AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Qupperneq 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Qupperneq 62
tímaritið aVs sér til Guðrúnar Jónsdóttur, arkitekts, sem er fyrrverandi forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur og hefur unnið við skipulag hér á landi um áratuga skeið. Hvers vegna, að þínu mati, hafa byggingarmál Laugavegar 53b lent í þeim hnút sem þau virð- ast vera komin í? Meginástæðuna tel ég vera þá að ekki hefur verið unnin og samþykkt deiliskipulagsáætlun fyrir þetta svæði. Slík áætlun þarf m.a. að taka mið af þeirri blönduðu landnotkun sem þarna er nú og fyrir- huguð er þar áfram, sþr. Aðalskipulag Reykjavíkur 1996-2016. Áður en slík áætlun er gerð þurfa samþykktar for- sendur fyrir því hvað beri að gera að liggja fyrir. í grónu hverfi eins og þarna er um að ræða verða þessar forsendur ekki settar fram með góðu móti án þess að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar verði þátttakendur í þeirri umræðu og stefnumótun. Vita þarf um þarfir þessa fólks og sjónarmið áður en forsendur fyrir skipulagsgerðinni eru samþykktar af yfirvöldum og vinna við skipulagsgerðina hefst. Það verður að hafa hugfast að oft er um mjög flókin mál að ræða, sem í vissum tilfellum geta kallað á fjárframlög frá sveitarfélaginu ef nást á fram ásættanleg lausn fyrir þá aðila sem hlut eiga að máli. Hvernig telur þú best að vernda gagnkvæman rétt almennings og væntanlegra byggingar- aðila á byggðasvæðum? Ég tel að það verði best gert annars vegar með virku hverfalýðræði (íbúalýðræði) og hins vegar með gerð vandaðra deiliskipulagsáætlana. Fólkið sem lifir og starfar í hverfunum þekkir best eðli viðkomandi svæðis, kosti þess og galla. Útfæra þarf og ná samkomulagi um ferli sem fer í gang þegar breytingar í grónum hverfum eru til umfjöll- unar. í grónum borgarhverfum þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir hefur það viðgengist til margra ára að sá sem áhuga hefur á að byggja nýbyggingu í slíku hverfi leggi um það beiðni inn til borgaryfir- valda og þá oft skipulagsnefndar. Oftast fylgir beiðninni uppdráttur að því mannvirki sem áhugi er á að reisa og væntanlegur byggjandi hefur látið vinna á sinn kostnað. Þannig getur einnig hæg- lega háttað til að fyrir sé á viðkomandi stað gamalt hús sem viðkomandi hefur jafnframt áhuga á að fjarlægja. Yfirvöld eru í tilfellum sem þessum komin í þá stöðu að það eru ekki þau sem eru mótandi aðili heldur væntanlegur byggjandi. Af skiljanlegum ástæðum eru hagsmunir heildarinnar oft fyrir borð bornir í slíkri tillögugerð og oft og tíðum er erfitt að fá eðlilega umfjöllun um svona mál. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu skipulags/byggingarmáli? Ég tel að lærdómurinn sé sá að það megi ekki dragast lengur að hefja markvissa deiliskipulags- gerð á þeim svæðum í gróinni byggð þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Standa þarf vel að öll- um stigum þeirrar skipulagsgerðar og hafa borgar- ana með í ráðum, ekki síst í stefnumótuninni. ■ a\s arkitektúr verktœkni og skipulag r Oskar landsmönnum öllum gleðilegs érs og þakkar velvild 05 stuðning á árinu sem er að ltða. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.