AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 62
tímaritið aVs sér til Guðrúnar Jónsdóttur, arkitekts, sem er fyrrverandi forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur og hefur unnið við skipulag hér á landi um áratuga skeið. Hvers vegna, að þínu mati, hafa byggingarmál Laugavegar 53b lent í þeim hnút sem þau virð- ast vera komin í? Meginástæðuna tel ég vera þá að ekki hefur verið unnin og samþykkt deiliskipulagsáætlun fyrir þetta svæði. Slík áætlun þarf m.a. að taka mið af þeirri blönduðu landnotkun sem þarna er nú og fyrir- huguð er þar áfram, sþr. Aðalskipulag Reykjavíkur 1996-2016. Áður en slík áætlun er gerð þurfa samþykktar for- sendur fyrir því hvað beri að gera að liggja fyrir. í grónu hverfi eins og þarna er um að ræða verða þessar forsendur ekki settar fram með góðu móti án þess að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar verði þátttakendur í þeirri umræðu og stefnumótun. Vita þarf um þarfir þessa fólks og sjónarmið áður en forsendur fyrir skipulagsgerðinni eru samþykktar af yfirvöldum og vinna við skipulagsgerðina hefst. Það verður að hafa hugfast að oft er um mjög flókin mál að ræða, sem í vissum tilfellum geta kallað á fjárframlög frá sveitarfélaginu ef nást á fram ásættanleg lausn fyrir þá aðila sem hlut eiga að máli. Hvernig telur þú best að vernda gagnkvæman rétt almennings og væntanlegra byggingar- aðila á byggðasvæðum? Ég tel að það verði best gert annars vegar með virku hverfalýðræði (íbúalýðræði) og hins vegar með gerð vandaðra deiliskipulagsáætlana. Fólkið sem lifir og starfar í hverfunum þekkir best eðli viðkomandi svæðis, kosti þess og galla. Útfæra þarf og ná samkomulagi um ferli sem fer í gang þegar breytingar í grónum hverfum eru til umfjöll- unar. í grónum borgarhverfum þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir hefur það viðgengist til margra ára að sá sem áhuga hefur á að byggja nýbyggingu í slíku hverfi leggi um það beiðni inn til borgaryfir- valda og þá oft skipulagsnefndar. Oftast fylgir beiðninni uppdráttur að því mannvirki sem áhugi er á að reisa og væntanlegur byggjandi hefur látið vinna á sinn kostnað. Þannig getur einnig hæg- lega háttað til að fyrir sé á viðkomandi stað gamalt hús sem viðkomandi hefur jafnframt áhuga á að fjarlægja. Yfirvöld eru í tilfellum sem þessum komin í þá stöðu að það eru ekki þau sem eru mótandi aðili heldur væntanlegur byggjandi. Af skiljanlegum ástæðum eru hagsmunir heildarinnar oft fyrir borð bornir í slíkri tillögugerð og oft og tíðum er erfitt að fá eðlilega umfjöllun um svona mál. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessu skipulags/byggingarmáli? Ég tel að lærdómurinn sé sá að það megi ekki dragast lengur að hefja markvissa deiliskipulags- gerð á þeim svæðum í gróinni byggð þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Standa þarf vel að öll- um stigum þeirrar skipulagsgerðar og hafa borgar- ana með í ráðum, ekki síst í stefnumótuninni. ■ a\s arkitektúr verktœkni og skipulag r Oskar landsmönnum öllum gleðilegs érs og þakkar velvild 05 stuðning á árinu sem er að ltða. 60

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.