AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Blaðsíða 75
Frá Hengilssvæðinu. Ljósmyndari Hreinn Magnússon.
Vmhverfisverndarsamtök
ISLANDS
mhverfisvemdarsamtök Islands voru
stofnuð á fjölmennum fundi í
Norræna húsinu 21. janúar sl. Þeim
var gefið nafnið Umhverfissamtök
íslands. Það nafn reyndist hins vegar
frátekið. Því var nafninu breytt í Um-
hverfisverndarsamtök íslands, sem lýsir í raun bet-
ur markmiði samtakanna. Þegar ég var að því
spurður, hvort ég vildi taka þátt í því að stofna ný
umhverfisverndarsamtök,varð mér að orði: „Eru
þau ekki nógu mörg?“
Við nánari athugun komst ég hins vegar að
þeirri niðurstöðu, að þörf væri fyrir samtök, sem
næðu til allra þátta umhverfismála, gætu orðið
eins konar regnhlífarsamtök fyrir hin mörgu félög
og einstaklinga, sem að einhverjum greinum
umhverfisverndar starfa, og gætu jafnframt orðið
vettvangur fyrir umræðu og leit að samstöðu og
sátt um allt það, sem umhverfisvernd varðar.
Á fundinum voru samþykkt lög fyrir samtökin. í 2.
grein eru markmiðin rakin í 9 liðum. Þar segir:
I) Að vera vettvangur allra þeirra, sem vilja
vinna að umhverfismálum og vernda þau lífsgæði,
sem felast í náttúru íslands á láði, í lofti og legi.
1) Að vera málsvari þeirrar stefnu, að auðlindir
íslands til lands og sjávar verði ætíð nýttar af
73