AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Blaðsíða 29
CITY CENTRE DISTRICT COUNCIL - ROLE AND POSITION
Miðborgarstjórn -
hlutverk og staða
V A iðborgarstjórn var * ■v, ^ . >
\ / sett á laggirnar í \
\ / upphafi árs 1999.
\ / Það var gert að
\ / tillögu breska ráð-
V gjafarfyrirtækisins
Bernard Engle Architects and Planners
sem voru fengnir til þess að vinna að
sérstakri þróunaráætlun um miðborgina.
Hópur hagsmunaaðila í miðborginni og
embættismanna borgarinnar vann tillög-
ur að því hvernig miðborgarstjórn skyldi
skipuð og varð niðurstaðan sú að borg-
arstjóri yrði formaður og auk þess sætu í
henni tveir fulltrúar Reykjavíkurborgar og
þrír utan borgarkerfisins. Þegar miðborg-
arstjórn var komið á fót var ákveðið að
hún skyldi starfa í tvö ár. Borgarráð
samþykkti í maí 2000 að framlengja starfstíma
miðborgarstjórnar til loka kjörtímabilsins eða fram í júní
2002. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um á hvaða hátt
haldið verður á málefnum miðborgarinnar eftir þann
tíma, hvort t.d. miðborgarstjórn starfi áfram með sama
hætti og undanfarin ár eða hvort breytingar verða
gerðar á nýju kjörtímabili.
Hlutverh
Miðborg Reykjavíkur átti til skamms tíma undir högg
að sækja og má m.a. rekja það til uppbyggingar
verslunarkjarna sem lágu betur að íbúðahverfum en
miðborgin. Margar verslanir í miðborginni gáfust upp og
hnignunar varð vart á mögum sviðum. Eitt erfiðasta
tímabilið var í lok níunda áratugar síðustu aldar um það
leyti þegar Kringlan opnaði. Þótt það sé lítil huggun
harmi gegn þá þjáðust miðborgir í löndum bæði austan
hafs og vestan af sams konar tilvistarkreppu og
miðborg Reykjavíkur gerði. Þróunaráætlun miðborgar
og framkvæmdum í kjölfar hennar er m.a. ætlað að
snúa þeirri þróun við.
Miðborgarstjórn og framkvæmdastjóra miðborgar er
ætlað að hafa frumkvæði að ýmsum málum til að efla
miðborg Reykjavíkur og fylgja eftir þróunaráætlun mið-
borgarinnar, samhæfa og bæta þjónustu borgarstofn-
ana á svæðinu. Miðborgarstjórn stendur ekki fyrir fram-
kvæmdum eða rekstri í miðborg Reykjavíkur heldur er
hún farvegur fyrir nýjar hugmyndir, hvati á breytingar og
aðgerðir í miðborginni. Hún er bakhjarl miðborgarinnar
í borgarkerfinu.
Helstu verkefni
Miðborgarstjórn og framkvæmdastjóri miðborgar hafa
unnið að málefnum miðborgar með margvíslegum
hætti. Má þar nefna vinnu með borgarstofnunum að
fjölgun bílastæða, undirbúningi að byggingu bílahúsa,
undirbúningi að endurgerð og lagfæringu gatna, fegrun
og hreinsun, flóðlýsingu húsa, jólalýsingu, endurgerð
húsa og öðrum framkvæmdum. Reglulegt samstarf og
samráð hefur verið haft við Þróunarfélag miðborgarinn-
ar auk þess sem samráð hefur verið haft við aðra hópa
sem starfa innan miðborgarinnar. Kynningarbæklingar
um miðborgina komu út bæði á árinu 2000 og 2001. Á
vegum miðborgarstjórnar var gerð greining á starfsemi
í miðborginni þar sem m.a. kemur fram um hvers konar
starfsemi þar er að ræða, fjöldi starfsmanna, fjöldi fyrir-
tækja, stærð fyrirtækja, fjöldi íbúa og fleira sem að
gagni getur komið við að meta vöxt og viðgang mið-
borgarinnar. Jafnframt er kannað reglulega hve oft fólk
kemur í miðborgina og í hvaða tilgangi.
Allar borgarstofnanir koma með einum eða öðrum
hætti að verkefnum í miðborginni. í verkefnalista sem
fylgir starfsáætlun miðborgarstjórnar eru listuð upp á
fimmta tug verkefna sem lúta af miðborginni og eru
27
KRISTTÍN EINARSDÓTTIR, FRAMKVSTJ. MIÐBORGAR