AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Blaðsíða 87

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Blaðsíða 87
stjórnarmaður og lagði fram nokkurt fé til starfseminnar. Þegar hann veiktist og síðan féll frá hafði fjölskylda hans ekki áhuga á áframhaldandi þátttöku og þannig kom upp sérkennileg staða sem leiddi til þess að Engwall þurfti að láta fyrirtækið af hendi til nýrra eig- enda fyrir eina krónu. Þeir komust hins vegar fljótlega í þrot og nú er fyrirtækið rekið af starfsmönnum og enn nýjum aðilum og framleiðir um tvö hús á mánuði. Þessi hús eru reist úr einingum með vörubílskrana á bygg- ingarstað á þremur til fjórum tímum. Á byggingarsýningu í Sollentuna komst ég í samband við arkitekt Per Wáhlin sem lýsti áhuga á að hanna hús fyrir sjálfan sig úr kerfinu. Hann festi sér lóð í Stock- sund, rétt norðan við miðbæinn í Stokkhólmi og þegar upp var staðið hafði hann teiknað 260 fermetra hús á þremur hæðum með mezzanin-gólfi sem hékk í lausu lofti. Hérþurfti nokkrar burðarþolsfræðilegar æfingar til þess að koma þessu heim og saman og það var gæfa mín að íslenskur byggingarverkfræðingur, Kjartan Guðmundsson, í doktorsnámi hjá mér hafði í prófverk- efni sínu við KTH sökkt sér niður í hönnunarútreikninga fyrir hús úr kerfinu og gat þess vegna leyst þetta verk- efni. Húsið er með TEEG skriðkjallara þar sem útiloft er forhitað og þrýst upp í húsið um loftbil við útveggi þan- nig að húsið er með nokkurs konar sambland af lofthi- tun og gólfhita. Útveggir eru pússaðir að utan, með 200 mm EPS einangrun og gifsklæddir að innan. Þak er með múrhellum, á stállektum að utan, 250 mm EPS einangrun og gifsklætt að innan. í húsinu miðju og í opnum gluggavegg til suðurs er stálgrind. Öll gólf eru með burðarlag úr 115 mm háu bárustáli. Ofan á það koma blikklektur sem gólfklæðning skrúfast í. Neðan á kemur síðan falskt loft. Það markmið sem var sett við hönnun hússins var að engin lífræn efni kæmu inn húsið fyrr en það væri að fullu reist og lokað. Með hituðum skriðkjallara eins og að ofan greinir er líka komið í veg fyrir rakasöfnun í neðsta gólfi og á mótum útveggja og sökkuls en rakaskemmdir í húsum eru tíður vágestur í Svíþjóð. Þetta hús sem nú nefnist Villa Wáhlin vakti mikla athygli á byggingartíma og var tilnefnt til verðlauna sem íbúðarhús ársins 1999 í Sví- þjóð. Samkvæmt fyrstu útfærslu á kerfinu voru byggingar vel einangraðar og burðargeta veggja mikil en hins vegar kom í Ijós að hún varð of takmarkandi í bygginga- hlutum með hliðarálag eins og í þökum og útveggjum undir miklu vindálagi þannig að það þurfti sérstakan milliprófil til styrkingar. Fyrir tveimur árum fann ég nýja lausn með Z-prófílum sem einfalda mjög útfærsluna jafnframt því sem auðveldara er að aðlaga kerfið að mismunandi álagsforsendum. Þessi lausn sem hefur verið notuð í þeim verkefnum sem neðan greinir hefur verið markaðssett undir nafninu CasaBona og er nú einkaleyfisvernduð víða um heim, m.a. á íslandi. Það gekk nokkuð vel að fá sænskt einkaleyfi en þegar kom að því alþjóðlega kom fram einkaleyfisumsókn frá því fyrir stríð þar sem byggingahlutar höfðu verið settir saman með eins konar ketkrókum. Þetta leit svipað út í sniði og kostaði talsverðar bréfaskriftir að vinda ofan af því. Á haustdögum 1998 var ég boðaður til fundar hjá Richard Sjöberg, eiganda Pampas Marina i Solna sem er þjónustuhöfn fyrir smábáta. Eftirspurn eftir húsnæði í Stokkhólmi var þá í hámarki og hann hafði ákveðið að gera slag úr gamalli hugmynd um að byggja fljótandi íbúðarhús og var kominn með teikningar að þeim. Hann vildi hins vegar byggja með aðferðum sem þola ágjöf og erfiðar aðstæður og þetta byggingarkerfi var það sem hann var að leita að. Hann er maður skjótra ákvarðana og hönnunarvinna hófst hið sama kvöld. í byrjun janúar í tíu stiga gaddi var hafist handa við að reisa fyrsta húsið sem síðan var tilbúið til sýningar í lok mars. Fyrstu húsin seldust strax, þúsundir manna komu til þess að skoða og fljótlega varð til 200 manna biðlisti. 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.