AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Blaðsíða 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Blaðsíða 15
hefur komið að ýmsum öðrum verkefnum hér á landi. Varðandi fjármál, samstarf og félagslega þáttinn kallaði hann til Jim Morrisey sem hefur sérhæft sig á þessu sviði. Á Borgarskipulagi áttu Hafdís Hafliðadóttir hverfis- stjóri miðborgar og núverandi skipulagsstjóri í Hafnar- firði og Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir deildarstjóri drjúgan þátt og frumkvæði að áætluninni og stjórnuðu sam- starfinu við ráðgjafa og fulltrúa hagsmunaaðila í upphafi. Það kom síðan í hlut Önnu Margrétar Guðjónsdóttur núverandi menningarfulltrúa Reykja- víkurborgar að reka smiðshöggið á verkefnið sem verkefnisstjóri og halda utan um stýrihópa og sjá um útgáfuna. Á þessu lokastigi reyndi mjög á samstarf við Skipulagsstofnun og á túlkun lagabókstafa með lögfræðingum. Að verkinu komu á síðara stigi Jóhannes Kjarval hverfisstjóri miðborgar, Helga Bragadóttir deildarstjóri deiliskipulags og núverandi skipulagsfulltrúi borgarinn- ar ásamt sínum hverfisstjórum og einnig ívar Pálsson lögfræðingur stofnunarinnar. Allan vinnslutímann voru hin ýmsu stig kynnt í skipu- lags- og umferðarnefnd sem nú er skipulags- og bygg- ingarnefnd og fyrir borgarbúum með kynningarbæklingi og lausum blöðum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arfulltrúi sem situr í borgarráði, skipulags- og bygging- arnefnd og miðborgarstjórn leiddi starf- shópinn við lokavinnslu og útgáfu. Markmið þróunaráætlunar lúta í meginatrið- um að þremur þáttum, þ.e. efnahagslegum vexti og uppbyggingu, félagslegum og sam- félagslegum þörfum og bættu umhverfi. Með þróunaráætlun og þeim breytingum sem hún hefur í för með sér er jafnframt verið: ■ Að skapa grundvöll að lýðræðislegri þátt- töku í lögformlegri stjórnun uppbyggingar. ■ Að skapa grundvöll að samræmingu og jafnræði í uppbyggingu og landnotkun. ■ Að leggja grunn að áætlun um eftirlit með framkvæmd skipulags og sískoðun á því. Þróunaráætlun fjallar um það svæði sem er kallað miðborgarsvæði, þ.e. miðborgin og áhrifasvæði hennar. Svæðið afmarkast af Höfðatúni, Lönguhlíð, Hringbraut, Ljósvalla- götu, Hofsvallagötu, Ægisgötu, Tryggvagötu og Sæbraut. Það má líta á þróunaráætlunina sem for- sögn og stefnumörkun borgaryfirvalda við gerð deiliskipulags og nýtist ýmislegt úr þróunaráætluninni og þá ekki síst sjálf grund- vallarhugmyndin við deiliskipulagsgerð al- mennt í borginni og einnig sem fyrirmynd fyrir aðra. Þróunaráætlunin er gefin út í safnmöppu með 7 heftum ásamt áttunda hefti sem er samantekt um verkefnið. Heftin hafa sameiginlega yfirskrift: Þróunaráætlun miðborgar, ný leið til uppbyggingar og framfara. Þróunaráætlunin í heild lá fyrir samþykkt af borgar- yfirvöldum í upphafi árs 2001. Þegar hefur reynt á hana við mat á umsóknum og bæði miðborgarstjórn og skipulagssjóður eru tæki sem nú nýtast vel eins og bent var á við vinnu áætlunarinnar. Þróunaráætlunin er forgönguverkefni og nú ríður á að fylgjast náið með þegar fram koma ábendingar og athugasemdir og endurskoða hana, þátt fyrir þátt, eins og stefnt var að. Deiliskipulag Deiliskipulagsgerð er lögboðin aðferð til að stýra upp- byggingu og þróun í borginni á markvissan hátt m.t.t. hagsmuna heildarinnar. Deiliskipulag er unnið á grund- velli aðalskipulags og þróunaráætlunar. í framhaldi af ósk um fé til sérstaks átaks við gerð deiliskipulags fyrir borgina í heild í starfsáætlun Borgar- skipulags fyrir árið 1999 hefur verið unnið að endur- skoðun deiliskipulags víða um borgina. Átakið kom í kjölfar áherslubreytinga í skipulagslögum varðandi deiliskipulagsgerð á áramótum 1997-98. Áhersla er lögð á endurskoðun þar sem fyrirspurnir um uppbygg- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.