AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Page 12
ÞEMA / THEME
IBUÐIR I KJOLFAR
MÓDERNISMANS
Ola Nylander, arkitekt SAR, MSA, PhD
Riff Raff, grunnmynd / plan
Grunnmynd, Riff Raff byggingin í Zúrich. Arkitektar Meili og Peter með Staufer & Haslers. Herbergi
eru tengd eftiröxli, hvert við annað. Sjónlína er úr anddyri eftir allri fbúðinni. Fon/itni - hvernig litur
herbergið út sem er fjærst á öxlinum? / Floorplan, Riff Raff building, inZurich. The architectural
firm Meili and Peter with Staufer & Haslers. Rooms are axially connected with each other. The line
of sight runs from the hall along the entire buiiding. Curiosity - what does the room furthest away
along the axis look like?
Nútíma íbúðir þurfa að vera eitthvað
annað og meira en tæki til að búa í.
Nútíma íbúðir þurfa að hafa eitthvað
meira til að bera en að fullnægja
ákvæðum í byggingarreglugerð og
að þar sé notuð ný tækni. Það er
ekki það sama að koma til móts
við þarfir iðnverkafólks fyrir hvíld og
hreinlæti og að fullnægja þörfum
þeirra sem vinna í þekkingariðnaði
fyrir hvatningu og ímyndir. Nútíma
hönnun íbúðarhúsnæðis þarf að við-
urkenna þessar þarfir samtímans og
búa til umhverfi sem virkar hvetjandi
á hugmyndaflug og ímyndir.
Nútíma byggingarlist er hluti af
upplifunariðnaðinum. Nútíma heimili
þurfa að hafa til að bera það sem
ávannst með módernismanum, þ.e.
betri loftræstingu, dagsljós, gott
skipulag athafna og nútíma tækj-
abúnað, en einnig bjóða upp á vel
hugsaða og allt að því sviðsetta ark-
itektóniska upplifun.
Nútíma íbúðir þurfa að bjóða upp
á fjölbreytta upplifun eins og t.d.
öxulmyndun eða sjónlínu sem nær í
gegnum íbúðina og auðveldar fólki
að skynja íbúðina, möguleika á því
að ganga í hring og ákveðin þrep í
skynjun, kontrasta milli opinna og
lokaðra rýma, vel hönnuð deili, við-
eigandi efnisval og meðhöndlun
á dagsljósi, almennum rýmum og
marka milli rýma innanhúss og utan.
Þessi atriði eru mjög mikilvæg
í íbúðum á núverandi tímaskeiði í
kjölfar módernismans. Þessi atriði
eru öxulmyndun, hreyfing og rými til
almennra nota.
Eitt þeirra atriða sem eru mjög
mikilvæg í nútíma íbúðum er öxul-
myndun. Öxullinn tengir saman
nauðsynlega hluta íbúðarinnar.
Öxullinn tengir saman ákveðin rými
og myndar ákveðna keðju af her-
bergjum. Það gefur íbúðum ákveðin
gæði að geta séð inn í eitt eða
fleiri herbergi frá ákveðnu rými.
Heildarrýmisáhrifin eru mynduð með
mismunandi lýsingu, stærðum og
innihaldi. Rýmin og mismunandi
stærð þeirra, staðsetning og litir
mynda heildaráhrifin. Þannig er
margskonar upplifun mynduð.
Annað atriðið sem er mjög mikil-
vægt í nútíma íbúðum er hreyfing
gegnum íbúðina. Hreyfing fólks
gegnum íbúðina eftir öxlinum tíma-
setur upplifunina, framtíðina, núið
og fortíðina. Núið - upplifun á raun-
veruleikanum - á sér stað þegar
við upplifum það sem við höfðum
haldið þegar við gengum inn í
upphaf öxulsins. Þetta er nokkurs
konar aha! - tilfinning. Efnisleg og
sjónræn áhrif eru geymd og verða
hluti af heildaráhrifunum, minning-
unum, fortíðinni sem við geymum
í hugum okkar. Öxulmyndun og
hreyfing eru áhrifamikil atriði við að
skynja listræna hlið byggingarlistar
- og jafnframt leið til að snerta þann
sem skynjar byggingarlist á mjög
djúpan og náinn hátt. Skipulag rýmis
í nútíma íbúðum er grundvallað á
hringferli. íbúarnir geta gengið úr
herbergi í herbergi. Þetta fyrirkomu-
lag gefur tilfinningu fyrir miklu rými,
jafnvel í litlum íbúðum. Þannig hreyf-
ing um íbúðir er forsenda fyrir því
að hægt sé að upplifa arkitektúrinn í
heild. Hreyfing í gegnum mörg sam-
tengd herbergi styrkir þessi áhrif.
Rými til almennra nota er þriðja
atriðið í nútíma íbúðum. Samkvæmt
hefð módernismans var hvert her-
bergi klefi eða blindgata sem hafði
sérstaka, ákveðna notkun. í nútíma
íbúðum - eftir módernismann
- ákveða íbúarnir sjálfir til hvers á
að nota herbergin i íbúðinni. Almenn
rými bjóða upp á sveigjanleika í
notkun. Möguleiki á því að ákveða
notkun mismunandi herbergja
gefur íbúðum mjög mikið gildi, þar
sem arkitekt eða eigandi hefur ekki
ákveðið að neitt herbergi skuli vera
svefnherbergi vegna stærðar, efn-
isvals eða innréttinga. Breytileiki
gefur íbúðum líka mjög langan líf-
tíma. Hægt er að komast inn í þetta
almenna rými úr mörgum áttum og
það gefur íbúum því mjög margar
leiðir milli herbergja.
Sumir arkitektar eru nú þegar
farnir að hanna íbúðir með þessi
markmið að leiðarljósi. Um þetta
eru mörg áhugaverð dæmi sem
hægt er að læra af. Meðfylgjandi
myndir sýna nokkur alþjóðleg dæmi
um nútíma íbúðir þar sem boðið
er upp á fjölbreytta arkitektóniska
upplifun. Það virðist Ijóst að góðar
framtíðar íbúðir verða hannaðar
með því að gera sér grein fyrir mikil-
vægi byggingarlistar og þeim dram-
atísku hughrifum sem hún hefur
fram að færa. ■
1 2 avs