AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 70
Skurður.
Vinnulíkan.
starfslið til að ræða saman eða vinna að verkefn-
um milli vinnulota í rannsóknarstofum. Þetta sam-
göngurými, eða öllu heldur miðrými tengir húsið
saman í eina heild og er þess vænst að það skapi
hentugar aðstæður til samskipta milli ólíkra
fræðasviða og starfshópa.
Rannsóknarrými í miðju hússins eru til mjög marg-
víslegra nota frá því að saga, mylja
og bræða grjót til þess að skoða
innsta kjarna örvera og forskriftir lifan-
di efnis. Einkennandi er að þessi rými
þurfa að vera af mjög breytilegri
stærð og uppfylla gerólíkar kröfur til
lagnakerfa. Því er röð vinnuherbergja
við suðurhlið og samgöngurými ekki
samsíða. Lagnir að rannsóknarrým-
um eru frá gangi sem liggur í miðju húsi, andstætt
samgönguleið. Þannig verður unnt að breyta eða
koma fyrir nýjum lögnum án þess að raska starf-
semi í öðrum rýmum.
Burðarvirki hússins er steypt á staðnum, nema
norðurveggur sem er úr stálrömmum sem
smíðast úr plötum. Norðurveggur miðrýmis er
boginn, með breytilegum halla og gerður úr gleri.
Veggir milli svala í miðrými og rannsóknarrýma
verða einnig gerðir að mestu úr gleri, sem veitir
dagsbirtu inn í rannsóknarrýmin.
Að utan eru veggir til hliðar við inngang, veggir
lágbygginga, veggur við austurenda miðrýmis og
bogaveggur á þaki gerðir úr steinsteypu og klædd-
ir steinmulningi. Austur-, suður- og vesturhliðar
verða klæddar með málmplötum og falla gluggar
inn í klæðningu.
Leiðarljós við hönnun hússins var að það taki mið
af umhverfi sínu og hafi sjónræna festu í landinu.B
ÁLYAK
'ALCAN '
• 2 mm álklæðningar
■ Falzonal læstar álklæðningar
• Báru- og trapísulagaðar
þak- og veggklæðningar
Hoase
F A S S A 0 E
• Undirkerfi úr áli fyrir álklæðníngar
• Sýnilegar og faldar festingar
VAW
• Samlokuklæðningar
• Báru- og trapisulagaðar
œ þak- og veggklæðningar
3
♦ W.go.r-Sytte. »
• Undirkerfi úr áli fyrir öll klæðningarefni
SUÐURLANDSBRAUT4
KLÆÐNING: Alcan FF2
LITIR: Hvítt, blátt, silfur
UNDIRGRIND: Haase - Fassade
FORM: Heilbeygðar kassettur
FESTINGAR: Allar faldar
Álklæðning er
varanleg og
glæsileg lausn
Askalind 3 - 200 Kdpavogur - Slmi 564 5810 - Fax 564 5811 - GSM 898 0868
i