AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Blaðsíða 44

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Blaðsíða 44
Skattar og skipulag Siguröur Ármann Snævarr borgarhagfræðingur Grundvöllur hagfræðinnar er frjálst val neytanda. Hagfræðin byggir á því að neytandinn leiti ætíð leiða til þess að hámark nyt sín (e. uti- lity) að gefnum tekjum eða eignum. Þessi einfalda sýn er sem rauður þráður í margvíslegum viðfangs- efnum hagfræðinnar. Henni má með árangri beita á greiningu skatta- mála og sömuleiðis á skipulagsmál. Hagfræðingar hafa látið skipulags- mál nokkuð til sín taka og má benda á, að í Bandaríkjunum eru hag- fræðingar jafnan í teymum er vinna að skipulagsmálum. Benda má á rafrænt tímarit Planning and Markets http://www-pam.usc.edu/ þar sem mætast hagfræðingar og skipulags- fræðingar. Hagrænir þættir hafa mikil áhrif á búestu og ásýnd borga. Frægt dæmi er, að árið 1784 lagði William Pitt yngri, þá fjármálaráð- herra Bretlands, á sérstakan skatt á glugga. Eigendum húsa sem voru með 10 glugga, var gert að greiða sex skildinga og eigendur 20 glugga húsa skyldu greiða 20. Afleiðing þessarar skattheimtu var vitaskuld sú, að húseigendur létu múra fyrir glugga í húsum sínum. Tekjur af þessum skatti urðu litlar en eftir stóð að dagsljós varð hörgulvara í húsa- kynnum Breta um nokkurt skeið. Oftsinnis er reynt að beita skött- um beinlínis til að hafa áhrif á neyslu. Samgöngur geta haft áhrif á þéttleika byggðar. Þessu gerði dr. Benjamfn H.J. Eiríksson, hagfræð- ingur sér góða grein fyrir. í efnahags- tillögum hans og Ólafs Björnssonar prófessors, sem lagðar voru fram í mars 1950, var lagt til að hækka bensíngjald m.a. til að sporna gegn dreifingu byggðar. En þess má geta að Hlíðarhverfið var að byggjast um þær mundir. Bifreiðar og bensín voru um áratugaskeið ein helsta uppspretta skatttekna ríkissjóðs. Árið 1986 var söðlað um. Til þess að liðka fyrir gerð kjarasamninga í febrúar það ár, ákvað ríkisstjórnin að lækka tolla á bifreiðar. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa og bifreiða- eign landsmanna jókst skyndilega. Og bensínknúin byggðin þandist upp til fjalla. íbúðabyggingar á íslandi hafa mjög mótast af ýmsum lánaregl- um opinberra húsnæðislánasjóða. Þessar reglur voru settar til að skammta því litla fjármagni sem til reiðu var til íbúðabygginga, en líka til þess að snúa á verðbólgudraug- inn. Einn þáttur í þessu var að setja reglur um hámarksstærð íbúða, sem lánað var út á. Framhjá þessu mátti auðveldlega stýra með því að byggja neðri hæð með lægri loft- hæð. Fáir muna eftir þessum efna- hagsaðgerðum og engum sögum fer af þenslueyðandi virkni þeirra. En minnisvarðinn er steyptur í stein og getur að líta í mörgum húsum sem byggð voru á þessum tíma, t.d. í Seljahverfinu í Reykjavík, þar sem lofthæð neðri hæða húsa er jafnan lítil. Aðkrepptir húsbyggjendur voru ekki bara að fara á svig við reglugerðir gegn þenslu, heldur líka að spara gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld í Reykjavík voru miðuð við rúmmetra allt til ársins 1997. Viðmiðun við rúmmetra má líta á sem skattlagningu á lofthæð, eins og skattur William Pitt yngri var skattur á dagsljós. Því má ekki gleyma að gatnagerðagjöld eru ekki skattur, heldur gjald fyrir þjónustu. í því felst að tekjun af gjaldinu er ætlað að standa undir útgjöldum borgarinnar við að „undirbyggja götur með tilheyrandi lögnum, við lagningu bundins slitlags og gang- stétta, gerð umferðareyja, gangstíga og opinna svæða.” Fjár til viðhalds er hins vegar aflað með almennum sköttum. Rétt er að skoða nánar ástæður þess að gatnagerðagj- öld eru innheimt af nýbyggingum fremur en með almennum sköttum. Meginhugsun er sú að gjaldtaka fyrir þjónustu sé vænlegri kostur en skattlagning, þegar auðvelt er að tengja þjónustu við einstaka neyt- endur. Reykjavíkurborg er stór landeig- andi og innheimtir lóðaleigu af fjölda lóða. Land er verðmæti og sker sig frá venjulegum vörum á ýmsan hátt sem hagfræðingar hafa fjallað um öldum saman. Landrými er af náttú- runnar hendi takmarkað og það sem meira er það er ekki hægt að auka framboð þess. Fast framboð lands hefur í för með sér að skattlagning hefur ekki áhrif á framboð þess, sem hins vegar er raunin t.d. við álagn- ingu skatta á launatekjur. Þetta hefur líka í för með sér að verð á landi ræðst alfarið af eftirspurn. Þótt land sé í föstu framboði er land mismun- andi og má nýta til ýmissa hluta. Framboð lands undir íbúðabygging- ar er og vitaskuld háð skipulagsyfir- völdum og lögum er um það fjalla. Hagfræðin fjallar um hin tak- mörkuðu gæði lífsins. Svar hennar er nánast alltaf það, að hagkvæmast og að nokkru réttlátast sé að deila þessum gæðum með hjálp markaðs- afla. Við úthlutun lóða undir íbúðir hafa ýmsar reglur verið notaðar í Reykjavík. Allt frá því að „gæðing- um” sjórnmálaflokka hafi verið í for- gangi fram yfir aðra, eða punktakerfi notað til að meta ,,þörf” manna og til þess að selja lóðir hæstbjóðend- um. Hliðstæður við þessar reglur er auðvelt að finna. Þjóðarbúskapur 44 avs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.