AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 66

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 66
1) Umhverfisgæði: veðrátta, umhverfi laust við hávaða og mengun, útsýni, aðgangur að ósnort- inni náttúru. 2) Félagsleg gæði: atvinna (fyrir bæði hjónin ef við á), efnahagslegt, félagslegt og líkamlegt ör- yggi, framboð á góðu, vel staðsettu og hagkvæm- u húsnæði, góðar verslanir og þjónusta, dagvist- un, góðir grunnskólar, aðgangur að menntaskólum og/eða fjölbrautaskólum, möguleikar á framhalds- menntun eftir stúdentspróf. 3) Samgöngur: öruggar og þægilegar samgöng- ur innanbæjar og við aðra landshluta, aðgangur að almenningssamgöngum (ef við á). 4) Menning og afþreying: aðlaðandi umhverfi, gott framboð á menningu og afþreyingu, aðstaða til íþróttaiðkana og útivistar. Þessir þættir eru samverkandi og því dugar ekki að leysa einungis þarfir fyrirtækjanna án þess að líta til þarfa íbúanna. Fyrirtækin flytja þangað sem hæfur starfskraftur fæst og fólk flytur þangað sem gott er að búa og góða vinnu er að hafa. Svo ein- falt er það dæmi. SAMVINNA UM ATVINNUMÁL Með þessar nýju aðstæður í huga mun Þróunar- svið Byggðastofnunar nú reyna að tengjast beint öllum þeim aðilum sem á einhvern hátt geta haft áhrif á þróun byggðar. Byggðaáætlanir verða unnar með svipuðum hætti og fyrr, en meira verður lagt upp úr framkvæmda- þætti áætlananna en áður, t.d. með beinum verk- efnasamningum. Þróunarstarfið verður aukið og farið inn á nýjar brautir. Áhersla verður lögð á samstarf við atvinnu- þróunarfélög á landsbyggðinni og eflingu sam- starfs þeirra á milli. Byggðabrúin, sem er mynd- fundakerfi, kemur hér að góðum notum. í henni eru haldnir fundir með öllum atvinnuþróunarfélög- unum samtímis, þar sem rædd eru ýmis sam- starfsmál og miðlað reynslu milli félaganna. Byggðastofnun mun veita atvinnuþróunarfélögun- um aðstoð við nýsköpun í atvinnuvegunum og leggja áherslu á ýmsa fyrirgreiðslu og þjónustu. Lögð verður áhersla á eigið framtak á svæðunum og að nýta sem best staðbundnar aðstæður, þekk- ingu, hugmyndir og möguleika. Unnið verður að þróun innlendra samstarfsverkefna á þessu sviði og einnig að þátttöku í fjölþjóðlegum verkefnum. Sérstök aðstoð verður veitt á afmörkuðum svæð- um, þar sem veruleg röskun hefur orðið á atvinnu- háttum og búsetu, atvinnulíf er fábreytt og atvinnu- vegirnir eiga í vök að verjast. M.a. er þar unnið að eflingu menntunar með fjarkennslu. Eitt af verkefnum þróunarsviðsins verður að vísa á aðstoð við markaðssetningu, rekstur, framleiðslu- þætti o.fl. Hér verður hlutverk þróunarsviðsins að efla samskipti við aðila, sem sérþekkingu hafa á þessum sviðum. Iðntæknistofnun, Útflutningsráð, viðskiptaskrifstofa Utanríkisráðuneytisins, Bænda- samtökin og ýmsar rannsóknarstofnanir veita t.d. ráðgjöf varðandi markaðssetningu, rekstur, stjórn- un og vöruþróun. Hér kemur Byggðabrúin einnig að góðum notum, og á svo nefndum fagfundum er fjallað um fagleg mál og alls konar upplýsingar. Á þessa fundi er boðið inn gestum til að halda fyrir- lestra, svara fyrirspurnum eða kynna hvernig þeir geta orðið atvinnuþróunarfélögunum og fyrirtækj- um á landsbyggðinni að sem bestu liði. Þriðja fundarformið er svo sérfundir ýmissa stofnana í Reykjavík með atvinnuþróunarfélögunum. Rannsóknir á atvinnuþáttum og staðbundnum möguleikum verða mikilvægur þáttur í starfi þróun- arsviðsins. Þar gegna Háskóli íslands og Háskól- inn á Akureyri miklu hlutverki. Þróunarsviðið mun einnig vinna að gerð upplýsinganets með öðrum stofnunum, háskólum, rannsóknarstofnunum o.fl. AÐLAÐANDI BÚSETA OG FERÐAMÁL Hvað varðar þarfir íbúanna mun Þróunarsviðið einnig vinna að eflingu þátta, sem áhrif hafa á bú- setuval á landsbyggðinni. Markmiðið er að gera búsetu á landsbyggðinni aðlaðandi og nýta stað- bundna möguleika í því sambandi. Eins og ég nefndi hafa kröfur fólks til umhverfis og lífsgæða aukist, og í samfélagi nútímans tengjastt.d. skipu- la9 byggðar og umhverfismál í æ auknum mæli og góð umgengni og gott umhverfi í bæjum og sveit- um eru mikilvæg fyrir búsetu. Ósnortin náttúra er ein af auðlindum landsbyggðarinnar og ber að nýta slíka þætti til framdráttar búsetu og ferða- málum. Ég hef þegar leitað eftir samstarfi við Skipulagsstofnun, nýstofnaða Umhverfisstofnun Háskóla íslands, Félagsmálaráðuneytið og fleiri aðila. í öllum tilvikum hef ég fengið mjög jákvæðar undirtektir um samstarf. Auk þess hefur þróunarsviðið samstarf við ferða- málafulltrúa, en með bættum samgöngum ætti ferðamannastraumur að geta aukist víða um land, til dæmis á Vestur- og Norðvesturlandi með til- komu Hvalfjarðarganganna. í Evrópu og Norður Ameríku eru að þróast ný viðhorf í markaðssetn- ingu fyrir ferðamenn. Markaðnum er einkum skipt 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.