AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Blaðsíða 51

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Blaðsíða 51
4) Þegar uppsetningu eininga er lokið er húsið tilbúið að utan. 5) Útveggir eru stillanlegir með hlið- sjón af einangrunarþykkt. 6) Möguleiki er á að byggja hús hærri en einnar hæðar. 7) Möguleiki er á ódýru skriðrými undir neðsta gólfi. 8) Unnt er að mynda bogadregna útveggi í láréttu plani. BYGGINGAR- KOSTNAÐUR Jón Eiríksson, byggingarmeistari, sem smíðað hefur fjölda timburhúsa, gerði eftarfarandi kostnaðarsaman- burð 04.03. 2002: „Tekinn er saman byggingar- kostnaður á stálhúsi annars vegar og timburhúsi hins vegar. Innifalið í kostnaðaráætluninni er 120 m2 hús, fullbúið að utan með glerjuðum gluggum og að innan er það fullein- angrað með rakavarnarlagi og gólf- plötum. Ekki er tekið tillit til sökkuls sem er eins í báðum tilvikum. Timburhúsið leggur sig á kr. 5,400,000 en stálhúsið á kr. 3,820,000.“ í framangreindum verðsamanburði á timburhúsi og stálhúsi kemur fram að þegar húsið er tilbúið að utan og tilbúið til klæðningar að innan er húsið um það bil hálfnað. Þetta þýðir að sú hagræðing sem felst í stálhúsinu fer öll fram á fyrri helmingi byggingar hússins. í samanburðinum kemur fram að fyrri helmingur stál- hússins er um 30% ódýrari en fyrri helmingur timburhússins. Stálhúsið er því um 15% ódýrara en timbur- húsið. REYNSLAN Fyrir tveimur árum var fyrsta húsið af þeirri gerð sem lýst er hér að framan byggt að Tjörn á Skaga og má segja að beðið hafi verið með framhaldið á meðan séð væri hvernig því reiddi af. Vegna góðrar reynslu er nú svo komið að eitt hús sem ætlunin er að reisa á höfuðborgarsvæðinu er á teikniborðinu. ■ Tjörn þann 15. ágúst 2004 1. Ástæða þess að valið var stálhús frekar en timburhús var fyrst og fremst að stálhúsið var mun ódýrara en timburhúsið og fljótlegra í uppsetningu. Einn stærsti kostur þess var einnig að stálhúsið er óbrennanlegt. í okkar tilfelli er vatn af skornum skammti og slökkvilið staðsett í 25 km fjarlægð. 2. Hafist var handa við að reisa húsið 18. júní 2002 og flutt inn í það fullklárað og frágengið 12. september sama ár. Var aldrei á bygg- ingarstigi unnin yfirvinna. Smiðir voru oftast tveir eða þrír í senn að vinna. 3. Húsið er einangrað með steinull í hólf og gólf og kynt með raf- magnsþilofnum. í húsinu er jafn og góður hiti og kyndingarkostnaður í lágmarki. 4. Húsið er vel hljóðeinangrað, bæði umferðarhljóð og veðurhljóð heyr- ast alveg í lágmarki. 5. Sprungur innanhúss eru ekki teljandi og til að finna þær þarf að leita mjög vandlega. 6. Þann 14. janúar 2004 gerði mikið ofsaveður hér, þar sem vindur fór upp í 35-40 metra á sekúndu. Þessa veðurs varð ekki meira vart hér innandyra heldur en í steinhúsi. Það var varla að maður fyndi titring og veðurhljóð var mjög lítið. 7. í þau tæpu tvö ár sem við höfum búið í þessu húsi hefur það reynst í alla staði afar vel og engin atvik komið upp sem óvænt geta talist. Miðað við þá reynslu þykir manni full ástæða tii að byggja fleiri svona hús þar sem þau eru bæði ódýr og virðast mjög traust. Vonar maður að fleiri beri gæfu til að byggja samskonar hús. Með bestu kveðju, Baldvin Sveinsson" Unnsögn eiganda og íbúa stálhússins að Tjörn á Skaga avs 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.