AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Blaðsíða 21
Skerjafjörðinn og því eru þetta smáöldur sem eru
á ferð í Skerjafirðinum, miðað við það sem við
sjáum annars staðar þar sem hafaldan skellur
óbrotin að landi.
Hvað varðar tærandi áhrif seltu og sjávar á
flugvélar sem sumir hafa nefnt sem ókost ef
flugvöllur er fluttur úr Vatnsmýrinni út í Skerjafjörð-
inn, þá er það vissulega rétt að slíkt tærandi álag
mun væntanlega eitthvað aukast. Að tæring hafi
slík afgerandi áhrif á þær flugvélar sem menn eru
að nota í dag að ekki sé forsvaranlegt að flytja
völlinn, þau rök er ekki hægt að kaupa. Tæring áls
var vandamál fyrir nokkrum áratugum. í dag er ál
einn endingarbesti málmurinn á markaðinum. Með
nýjum vinnsluaðferðum er ál gert þannig að það
þolir tærandi áhrif sjárvarseltu margfalt betur en
áður var. Sú saga gengur m.a. að Vestmanneying-
ar og Grímseyingar hafi á undanförnum árum
verið þeir sem hafi keypt hlutfallslega mest af ál-
klæðningum á veggi og þök vegna góðrar reynslu
þar umfram aðrar málmklæðningar. Þær flugvélar
sem nú eru notaðar þola sjávarseltu miklu betur
en gömlu vélarnar gerðu. Sjóflugvélar eru í dag í
notkun um allan heim og á svæðum þar sem sjór
er saltari, hiti hærri og tæringarálag miklu meira en
hér.
Þá má minna á að einkaflugvélar standa inni
þegar þær eru ekki í notkun þannig að ekki verða
þær fyrir neinu áreiti frá seltu nema þegar þær eru
teknar út úr flugskýlunum og það er helst gert í
góðu veðri þegar ekkert er sjárvarrokið. Hvað
varðar áætlunarvélarnar þá má segja frá því að
Danir eru það náttúruvænir að þeir nota hland úr
svínum til að afísa flugvélar og hefur verið gert í
mörg ár. Til að eyða hálku á flugbrautum eru einn-
ig notuð ýmis efni og flest þeirra eru ætandi og
tærandi fyrir alla málma. Það eru allt aðrir þættir
en málmtæring vegna sjávarseltu eða annarra
efna sem ákvarða endingu flugvéla í dag, þó ein-
hvern tíma um miðbik aldarinnar hafi þetta verið
vandamál.
SNJÓLÉTTUR FLUCVOLLUR
Einn af stóru póstunum í rekstri flugvalla hér á
landi er snjómokstur. Með staðsetningu flugvallar
úti í Skerjafirði yrði Reykjavíkurflugvöllur einn
snjóléttasti flugvöllur landsins og kostnaður við
snjómokstur yrði í lágmarki. ísing á vellinum yrði
væntanlega svipuð og nú er, NS brautin í dag ligg-
ur nánast út í sjó og aðstæður þar svipaðar og
mun verða á flugvelli úti í firði. Vel má vera að við
einhver ákveðin veðurskilyrði myndist ísing á
brautinni, sem ekki hefði gerst á velli í Vatns-
mýrinni. Meginreglan er þó sú að ísingarhætta
minnkar eftir því sem nær dregur sjó, því sjórinn
er 5 til 8 gráðu heitur hér við land og flugbraut sem
liggur umlukin sjó ætti í flestum tilfellum að verja
sig betur ísingu en flugbrautir á landi. Það er
almenn regla við rekstur flugvalla að bremsuskil-
yrði eru metin daglega og ef ísing er á brautum þá
eru þær afísaðar.
FLUGVELAR WT í SJÓ
í þeim drögum sem við höfum látið vinna er gert
ráð fyrir að flugbrautir verði 150 m á breidd, braut
er 50 m og öryggissvæði beggja vegna 50 m og er
hliðarhalli á flugbraut og öryggissvæðum frá
miðlínu vallar út að brún öryggissvæða þannig að
vatn renni auðveldlega af braut og öryggissvæð-
um. Samkvæmt reglum eiga öryggissvæðið að
vera hindrunarfrí 50 m frá braut. Þar sem axlir
öryggissvæða eru komnar neðar en brautin vegna
hliðarhallans gerum við ráð fyrir að geta hlaðið
grjótgarðinn 1 til 1,5 m hærra en öryggissvæði
verður. Þannig verði öryggissvæðið rammað inn
með grjótgarðinum og þær flugvélar sem renna út
af flugbraut og yfir öryggissvæðin, lenda á þessum
grjótgarði og stöðvast þar.
NAUTHÓLSVÍK VATNAPARADÍS
Ef gerður yrði flugvöllur í Skerjafirði í anda
þeirra tillagna sem við höfum lagt fram þá mun
hluti skerjanna við Löngusker og Hólma fara undir
malar- og grjótfyllingar. Þetta eru hins vegar ekki
einu skerin á Skerjafirðinum og jákvæð áhrif flug-
vallarins yrðu einnig mikil á sjólag fyrir innan
völlinn, þ.e. í Fossvoginum og Nauthólsvíkinni.
Það sem helst hefur staðið Fossvoginum fyrir þrif-
um og hann ekki orðið sú vatnaparadís sem
marga dreymir um er undiraldan sem þarna er.
Með tilkomu flugvallarins myndi undiraldan í Foss-
voginum hverfa og aðstæðurtil siglinga, sjóskíða-
iðkunar og slíkrar sportmennsku yrðu jafnvel betri
í Nauthólsvíkinni en á Pollinum á Akureyri. í skjóli
þessa 700 til 800 metra langa vegar út að flugvell-
inum opnast einnig möguleikar á lystibátahöfn. Þá
er rétt að nefna að innsiglingarrennan sem liggur
alveg við land á Álftanesi verður í engu skert og
völlurinn mun ekki hafa nein áhrif á siglingar skipa
til hafnar í Kópavogi.
19