AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Side 39

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Side 39
eru þeim mun meiri verður efnis- kostnaðurinn. Sama máli gegnir um vinnu byggingarmanna. Opinberir aðilar hafa í áratugi verið að auka kröfur. Margir sérfræðingar telja að hús séu orðin óhóflega efnism- ikil og dýr. Byggingarstjóri Háskóla íslands hefur lýst þeirri skoðun að með því að endurskoða byggingar- reglugerðina megi lækka byggingar- kostnað um 15% og prófessor við verkfræðideild HÍ tjáði greinarhöfundi að hugsanlega væru íslensk hús allt að 20% of efnismikil. Enn eru menn að auka kröfurnar og bygg- ingarkostnaður hækkar. í Danmörku hefur verið svipuð þróun en Danir hafa séð að sér og eru nú að endur- skoða byggingarstaðla með það fyrir augum að lækka byggingarkostnað. Samkostnaður Samkostnaður er til dæmis hönnun, eftirlit, verkstjórn og stjórnun bygg- ingarfyrirtækja. Þessi kostnaður er alltaf að hækka vegna þess að byggingaryfirvöld leggja stöðugt fleiri verk á hönnuði og framkvæmd- aaðila. Samkostnaður er nú mun hærri en fyrir aldarfjórðungi. Störf arkitekta, verkfræðinga og annarra tæknimanna verða sífellt tímafrek- ari. Sama máli gegnir um stjórnun byggingarfyrirtækja og verkstjórn á byggingarstað. Þá er ótalið að samskipti við byggingaryfirvöld taka stöðugt meiri tíma. Þetta eykur kost- nað og lengir byggingartíma svo að fjármagnskostnaður vex einnig. Afgreiðslutimi gagna hjá bygging- aryfirvöldum er oft óhóflega langur og kostnaðarsamur. Til þess að útskýra hvernig sífellt nýjar kröfur hækka byggingarkostnað má nefna útreikninga á stærðum húsnæðis. Byggingaryfirvöld lögðu nýlega þá kvöð á húsbyggjendur að þeir skil- uðu svonefndri skráningartöflu með uppdráttum af hverju húsi. í töfluna ber að færa fjölmargar stærðir sem hönnuðir verða að reikna. Þegar allt er gert upp þarf hönnuður að reikna nálægt 25 rúmmáls- og flatarmáls- stærðir fyrir hverja íbúð. Reikna þarf flatarmál samkvæmt 8 ólíkum skil- greiningum! Reikna verður auk ann- ars flatarmál á útitröppum og glugg- aopum á útveggjum. Kostnaðurinn sem af þessu hlýst hækkar að sjálfsögðu hönnunarkostnað ásamt öðrum áþekkum kvöðum sem stöð- ugt verða til. íþyngjandi eftirlit Samskipti við byggingaryfirvöld taka alltaf aukinn tíma og eru bygg- ingaraðilum dýr. Fyrir húsbyggj- endur er mikilvægt að afgreiðsla gangi fljótt, reglur séu skýrar og ekki flóknari en nauðsyn krefur. Starfsemi byggingareftirlits þarf að taka tillit til byggingaraðila eigi að halda niðri byggingarkostnaði. íþyngjandi sérreglur eru hins vegar í gangi og mörg dæmi má nefna um reglur sem aðeins valda töfum og kostnaði. Þetta má útskýra með litlu dæmi um afgreiðslu eignaskiptayfir- lýsinga. Byggingarfulltrúi fer yfir atriði í þessum skjölum og fæst þeim ekki þinglýst nema staðfesting hans liggi fyrir. í Reykjavík fást ekki eignaskipt- ayfirlýsingar samþykktar nema þeim fylgi litaðar teikningar af viðkomandi húsi. Allt rými skal auðkenna með lit og sameign vera gul. Þinglýstar eignaskiptayfirlýsingar eru varðveittar hjá sýslumanni. Þeir sem lesa þær fá afhent venjuleg Ijósrit. Á þeim sjást auðvitað engir litir og gular línur hverfa. Svona kröfur gera samskipti við byggingaryfirvöld stirð og flókin, lengja afgreiðslutíma og hækka rek- strarkostnað þeirra sem skipta við embættið. Allt veldur þetta hækkun byggingarkostnaðar. ■ avs 39

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.