AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Blaðsíða 20
að hluta eða öllu leyti á tveim hæðum og þar með
er hægt að hækka húsin. Þar sem grafa þarf 5 m
niður næst tveggja hæða bílageymsla undir öllu
húsinu og undir bílastæðinu. Þar er hægt að koma
fyrir 40 bílastæðum neðanjarðar. Á þessum
svæðum væri hægt að fara með húsin í 8 hæðir
sem þýddi í dæminu hér að ofan að á hverri 1.000
m2 lóð væru 24 íbúðir (48 bílastæði) og nýtingar-
hlutfall lóðar 2,4. Eftir sem áður væru einungis 10
bílastæði ofanjarðar og garðurinn við húsin áfram
430 m2. Ef sex slík hús standa saman og mynda
lengju eða U eins og t.d. í Hraunbænum þá mynda
þau saman garð sem væri 2.580 m2.
BYCGÐ Á STÆRO VIO KOPAVOC
Ef við höldum áfram með þessa einföldu reikn-
inga okkar og gerum ráð fyrir að íbúðabyggðin sé
að jafnaði 7 hæða hús, þá er nýtingarhlutfallið að
meðaltali 2,1 á hverri lóð. Með sömu forsendum
og fyrr, þá væri hægt að byggja 1.176.000 fer-
metra af íbúðarhúsnæði (bílageymslur neðan-
jarðar ekki inni í þessum reikningum) á þessum 56
hekturum. Þetta samsvarar 11.760 stk af 100 m2
einingum (íbúðum). Með sömu forsendum og
áður samsvarar þetta að í Vatnsmýrinni gætu búið
28.200 til 31.800 manns. Þetta þýðir að heild-
arnýting á íbúðasvæðinu (80 ha) verður 1,47.
Út frá ofangreindum forsendum höfum við kynnt
að við viljum byggja 20 til 30 þúsund manna byggð
í Vatnsmýrinni. Hvort talan verður nær 20 eða 30
þúsund manns fer eftir hve stórar íbúðirnar verða.
Ef þær verða að meðaltali 140 m2 með sameign
en ekki 100 m2, þá lækka ofangreindar tölur og
íbúafjöldinn yrði 15.000 (í 5 hæða hverfinu) og til
21.000 manns (í 7 hæða hverfinu). Bílastæðum
myndi þá fækka að sama skapi.
FLUGVÖLLURINM
Um 700 m vegur verður lagður frá landi frá Suð-
urgötu á móts við enda núverandi AV brautar að
nýju flughlaði. Fyrsta skrefið er að gerðir verði
grjótgarðar sem mynda útlínur vallarins. Fyllt verði
upp milli þessara garða með því að dæla inn sjáv-
armöl. Gert er ráð fyrir þrem brautum eins og er í
dag. Þeim verði snúið aðeins miðað við núverandi
legu, þannig að aðflugið verði ekki yfir byggð
nema í mikilli hæð. Á AV brautinni verður aðflugið
yfir Fossvogshverfið og síðan eftir norðurströnd
Fossvogs. íbúar í Fossvogi verða því varir við
flugið með svipuðum hætti og í dag. Aðflugs-
stefnan á norður /suður braut verður yfir ysta hluta
Seltjarnarness og fara flugvélar þar yfir í svipaðri
hæð og nú er í Fossvogi. Miðbærinn mun losna
við alla hávaðamengun frá flugvellinum. Ástandið
á Skildinganesi mun einnig batna þar sem fjar-
lægð flugvallarins frá hverfinu eykst.
STAÐSETMING FLUGVALLARINS OG
FUGLARNIR
Flugtæknilega er staðsetning flugvallar úti í
Skerjafirði betri kostur en núverandi staðsetning
eins og Ómar Ragnarsson fréttamaður hefur bent
á. Benda má á að braut sem byggð yrði úti í
Skerjafirði yrði alveg lárétt eins og bestu flugbraut-
ir landsins. Margir flugvellir hér á landi, og þar á
meðal er völlurinn í Vatnsmýrinni, eru með breyti-
legan langhalla. Hvað varðar umræðu um hugsan-
leg vandkvæði með fugla á flugvelli í Skerjafirði þá
er rétt að benda á að núverandi staðsetning
Reykjavíkurflugvallar er ein sú óheppilegasta sem
hægt er að finna á Höfuðborgarsvæðinu með tilliti
til fugla og hættu á árekstrum við þá. NS brautin er
með aðflug yfir eina þéttustu fuglabyggð landsins,
Tjörnina í Reykjavík. AV brautin er með aðflug yfir
eitt stærsta samfellda trjábeiti á Höfuðborgar-
svæðinu, Öskjuhlíðina og kirkjugarðinn. Báðar
þessar brautir liggja nánast út í sjó og þar eru
grunnfjörur með miklu dýralífi, þar eru matarkistur
sjófugla, vaðfugla o.fl. Að flytja flugvöllinn út í
Skerjafjörðinn mun einungis bæta þetta ástand og
auka öryggi flugfarþega.
BRIM OG SJÁVARSELTA
Staðsetning flugvallar á Skerjafirði við Löngu-
sker og Hólma er frá náttúrunnar hendi ákjósan-
leg. Það er engin tilviljun að menn hafa horft til
þess að gera flugvöll á þessum stað í áratugi.
Trausti Valsson kynnti og útfærði hugmyndir að
flugvelli úti í Skerjafirði upp úr 1970 og verk-
fræðingarnir Steingrímur Hermannsson og Guð-
mundur G. Þórarinsson lögðu fram tillögu á þingi
1975 að flugvöllurinn yrði fluttur þangað. Meðal-
dýpi undir vellinum þar sem hann á að koma er um
2,5 metrar. Töluvert utar liggur svo Valhúsagrunn-
ið, skerjagarður sem liggur frá Gróttu suður undir
Hafnarfjörð. Mynni Skerjafjarðar er girt af með
skerjum og boðum og er dýpi þar mest 5 til 10
metrar og víða eru þessir boðar og sker upp úr
sjó. Þetta þýðir að það mikla brim og þær miklu
öldur sem leika hér um strendur landsins ná aldrei
inn í Skerjafjörðinn. Þær brotna allar þegar þær
fara yfir Valhúsagrunnið á leið sinni inn
18