AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Síða 56

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2004, Síða 56
Erum við í hönnun Halla Haraldsdóttir Hamar, arkitekt Á undanförnum árum hefur velmeg- un aukist í þjóðfélagínu sem hefur m.a. stuðlað að þenslu á íslenskum íþúðarhúsamarkaði. Góð byggingar- á réttri leið íbúðarhúsnæðis? list sést víða, en jafnframt er áber- andi hversu oft er gripið til ódýrra lausna í hönnun íbúðarhúsnæðis - en hvers vegna? Það má segja að áður fyrr hafi menntun arkitekta verið meira metin - í þeim skilningi að fáir arkitektar voru starfandi á markaðnum. Staða þeirra var sterk og þeir gátu einblínt á arðbær verkefni og þá helst fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Að sama skaþi forðaðist almenningur að kaupa arkitektaþjónustu því það var ákveðin hræðsla gagnvart ark- itektum við að missa völdin - eins- konar „óttablandin virðing” sem var ekki ólík gagnvart öðrum mennta- stéttum á þeim tíma. í dag er breytt viðhorf almennings til menntafólks og fagmanna og fólk hikar ekki við að leita til arkitekta varðandi verk- efni - bæði stór og smá. Jafnframt hefur orðið mikil fjölgun í stéttinni svo nú leitast fjöldi arkitekta við að fara í öll hönnunarverkefni - allt frá innréttingum, hönnun bílskúra og íbúðarhúsnæðis yfir í stór verkefni fyrir opinbera aðila. Engar skráðar tölur eru til um hversu stórt hlutfall íbúðarhúsamarkaðarins er hannað af arkitektum, en skv. samtölum við starfsmenn hjá embættum bygg- ingarfulltrúa má álykta að arkitektar hanni nú um 80% íbúðarhúsnæðis á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það er tilhneiging þeirra sem kauþa arkitektaþjónustu, þ.e. verk- taka og einstaklinga, að vilja skera niður hönnunarkostnað því hann er óáþreifanlegur og ekki metinn til verðgildis. ( þeim tilfellum sjá arki- tektar sig knúða til að leggja minni tíma í hönnun til að halda uppi við- unandi tímalaunum sem vitanlega kemur niður á gæðunum. Góðar lausnir eru nefnilega ekki galdraðar fram á mettíma. En af hverju skiptir góð hönnun okkur öll svo miklu máli? Það eru margar ástæður fyrir því. Það sem snýr að okkur arkitektum er að við eigum að stuðla að góðri byggingarlist og taka tillit til áhrifa verka okkar á mannlegt samfélag og náttúru. Þetta snýst fyrst og fremst um að bera virðingu fyrir umhverfi okkar og fría okkur ekki ábyrgð. Sitt sýnist hverjum um gæði byggingar- listar, en hver og einn þarf að vera trúr sinni sannfæringu og samvisku. Gagnvart almenningi eru það fyrst og fremst allar þær ómælanlegu stærðir - hughrif - sem nást fram með góðri hönnun. Þessi hughrif miðast við að hámarka andlega vellíðan og upplifanir einstaklingsins. Jafnframt mótast sjálfsmynd okkar að hluta til af því hvernig við búum og bætt umhverfi hlýtur að auka vellíðan hvers og eins. Fyrir verktakann kostar vel hann- að hús meira í launakostnaði til handa arkitektinum, en í rökréttu samhengi ætti það að seljast á hærra verði. Það ætti líka að seljast fyrr, en sá þáttur er ekki síður mikil- vægur fyrir verktakann. Það getur líka verið ódýrara að byggja hús þar sem betri lausnir nást fram í hönnun og rýmið nýtist betur. Hönnuð íbúð- arhús fyrir verktaka þurfa að henta sem flestum þar sem kaupandinn er yfirleitt óþekktur. Mikilvægt er að auðvelt sé að gera breytingar á innra skipulagi því þarfir og óskir kaup- enda eru ólíkar og fjölskyldumynstrin margbrotin og breytileg. Það er nauðsynlegt að hafa fjöl- breytileika á íbúðarhúsamarkaðnum þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi. í minni eignum er úr minna að moða og krafan því meiri um að hámarksnýting á rými náist og gæðin séu viðunandi. Allt frá kaup- endum ódýrra íbúða í fjölbýli til kaupenda dýrra einbýlishúsa; Allir eiga rétt á að njóta góðs af góðri hönnun. Hvort sem talað er um kaup eða byggingu fasteigna þá sýnir reynslan okkur að hugsunin til lengri tíma litið 56 avs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.