AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 44
ofan varnargarðs er einnig gert ráð fyrir 13 keilum.
Keilurnar eru um 10 m háar. Margar spurningar
vakna þegar fekist er á við verkefni af þessari
stærðargráðu. Augljóst er að svo stórt mannvirki
sem snjóflóðavarnir eru kemur til með að hafa
veruleg áhrif á byggðina, ásýnd staðarins mun
breytast jafnframt sem mikil röskun verður á
gróðri. Fyrir íbúa staðarins getur tilhugsunin um
byggingu snjóflóðavarna valdið mismunandi til-
finningum. Það að gróinni fjallshlíð verði rutt upp
og breytt í „fjall“ rétt ofan við byggðina getur valdið
neikvæðum tilfinningum, meðan aðrir upplifa auk-
ið öryggi og finnst það vega þyngra en umhverfis-
áhrifin. Hins vegar getur mannvirki eins og varnar-
garður orðið aðdráttarafl, sem mannvirki í nátt-
úrunni. Garðurinn kemur sökum stærðar sinnar til
með að verða nýtt kennileiti í byggðinni og mun
alltaf vera sýnilegur sökum nálægðar. Þegar horft
er til framtíðar og komandi kynslóða er Ijóst að
mannvirkið mun verða hluti af ásýnd bæjarins til
allrar framtíðar. Yngri kynslóðin mun alast upp
með þessa nýju ásýnd staðarins og upplifa varn-
armannvirkin sem eðlilegan og sjálfsagðan hluta
af bænum. Því er nauðsynlegt að vanda alla vinnu
við hönnun og yfirborðsfrágang á svæðinu.
1. Fjárhústótt, „Mangatættur" er á fornleifarskrá.
Gert er ráð fyrir opnu svæði, graslendi næst fjár-
hústótt.
2. 3. Opið svæði í hlíðum varnargarðs, tengist
opnu svæði á Jóns-túni. Möguleiki á sleðabrekku.
4. 5. Gamalt bæjarstæði Þiljuvellir. Bærinn Þilju-
vellir fór í snjóflóði 1894. Austan við tótt eru undir-
stöður undir brú. Svæðinu umhverfis Þiljuvelli og
brú haldið opnu með graslendi. Möguleiki á áning-
arstað þar sem vert er að setja upp fróðleiksskilti.
6. 7. Opið svæði í hlíðum varnargarðs. Útsýnis-
staður-áningarstaður.
8. 9. Gili við „Dranga“læk haldið opnu. Gil og
skorningar eru áberandi einkenni í landslagi í
Neskaupstað.
10. 11. Fyrirhugaður íþróttarvöllur, myndar stórt
opið rými.
12.13. Opið svæði næst byggðinni. Æfingar-
svæði/leiksvæði.
14.15. Snjósöfnunarsvæði. Stærsta opna svæð-
ið er það svæði sem myndast ofan við varnar-
garðinn og sést aðeins frá fjallshlíðinni.
STUTT LÝSING Á SKIPULAGI
í tillögunni er svæðið milli byggðar og varnargarðs
gert að útivistarsvæði sem tengist núverandi skóg-
ræktarsvæði sem og öðrum útivistarmöguleikum á
svæðinu. Gert er ráð fyrir að svæðið fái yfirbragð
útivistarskógar þar sem trjárækt er skipulögð með
það fyrir augum að mynda opin rými og „brjóta"
garðinn upp í smærri og fleiri einingar. Þannig má
draga úr áhrifum af stærð og ásýnd mannvirkisins,
auk þess sem trjárækt mun veita skjól og bæta
útivistarmöguleika á svæðinu öllu.
Lagt er til að hlíðar snjóvarnargarðsins, er snúa að
byggðinni, verði mótaðar á þann hátt að draga
megi úr neikvæðum sjónrænum áhrifum jafnframt
því sem reynt er að nýta kosti garðsins að svo
miklu leyti sem það er hægt. Dregið er úr halla á
neðsta hluta varnargarðsins næst byg-
gðinni, þar sem pláss leyfir. Um miðbik
varnargarðsins er gert ráð fyrir áningar-
stað/útsýnisstað í miðjum hlíðum hans
þar sem koma mætti fyrir borði/ bekk og
upplýsingarkorti af bænum.
Lagt er til að aðalgöngustígur, milli
byggðar og varnargarðs verði lagður
strax við upphaf framkvæmdar og hann
nýttur sem þjónustuvegur á framkvæmd-
artíma. Stígurinn afmarkar að hluta til
svæðið milli vinnusvæðis og „óraskaðs
lands“. Stígurinn liggur eftir svæðinu
endilöngu og tengir svæðið við núverandi
útivistarsvæði, s.s. Hjallaskóg og göngustíg ofan
byggðar. Lögð er áhersla á að mynda góð göngu-
tengsl milli byggðar og útivistarsvæðis með stíg-
um. í tengslum við einstaka ræktunarreiti sem
tengjast aðalgöngustíg mætti koma fyrir trjásafni.
Einnig er gert ráð fyrir rimmaðstöðu fyrir skokk-
hópa og áningarstöðum í tengslum við aðalgöngu-
stíg. Áætlaður vinnuvegur ofar í hlíðinni mun ein-
nig nýtast sem útivistarstígur síðar og tengjast
aðalstíg.
42