AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 77
Starf félagsins hefur á þessu fyrsta starfsári verið
mjög blómlegt. Stjórnin ákvað að fyrsta árið yrði
lögð áhersla á að byggja upp innra starf félagsins,
skapa tengsl milli félagsmanna og koma af stað
áhugahópum um ýmis málefni vinnuvistfræðinnar.
Síðastliðið sumar gerði stjórnin könnun meðal fé-
lagsmanna um áhugasvið þeirra. í haustbyrjun
voru síðan stofnaðir þverfaglegir áhugahópar um
þau málefni sem félagsmenn sjálfir kusu að taka
til umfjöllunar.
Eftirfarandi hópar eru nú starfandi:
I Leshringur um vinnuvistfræði
I Kynningarhópur VINNÍS
I Áhættumat
I Inniloft
I Skólaumhverfi og skólahúsgögn
Greinilegt er að hin þverfaglega nálgun viðfangs-
efnanna skapar nýjar víddir og umræðu meðal
þátttakenda í áhugahópum sem koma úr ólíkum
faggreinum. Fréttablað VINNÍS hefur komið út
tvisvar og ætlunin er að gefa út þrjú á ári. Frétta-
blaðið flytur fréttir af starfsemi félagsins, birtar
verða stuttar greinar um áhugaverð málefni og
bent á tímarit, greinar og bækur. Einnig er sagt frá
ráðstefnum og námskeiðum. Síðast en ekki síst er
fréttablaðið hugsað sem ritvöllur félagsmanna.
HVAÐ BER FRAMTÍÐIN í SKAUTI SÉR?
Stjórn VINNÍS hefur skynjað lifandi áhuga félags-
manna á þessu fyrsta starfsári og er það gleðiefni.
Markmið félagsins eru skýr - að gera vinnuvist-
fræði að lifandi þekkingu í íslensku þjóðfélagi sem
höfð verður að leiðarljósi alls staðar þar sem verið
er að skapa manninum umhverfi - bæði á vinnu-
stað og heima.
Leiðir til að vinna að settu marki geta verið marg-
víslegar. í starfinu út á við hyggst félagið beita sér
á breiðum vettvangi. Mikilvægt verður að stuðla að
gæðatryggingu og rannsóknum innan vinnuvist-
fræðinnar. Jafnframt þarf að tryggja að fylgst verði
með staðlamálum á sviði vinnuvistfræði við hönn-
un. Félagið mun einnig leitast við að kynna vinnu-
vistfræði sem víðast. Miklu skiptir að framleið-
endur, stjórnendur fyrirtækja, samtök atvinnulíf-
sins og stjórnmálamenn séu meðvituð um þýðingu
vinnuvistfræðilegra sjónamiða við vöruþróun,
hönnun vinnustaða, mótun vinnuskipulags og
vinnuferla, launakerfa og svo mætti lengi telja. Vel
upplýstir viðskiptavinir, sem gera vinnuvistfræði-
legar kröfur til þeirrar vöru sem þeir hyggjast
kaupa, t.d. um eiginleika tölvuborða og stóla, örva
framleiðendur til að mæta kröfum markaðarins. Á
sama hátt geta starfsmenn sem búa yfir þekkingu
um heppilegar vinnuaðstæður og vinnuskipulag
lagt mikið af mörkum til að móta og bæta vinnu-
umhverfi sitt til framtíðar! ■
Heimildir:
D. Oborne. Ergonomics at work. Whiley and Sons Ltd,
1984 ISBN 0-471-10030-7 lEA-lnternational Ergonomics
Association:heimasíðahttp://www.louisville.edu/speed/erg
onomics.
K.Vandraas, P.Odenrick: Nordic Ergonomics Society, fyrir-
lestur um NES á ODAM -ráðstefnunni USA, 1996.
Lög Vinnuvistfræðifélags íslands, apríl 1997.
Waync
nalton
SÍMI FAX
553 4236 588 8336
GLÓFAXIHF.
ÁRMÚLA42 108 REYKJAVÍK, ICELAND
ELDVARNARHURÐIR,
BÍLSKÚRS, IÐNAÐAR-
OG ÖRYGGISHURÐIR
• MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
• HRINGDU OG FÁÐU UPPUÝSINGAR
ELDVARNARHlRÐIR
I WW I
EININGAHURÐIR
II I
SVEIFLUHl RÐIR