AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Page 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Page 50
Stálgrindahús án stálgrindar og einingahús án eininga- verksmiðju Óli Jóhann Ásmundsson, arkitekt og hönnuöur Algengt er að stálgrindahús séu klædd með tiltölulega þunnu bárust- áli eða stallastáli, oft 0,6 mm. Með því að þykkja stálið og stækka stall- ana getur stallastálplata breyst úr því að vera utanhússklæðning í að vera berandi byggingareining. Þessi byggingareining er óvenju fjölhæf því hún getur þjónað sem gólfeining, útveggjaeining og sem þakeining; sem sagt, stálgrindin verður óþörf. Flest einingahús eru byggð úr einingum sem framleiddar eru í verksmiðjum sem eru sérhannaðar til að framleiða viðeigandi einingar. Einingaframleiðslan þarf því að bera stofnkostnað einingaverksmiðjunnar. Þegar um er að ræða framleiðslu eininga úr stallastáli þarf ekki að reisa verksmiðju á íslandi til þess því að fjjöldi verksmiðja starfar nú erlendis sem framleiða stallastál sem byggingarefni þar sem menn geta pantað stál af rúllu upp í 1,5 mm þykkt og fengið það stallað upp í 20 cm háa stalla. Þá er hægt að fá stálið málað í mismunandi litum og í þeim lengdum sem maður óskar sér. LÝSING Húsið er byggt úr stallastáli, steinull og gifsi. Allt eru þetta margreynd byggingarefni sem áratuga reynsla er fyrir og auk þess ólífræn og óbrennanleg efni. Við samsetningu stáls í stál og gifs í stál eru notaðar sjálfborandi skrúfur en múrboltar þegar um er að ræða stál í múr. Undirstöður geta verið hvort sem er dregarar á súlum, eins og algengt er við smíði sumarhúsa, eða steyptir sökklar. í fyrra tilvikinu eru gólfeining- arnar skrúfaðar niður á dregarana en standandi útveggjaeiningarnar tengjast gólfeiningunum með sér- beygðum kantprófil. Þegar steyptir eru sökklar skrúfast útveggjaeinin- garnar beint í sökkulinn. Gólfeiningin hvílir á sökklinum og býður upp á möguleika á skriðrými. Útveggurinn er myndaður úr útveggjaeiningu (stallastáli), venjuleg- ri milliveggjagrind úr blikki og steinull sem klemmist á milli þeirra. Hægt er að stjórna þykkt einangrunar með staðsetningu milliveggjagrindarinnar. Þakeiningin tengist útveggjaeining- unni með sérbeygðuðm kantprófíl. Útveggir eru klæddir rakavarnarlagi og gifsplötum að innan og milliveggir eru gerðir úr blikkgrind sem klædd er gifsplötum (e. dry wall). KOSTIR 1) Húsið er einfalt í uppbyggingu. 2) Byggingarefni eru margreynd. 3) Byggingarefnin eru óbrennanleg. 50 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.