AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Blaðsíða 30
unnin af fjölmörgum aöilum. Þar er fjallað um umhverf-
ismál, verslun og þjónustu, uppbyggingu og endurbygg-
ingu, skipulag og umferöarmál. Tekið er fram hver ber
ábygð á hverju verkefni og hvenær þau eigi að fram-
kvæma. Verkefnalistinn sýnir þá heildarsýn sem mið-
borgarstjórn hefur og það hlutverk hennar að vera í
senn frumkvöðull og eftirlitsaðili í málefnum miðborgar-
innar þvert á allt borgarkerfið.
Á undanförnum árum hafa orðið verulegar breytingar
í miðborginni til hins betra. Götur hafa verið endurgerð-
ar, hús fegruð, umhverfi Tjarnarinnar hreinsað og fegr-
að og sérstök áhersla er á að hreinsa og snyrta mið-
borgina og eru götur víðast hreinsaðar daglega stærst-
an hluta ársins. Menningarstofnanir hafaflutt í miðborg-
ina og sést á fjölda þeirra sem sækja Borgarbókasafnið
í Grófarhúsinu að fólk kann að meta það sem þar er að
sækja. Fjölmargar hátíðir og listviðburðir eru í miðborg-
inni og ferðamenn sem koma til Reykjavíkur koma nær
undantekningarlaust í miðborgina og sóst er eftir að fá
að búa í og við miðborgina. Sú neikvæða umfjöllun sem
einkenndi umræðuna um miðborgina hefur breyst til
hins betra.
Viðbrögð annars staðar
Eins og áður sagði hafa miðborgir átt undir högg að
sækja með breytingum á hlutverki þeirra. Á Bretlandi
hefur verið tekið á vanda miðborga með ýmsum hætti.
Víðast hefur verið komið upp miðborgarstjórnum sem
samstarfsvettvangi borgaryfirvalda og hagsmunaaðila. í
flestum tilvikum koma hagsmunaaðilar af miklum krafti
að þessum stjórnum og leggja verulegt fé til starfsem-
innar.
Ríkisstjórn Bretlands hefur einnig markað stefnu í
málefnum miðborga. í stefnu hennar í skipulagsmálum
(National Planning Policy Guideline) kemur áhersla á
mikilvægi miðborga fram í sérstökum kafla (NPPG 8
revised 1998). Þar er lögð áhersla á að við alla skipu-
lagningu séu hagsmunir miðborga sérstaklega hafðir í
huga. Er þar bæði átt við miðbæi (centre) borga og hér-
aða (district centre). Til að styðja þessa stefnu ríkis-
stjórnarinnar skulu skipulagsyfirvöld innleiða forgangs-
röðun sem setur miðborgir í öndvegi. Ef sýnt hefur verið
fram á að byggja þurfi upp viðbótarverslun á svæðinu
þarf fyrst að finna leið til að sú uppbygging geti verið á
miðborgarsvæði. Ef því verður ekki við komið er leitað
að svæði á jöðrum miðborgar og aðeins ef það tekst
ekki er fyrst hægt að leyfa uppbyggingu utan miðborg-
arsvæðis. Jafnvel þótt uppbyggingaraðili (developers)
geti, eftir þennan feril, sýnt fram á þörf á uppbyggingu
utan miðborgar verður hann að sýna fram á að upp-
28