AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Blaðsíða 14
því hvernig fjármögnuninni er háttað. Einkum þar
sem þörfin er mikil, eins og víða í Asíu, er litið von-
araugum til þessa nýja forms framkvæmda og ekki
síst eru það hinir hefðbundnu alþjóðlegu sjóðir og
bankar sem sjá fyrir að geta með engu móti lánað
eða styrkt allar þær þörfu framkvæmdir, sem fyrir-
sjáanlegar eru í mörgum þróunarlöndum. Þá geta
fjárfestarnir vænst allgóðra vaxta af fjárfestingu
sinni, mun meira en t.d. með því að kaupa ríkis-
skuldabréf stöndugra ríkja. En það eru engin ný
sannindi að ekkert er gefins, enginn
málsverður er ókeypis. Því er ekki að
leyna að víða um lönd er áhætta mikil
samfara framkvæmdum af þessu tagi.
Sérstaklega er erfitt að eiga við fram-
kvæmdir þar sem gjaldmiðill er veikur og
verðbólga mikil. Stjórnmálaórói er líka
vandamál, sem þarf sums staðar að taka
tillit til og þar sem hætta er á að nýjar
ríkisstjórnir muni ekki standa við gerða
samninga verður að gera ráð fyrir því í
mati á hver sé ásættanleg arðsemi af
mannvirkinu. Á endanum eru það not-
endurnir sem borga brúsann, en þeir gera það
vonandi af fúsum vilja þar sem notkun þeirra af
mannvirkinu er þeim til hagsbóta. Þá eru sumir
sem efast um það að allir muni hafa efni á að nota
ný mannvirki ef borga þarf beint fyrir notkunina.
Munu „opinberir“ vegir verða eingöngu fyrir þá ríku
sem hafa efni á að borga veggjöldin en hinir mega
notast við gömlu leiðirnar? Þannig verður áreiðan-
lega spurt og mun sitt sýnast hverjum.
AÐILAR AÐ FRANKVÆNDUN OG
FJÁRMÖGNUN HVALFJARÐAR-
GANGA
Eftir forval voru nokkrar verktakasamsteypur vald-
ar til lokaútboðs og eftir að tilboð höfðu verið
opnuð í ágústlok 1994 var samið við Fossvirki sf.
en að því standa verktakafyrirtækin ístak hf. sem
er í forsvari, Skánska AB í Svíþjóð og E. Pihl &
Sön AS í Danmörku. Tæknilegu hliðar samningan-
na voru tiltölulega auðveldar og komu að þeim,
auk fyrrgreindra norskra ráðgjafa, verktakinn
Fossvirki og verkfræðistofan Hnit hf. sem síðar
hafði eftirlit með öllum framkvæmdum fyrir
verkkaupann Spöl hf. Tæknileg hlið verksamnings
var að mestu frágengin í júlí 1995 en þá voru
fjármögnunarsamningar eftir. Þeir voru afar flóknir
og komu mörg fjármála- og lögfræðifyrirtæki að
þeim. Að lokum, 22. febrúar 1996, var skrifað undir
alla samninga, en þeir voru alls 39 að tölu.
Stofnkostnaður Hvalfjarðarganga er alls rúmlega
4,6 milljarðar króna að öllum fjármagnskostnaði
meðtöldum, samkvæmt verðlagi við undirritun
samninganna. Samningarnir gera ráð fyrir að fjár-
málalegir bakhjarlar Fossvirkis, verði eins og fram
kemur í meðfylgjandi töflu.
Framkvæmdin er fjármögnuð á verktímanum af
verktakanum, sem hefur framkvæmdalán frá
bönkum sínum samkvæmt töflunni hér að neðan,
Fjármagnsuppspretta Milljónir kr.
Hlutafé 86
Lán úr rfkissjóöi 120
Framkvcemdalán alls fán ríkisábvraðar') 4.124
- Enskilda í Svíþióð (2.47A milliónir krð
- Innlendir bankar (825 milli.)
- Baring Brothers Ltd (825 milii.)
Ríkissióður íslands, ríkisábirað (hámark) 300
Fjármögnun stofnkostnaðar alls, milljónir króna: 4.630
og þegar verktakinn hefur afhent verkið fullbúið og
í rekstri til Spalar, þá fyrst greiðir Spölur fyrir verk-
ið í heild. Fossvirki ber alla tæknilega ábyrgð á
verkinu á verktíma og einnig í fimm ár frá afhend-
ingu. Langtímafjármögnunin, þ.e. lán til Spalar hf,
er aftur á móti enn flóknari og koma þar að m.a.
John Hancock Mutual Life Insurance Inc. í Banda-
ríkjunum, og fjölmargir íslenskir bankar og lífeyris-
sjóðir.
Samningar þessir um fjármögnun verksins eru
hinir fyrstu sinnar tegundar á Norðurlöndum. Sýna
þeir best það traust sem bankar, tryggingarfélög
og lánastofnanir höfðu á undirbúningi og skipulagi
verksins af hendi Spalar hf. og á þeim verktaka
sem framkvæmdi verkið. Hlutur ríkisins í fram-
kvæmdunum er fyrst og fremst vegtengingarnar
beggja vegna ganganna og að auki lán til Spalar
til að standa straum af upphafsrannsóknum. Hins
vegar hefur ríkissjóður haft bærilegar tekjur af
framkvæmdinni í formi margs konar gjalda af
vinnu, efni og vélum. Það verða síðan veggjöldin,
sem endanlega greiða upp lán Spalar, og var í
upphafi reiknað með að til þess þyrfti allt að 20 ár.
Reyndin hefur orðið sú að umferð hefur orðið
talsvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og því er
e.t.v. borð fyrir báru, annaðhvort að lækka veg-
gjaldið eða stytta endurgreiðslutíma lánanna.
Kannski verður hvorttveggja gert. Að afloknum
12