AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Blaðsíða 36
vitað til þess að henni hafi verið beitt
áður í verkefni sem þessu. Áður en of-
angreindur hópur hóf störf hafði verið
unnið að þarfagreiningu meðal fræði-
manna, skólafólks og fulltrúum úr fer-
ðaþjónustu.
Samkvæmt greinargerð sem stýri-
hópur skilaði borgarráði í upphafi árs
er gert ráð fyrir að fornleifauppgröftur í
Víkurgarði hefjist í haust og uppsteypa
sýningarrýmis handan götunnar
nokkru síðar. Það ræðst af niðurstöð-
um fornleifarannsókna hvenær hægt
verður að hefja framkvæmdir við inn-
ganginn en hönnun hans og garðsins
mun taka mið af þeim niðurstöðum. í
greinargerðinni er gert ráð fyrir að
innrétting sýningarrýmis fari fram á
árunum 2003-2004 en stefnt er að því
að sýningin verði opnuð á vordögum
2004 á sama tíma og hótelið á efri
hæðum.
Sýningarskálinn eða „Landnáms-
skálinn” eins og hann er stundum nefn-
dur ásamt væntanlegu hóteli verður án
efa mikil lyftistöng fyrir Kvosina enda
væntanlega upphafið að stærra verk-
efni sem miðar að því að auka þekk-
ingu á menningararfi borgarinnar.
verkið í gömlu og grónu umhverfi sem þessu. Niður-
staðan var sú sem sjá má á meðfylgjandi teikningu, þ.e.
inngangur í sýningarskálann verður um Víkurgarð og
undir Aðalstræti sem verður hækkað nokkuð á þessum
kafla götunnar. Þetta mun hins vegar styrkja svæðið og
sýninguna því með þessu tengjast tvö merk svæði í
sögu borgarinnar, þ.e. upphaf landnáms og upphaf
kirkjuhalds. Við frekari útfærslu á hugmyndinni verður
lögð áhersla á að vekja athygli á forminjunum, t.d. í
götumyndinni og garðinum en þar þarf að fara fram
fornleifauppgröftur áður en framkvæmdir hefjast.
Vegna þess hve verkefnið er sérstakt var ákveðið að
fara óhefðbundnar leiðir við gerð frumhugmyndar að
sýningu. í stað þess að efna til samkeppni var leitað til
nokkurra einstaklinga með mismunandi bakgrunn, þ.e.
arkitekta, leikmyndahönnuða, myndlistarmanns og
leikara. Hópurinn hittist á nokkrum hugarflæðisfundum
og hefur nú skilað niðurstöðum til stýrihóps um
verkefnið. Hugmyndir sem þar eru settar fram eru mjög
áhugaverðar og er óhætt að fullyrða að þessi aðferð er
væntanlegri sýningu mjög til framdráttar, en ekki er
BLESSUÐ REYKJAVÍK
Með fornleifar af frumgerð borgarinnar
Sunnan báran boð þér flutti,
blessuð Reykjavík.
Land þitt fannst - og forsjón dagsins.
Fann þig auðnan rík.
Yfirgaf norsk hetja hafsins
heimsins iðu-torg.
Bær varð Ingólfs Arnarsonar
íslands höfuðborg.
Frúin Hallveig Fróðadóttir
farsæl móðir var.
Fyrstu landnáms heiðrum hjónin.
Helgum minningar.
Víkur búa verkin hafin
vel þau skila sér.
Nýrri þús-öld grundvöll gefur
Guð vor,- hann sem er.
Hr. Pétur Sigurgeirsson, biskup3
34