AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Blaðsíða 41
Naestu skref - deiliskipulag* einkafram-
kvxmd
Ákveðið hefur verið að sá hluti verkefnisins sem snýr
að byggingu tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar, hótels
og tengdum mannvirkjum verði boðinn út í heild, þ.m.t.
endanleg hönnun mannvirkja og lóðar. Telja má eðlilegt
að unnið verði að deiliskipulagi þar sem verðlaunatillag-
an verði notuð sem útgangspunktur. Virða þarf heildar-
yfirbragð tillögunnar og megineinkenni, t.d. að tónleika-
salurinn verði „hápunktur", útitorg verði miðlægt og að
hið svokallaða „markaðstorg" undir útitorginu verði
aðalinngangur TRH.
Af hálfu borgaryfirvalda hefur verið lýst stuðningi við
að vinningstillagan verði slíkur útgangspunktur. Það er
hins vegar nauðsynlegt að þeim, sem ætlað er að festa
fé í uppbyggingu svæðisins, verði gefinn kostur á að
koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif á
endanlega útfærslu hennar.
Margar þeirra hugmynda sem fram komu í vinnings-
tilögunni eru þess eðlis að þær þarf að þróa áfram og
skerpa í drögum að deiliskipulagi. Þætti eins og göngu-
tengsl við borgarmiðjuna - Geirsgötu, Tryggvagötu,
Hafnarstræti, Lækjartorg og Pósthússtræti - þarf að
útfæra nánar, einnig allt fyrirkomulag á strætis-
vagnamiðstöð. Skilgreina þarf aksturleiðir að svæðinu
og mannvirki, sem leiða umferð í gegnum það, og setja
fram ákveðnari hugmyndir að ýmsum þáttum, t.d. bíla-
stæðum.
Nokkur gagnrýni hefur komið fram á hið hallandi torg
í suður frá TRH, en því er ætlað að mynda einskonar
undirgöng sem tengja TRH við svæðið handan Geirs-
götu. Þessi gagnrýni á rétt á sér. Mörg dæmi eru um
mislukkuð undirgöng af þessu tagi. Hægt er að hugsa
sér þessa hugmynd útfærða með sterkari og ákveðnari
tengingu við Lækjartorg, Laugaveg og Austurstræti,
þannig að til verði samfelld þjónustu- og verslunarheild
frá Hlemmi. í stað „undirganga" kæmi til álita að skapa
hér einskonar vist- og verslunargötu, jafnvel á tveimur
hæðum. Göngutengsl við Sæbraut og strandgöngustig
eru einnig mikilvæg.
Nyrsti hluti lóðarinnar er ætlaður fyrir hafnarstarfsemi
og er húsnæði fyrir hana samtengt TRH. Gera þarf ná-
kvæma þarfagreiningu og forsögn fyrir frekari skipu-
lagsútfærslur, þannig að öllum þörfum sé fullnægt og
góð tenging verði milli hafnarinnar og Sæbrautar.
Þess er að vænta að mögulegir fjárfestar, eða einka-
framkvæmdaraðilar, komi að mótun hugmynda um
uppbyggingu svæðisins þegar tekin hefur verið afstaða
til framangreindra þátta og annarra þátta sem borgar-
yfirvöld hljóta að líta á sem forskrift þess sem á eftir
kemur. Þótt ástæðulaust sé að rígbinda eða njörva allt
niður áður en fjárfestar koma að málinu er Ijóst að upp-
bygging þessa mikilvæga hluta miðborgarinnar verður
að þjóna almennum borgarhagsmunum.
Níðurlag
Það er mikilvægt verkefni að standa þannig að þróun
og skipulagi við Austurhöfnina að besta niðurstaða
fáist. Svæðið er í hjarta miðborgarinnar, höfuðborgar-
innar. Vilji borgar og ríkis stendur til þess að leggja í
verulegar fjárfestingar á svæðinu. Skapa þarf skilyrði til
að einkaaðilar telji fýsilegt að leggja þar í fjárfestingar
og rekstur sem er til þess fallinn að styrkja atvinnu- og
menningarlíf miðborgarinnar. Þær ákvarðanir sem nú
verða teknar eru afdrifaríkar; ef vel tekst til styrkist og
eflist mannlíf í miðborginni, ef ekki er næsta víst að
erfitt getur reynst að tryggja að miðborg höfuðborgar-
innar haldi sínu eða eflist í samkeppninni um fé og fólk.
Sú samkeppni tekur á sig æ alþjóðlegri blæ.
Með því, hvernig staðið hefur verið að undirbúningi
skipulagsákvarðana, hafa borg og ríki sýnt framsýni og
allt hefur verið gert til að kalla fram bestu hugsanlegu
tillögur og vanda til mats á þeim. Nú hefst nýr áfangi.
■
HARBOUR AREAS AND CENTRAL
CITIES
A common aspect to the growth and development of
many cities is easy access to shipping routes and
sound, natural harbours. Many cities owe their devel-
opment directly to this lifeline, the sea. Now, as
changes in employment, transportation and fishing, as
well as general social changes, attribute to a recent
decline in traditional harbour activities, many countries
have found a new role for the harbour.
Besides being situated near central cities, harbours
possess many assets that attract people and make for
interesting redevelopment possibilities. Harbour areas
were a centre for business and trade where sharp
social and cultural opposites met - wealth and poverty,
innovation and decline. It is possible that all these
aspects, location, history and charm have been influ-
ential in the emphasis put on the redevelopment of the
harbour areas and the location there of activities con-
nected to culture, art and entertainment, near the sea.
In many instances, harbour areas have again become
a focus for many activities.
In Reykjavík, many people have pointed out the lack
of contact between the Old Centre of Reykjavík and the
harbour. The activities on Miðbakki and Austurhöfn
have not been connected to the daily activities of resi-
dents. During the summer, some luxury liners have
39