AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 51
ær blóm o.s.frv., eftir því sem þörf er á. Þó er ráð-
gert að halda í, eins og mögulegt er, þá runna og
fjölæru jurtir sem fyrir eru og á þeim stöðum sem
þau eru. Um þau gerð ákveðin beð og bætt við
gróðri þannig að heildstæð mynd skapist. Göngu-
stígur úr snöggslegnu grasi tengir reitina saman
og býður upp á fjölbreytta upplifun.
Miðja garðsins er sú sem lengst hefur verið
óbreytt, tvö upphækkuð beð með fjölærum jurtum
og trjám, stærra beð við tjörnina með runnum.
Stígar beggja vegna. Ofar kemur byrgið (eða hell-
irinn) sem hefur ekki lengur neitt þak, sólbaðs-
lautin (eða telautin) og tjörnin (eða sundlaugin).
Allt þetta er látið halda sér sem mest óhreyft, en
ráðgert er að tjörnin verði gerð upp og umhverfi
hennar lagað, neðri stígurinn rammaður af með
timburköntum og fái malaryfirborð líkt og var í
upphafi. Neðsta beðið (næst húsinu) verði alfarið
með fjölærum jurtum, síðan komi beð með jurtum
og smærri runnum og að lokum hreint runnabeð.
Við sólbaðslautina er hóll sem á var fánastöng,
ekki er ráðlagt að fara að grafa í hólinn til að setja
upp nýja stöng, heldur fái hann að vera í friði og
nýrri stöng komið fyrir á grasbalanum við húsið
sem einskonar endi á öxlinum í gegnum garðinn.
Við hinn enda öxulsins verði komið fyrir trébekk
með þéttri bakplöntun til að loka sjónlínu að næsta
sumarbústað. Við neðri stíginn er hinsvegar opnun
niður að læknum. Meðfram læknum er ráðgerð
plöntun með blönduðum trjágróðri en hér var áður
þétt greniplöntun. Ný stígtenging er ráðgerð í
brekkunni ofan við bústaðinn frá efri grasflötinni.
Einnig er ráðgerður stígur upp á melinn sem teng-
ir garðinn út í umhverfið, frá brúninni er nokkur
yfirsýn yfir garðinn.
Þrátt fyrir að snjóflóðið hafi fjarlægt öll stærri tré
garðsins og breytt honum þannig í einu vetfangi
og mikil eftirsjá sé að stóru - stæðilegu trjánum, þá
voru þau jafnframt mjög rúmfrek í þessum smá-
gerða garði. Af þessu er dreginn lærdómur, plant-
að er á sömu eða svipaða staði og áður, en ekki
eins þétt og tegundavalið hefur nokkuð breyst.
Ræktunarreitirnir sem komnir voru á kaf í trjá-
gróður eru gerðir upp, fá nýja „veggi“ og hugmynd
Simsons um uppeldi á þessum stað tekin upp
aftur. Reynt var að líta á breytinguna, ekki sem
endalok, heldur nýtt upphaf.
Tillöguna vann, fyrir hönd FÍLA, Áslaug Trausta-
dóttir með dyggri aðstoð Einars E. Sæmundsen,
Auðar Sveinsdóttur og fleiri FÍLA félaga. ■
Heimasíða umhverfisráðuneytisins:
Upplýsingabrunnur um umhverfismál
Komdu í heimsókn!
http://www.stjr.is/umh
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ
Vonarstrceti 4, 150 Reykjavík
49