AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Síða 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Síða 50
Stálgrindahús án stálgrindar og einingahús án eininga- verksmiðju Óli Jóhann Ásmundsson, arkitekt og hönnuöur Algengt er að stálgrindahús séu klædd með tiltölulega þunnu bárust- áli eða stallastáli, oft 0,6 mm. Með því að þykkja stálið og stækka stall- ana getur stallastálplata breyst úr því að vera utanhússklæðning í að vera berandi byggingareining. Þessi byggingareining er óvenju fjölhæf því hún getur þjónað sem gólfeining, útveggjaeining og sem þakeining; sem sagt, stálgrindin verður óþörf. Flest einingahús eru byggð úr einingum sem framleiddar eru í verksmiðjum sem eru sérhannaðar til að framleiða viðeigandi einingar. Einingaframleiðslan þarf því að bera stofnkostnað einingaverksmiðjunnar. Þegar um er að ræða framleiðslu eininga úr stallastáli þarf ekki að reisa verksmiðju á íslandi til þess því að fjjöldi verksmiðja starfar nú erlendis sem framleiða stallastál sem byggingarefni þar sem menn geta pantað stál af rúllu upp í 1,5 mm þykkt og fengið það stallað upp í 20 cm háa stalla. Þá er hægt að fá stálið málað í mismunandi litum og í þeim lengdum sem maður óskar sér. LÝSING Húsið er byggt úr stallastáli, steinull og gifsi. Allt eru þetta margreynd byggingarefni sem áratuga reynsla er fyrir og auk þess ólífræn og óbrennanleg efni. Við samsetningu stáls í stál og gifs í stál eru notaðar sjálfborandi skrúfur en múrboltar þegar um er að ræða stál í múr. Undirstöður geta verið hvort sem er dregarar á súlum, eins og algengt er við smíði sumarhúsa, eða steyptir sökklar. í fyrra tilvikinu eru gólfeining- arnar skrúfaðar niður á dregarana en standandi útveggjaeiningarnar tengjast gólfeiningunum með sér- beygðum kantprófil. Þegar steyptir eru sökklar skrúfast útveggjaeinin- garnar beint í sökkulinn. Gólfeiningin hvílir á sökklinum og býður upp á möguleika á skriðrými. Útveggurinn er myndaður úr útveggjaeiningu (stallastáli), venjuleg- ri milliveggjagrind úr blikki og steinull sem klemmist á milli þeirra. Hægt er að stjórna þykkt einangrunar með staðsetningu milliveggjagrindarinnar. Þakeiningin tengist útveggjaeining- unni með sérbeygðuðm kantprófíl. Útveggir eru klæddir rakavarnarlagi og gifsplötum að innan og milliveggir eru gerðir úr blikkgrind sem klædd er gifsplötum (e. dry wall). KOSTIR 1) Húsið er einfalt í uppbyggingu. 2) Byggingarefni eru margreynd. 3) Byggingarefnin eru óbrennanleg. 50 avs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.