aö fræða nemendur mína um garðlist. Þetta var í eldri deild Garðyrkjuskóla ríkisins aö Reykjum í Ölfusi. Nemendur voru áhugasamur og frísklegur hópur. Ég haföi veriö aö segja þeim frá undir- stöðuatriðum garðlistar, hvernig maöur notaöi línur, form, hlutföll, hrynjanda, þungamiöju, liti og skugga o.s.frv. viö skipulagningu skrúögaröa. Nokkru síöar tjáöi einn nemendanna, Reynir Vil- hjálmsson, mér aö hann heföi farið á abstrakt málverkasýningu í Listamannaskálanum, meö Jóa litla bróöur (Jóhannes Vilhjálmsson), síðast þegar hann var í bænum, og aö hann heföi haft gaman af aö útskýra fyrir Jóa hvernig listamaöurinn beitti undirstööuatriöum listar í myndlist sinni. Þaö gladdi mig aö sjálfsögöu aö finna aö þarna hafði Reynir notað uppfræöslu mína og þjálfað hana meö því aö æfa sig á litla bróöur. Eins og ég hef áöur sagt frá í grein minni um Upphaf íslensks landslagsarkitektúrs (Arkitektúr og skipulag, 3. tbl., 9. árg. 1988, bls. 45-48), fór ég meö svo til alla þessa nemendur mína frá Garðyrkjuskólanum vorið 1953 til þess að starfa viö nýstofnað fyrirtæki mitt, Alaska gróörarstööina í Reykjavík, aö gera skrúögaröa fyrir fólk. Á teikni- stofuna völdust Reynir og Rálmi Arngrímsson, en Pálmi var eitt mesta snyrtimenni sem ég haföi kynnst. Síðar útvegaöi ég Pálma embætti yfirum- hverfisfræöings fyrir varnarliöiö á Keflavíkur- flugvelli, þar sem hann starfaði í mörg ár. Úr samstarfi okkar Reynis sumariö 1953 er mér minnisstætt atvik þar sem viö höfðum verið aö skipuleggja og standsetja lóö fyrir Sigurö Reyni Pétursson, hrl. í höfundarrétti, og konu hans, aö Efstasundi 72. Frúin virtist mjög ánægö meö vin- nuflokkinn og lýsti því fyrir mér hvernig á snilldar- legan hátt heföi svo komiö þarna Ijóshærður piltur meö hæla undir arminum og lagt út skipulag lóöarinnar. Hann hafi virst fyllilega vita hvaö hann væri aö gera. Þarna var aö sjálfsögöu aö verki lis- tamannsefniö Reynir Vilhjálmsson núverandi for- maöur Félags íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, á tuttugu ára afmæli þess. Eftir aö Reynir hélt utan til náms vantaði mig aö- stoöarmann á teiknistofuna. Hér voru engir lands- lagsarkitektar og fékk ég því listmálarann Hrólf Sigurösson til mín. Samstarf okkar Hrólfs stóö í ein átta ár. Umsvif fyrirtækis míns höföu aukist. Viö unnum þannig aö viö fórum saman til þess aö líta á verkefnin. Hrólfur hélt í mælistöngina fyrir mig og tók þátt í viðræðum viö viöskiptavininn. Hrólfur lagöi svo út verkefniö og síðan sátum viö saman viö teikniborðið og drógum línur, krössuðum og strokuöum út þar til álitleg form urðu til. Þarna mættust listkunnátta Hrólfs og gróðurþekking mín. Stundum var annríki þaö mikið aö viö uröum aö vinna saman í felum til þess aö fá næöi. Oft var þaö svo, þegar ég loks stóð upp og yfirgaf Hrólf, þar sem hann átti aö útfæra verkefnið, aö ekki Diter Rot. 1963.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.