AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 15
hefur komið að ýmsum öðrum verkefnum hér á landi. Varðandi fjármál, samstarf og félagslega þáttinn kallaði hann til Jim Morrisey sem hefur sérhæft sig á þessu sviði. Á Borgarskipulagi áttu Hafdís Hafliðadóttir hverfis- stjóri miðborgar og núverandi skipulagsstjóri í Hafnar- firði og Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir deildarstjóri drjúgan þátt og frumkvæði að áætluninni og stjórnuðu sam- starfinu við ráðgjafa og fulltrúa hagsmunaaðila í upphafi. Það kom síðan í hlut Önnu Margrétar Guðjónsdóttur núverandi menningarfulltrúa Reykja- víkurborgar að reka smiðshöggið á verkefnið sem verkefnisstjóri og halda utan um stýrihópa og sjá um útgáfuna. Á þessu lokastigi reyndi mjög á samstarf við Skipulagsstofnun og á túlkun lagabókstafa með lögfræðingum. Að verkinu komu á síðara stigi Jóhannes Kjarval hverfisstjóri miðborgar, Helga Bragadóttir deildarstjóri deiliskipulags og núverandi skipulagsfulltrúi borgarinn- ar ásamt sínum hverfisstjórum og einnig ívar Pálsson lögfræðingur stofnunarinnar. Allan vinnslutímann voru hin ýmsu stig kynnt í skipu- lags- og umferðarnefnd sem nú er skipulags- og bygg- ingarnefnd og fyrir borgarbúum með kynningarbæklingi og lausum blöðum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arfulltrúi sem situr í borgarráði, skipulags- og bygging- arnefnd og miðborgarstjórn leiddi starf- shópinn við lokavinnslu og útgáfu. Markmið þróunaráætlunar lúta í meginatrið- um að þremur þáttum, þ.e. efnahagslegum vexti og uppbyggingu, félagslegum og sam- félagslegum þörfum og bættu umhverfi. Með þróunaráætlun og þeim breytingum sem hún hefur í för með sér er jafnframt verið: ■ Að skapa grundvöll að lýðræðislegri þátt- töku í lögformlegri stjórnun uppbyggingar. ■ Að skapa grundvöll að samræmingu og jafnræði í uppbyggingu og landnotkun. ■ Að leggja grunn að áætlun um eftirlit með framkvæmd skipulags og sískoðun á því. Þróunaráætlun fjallar um það svæði sem er kallað miðborgarsvæði, þ.e. miðborgin og áhrifasvæði hennar. Svæðið afmarkast af Höfðatúni, Lönguhlíð, Hringbraut, Ljósvalla- götu, Hofsvallagötu, Ægisgötu, Tryggvagötu og Sæbraut. Það má líta á þróunaráætlunina sem for- sögn og stefnumörkun borgaryfirvalda við gerð deiliskipulags og nýtist ýmislegt úr þróunaráætluninni og þá ekki síst sjálf grund- vallarhugmyndin við deiliskipulagsgerð al- mennt í borginni og einnig sem fyrirmynd fyrir aðra. Þróunaráætlunin er gefin út í safnmöppu með 7 heftum ásamt áttunda hefti sem er samantekt um verkefnið. Heftin hafa sameiginlega yfirskrift: Þróunaráætlun miðborgar, ný leið til uppbyggingar og framfara. Þróunaráætlunin í heild lá fyrir samþykkt af borgar- yfirvöldum í upphafi árs 2001. Þegar hefur reynt á hana við mat á umsóknum og bæði miðborgarstjórn og skipulagssjóður eru tæki sem nú nýtast vel eins og bent var á við vinnu áætlunarinnar. Þróunaráætlunin er forgönguverkefni og nú ríður á að fylgjast náið með þegar fram koma ábendingar og athugasemdir og endurskoða hana, þátt fyrir þátt, eins og stefnt var að. Deiliskipulag Deiliskipulagsgerð er lögboðin aðferð til að stýra upp- byggingu og þróun í borginni á markvissan hátt m.t.t. hagsmuna heildarinnar. Deiliskipulag er unnið á grund- velli aðalskipulags og þróunaráætlunar. í framhaldi af ósk um fé til sérstaks átaks við gerð deiliskipulags fyrir borgina í heild í starfsáætlun Borgar- skipulags fyrir árið 1999 hefur verið unnið að endur- skoðun deiliskipulags víða um borgina. Átakið kom í kjölfar áherslubreytinga í skipulagslögum varðandi deiliskipulagsgerð á áramótum 1997-98. Áhersla er lögð á endurskoðun þar sem fyrirspurnir um uppbygg- 13

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.