AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Blaðsíða 11
Ljósm. Hreinn Magnússon.
A NEW PLANNING AND BUILDING DEPARTMENT
Nýtt skipulags og byggingarsvið
m síöastliöin áramót tók til starfa nýtt sviö
í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, skipu-
lags- og byggingarsviö, en jafnframt var
embætti byggingarfulltrúa og fyrrum Borg-
. arskipulag sameinuö undir hiö nýja sviö.
V Meö stofnun sviösins er leitast viö aö
samræma annarsvegar störf skipulags- og byggingar-
nefndar og embætta innan stjórnkerfisins hinsvegar,
þannig aö ein stofnun sjái um aö framfylgja stefnu og
ákvörðunum nefndarinnar. Þá er stefnt aö því aö styrkj-
a og einfalda stjórnsýslu á sviði skipulags- og byggin-
garmála þannig aö hagræðing veröi af, bæöi fyrir bor-
gara, hönnuöi, skipulagshöfunda og starfsmenn sviös-
ins.
Um áramót varö einnig til nýtt embætti borgar-
arkitekts sem sjá mun um aö móta stefnu í byggingar-
málum er varöa yfirbragö og heildarútlit borgarhlutanna
og veita öörum stofnunum ráögjöf um hönnun og
gæðakröfur.
Stofnun hins nýja sviös endurspeglar stööu skipu-
lags- og byggingarmála í samfélaginu. Skipulag fjallar
um nýtingu og notkun lands og framtíöarsýn borgara og
stjórnvalda um þróun og gæöi byggðar á hverjum tíma.
Saga skipulagsfræða er tiltölulega stutt á íslandi enda
landrými lengst af nægilegt og byggöin strjál. Meö ört
vaxandi borgarmyndun á höfuöborgarsvæöinu og
aukinni áherslu á umhverfismál um land allt hefur áhugi
almennings vaknaö á þessum málaflokki og stjórnen-
dur gert sér Ijósa þörfina á aö skipa skipulags- og byg-
gingarmálum þann sess sem þeim ber. Málaflokkurinn
hefur síöan vaxiö ört á undanförnum árum enda Ijóst
hversu mikil áhrif samsetning hins byggöa umhverfis
hefur á lífsgæöi fólks.
Skipulag er lýöræöislegt stjórntæki yfirvalda til að
móta framtíðarumhverfi borgaranna meö hagsmuni
heildarinnar aö leiöarljósi. Skipulagshöfundar þurfa því
aö vinna í nánum tengslum viö bæði hið pólitíska
stjórnkerfi og borgarana sjálfa. Til þess aö slík samvin-
na veröi farsæl er nauðsynlegt að allir aöilar séu vel
upplýstir um hlutverk skipulags og tilbúnir til aö taka
þátt í mótun framtíðarinnar. Þaö er hlutverk skipulags-
og byggingaryfirvalda aö halda utan um þennan feril og
sjá til þess aö leikreglum og lögum sé framfylgt þannig
aö allir hlutaöeigandi geti vel viö unað.
Skipulags- og byggingarsvið er byggt upp til að sinna þessu
hlutverki á eftirfarandi hátt:
The planning and building department is structured in the
following way:
Skipulags- og byggingarsvið
BoigMJtjÓCTl
r........................................#
&V&Q <<
wygpÞQuM
SofcMlttai
VxpBÍh
5 1**í* 3002
SALVÖR JÓNSDÓTTIR, SVIÐSSTJÓRI SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐS