AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 30

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 30
U mhverfislandslag Ellý K. Guðmundsdóttir, forstöðumaður Umhverfisstofu Umhverfislandslag er fyrir mér upplif- un. Það sem við sjáum eða það sem við viljum sjá. Umhverfislands- lag mótast í takt við samfélagið. Við mótum umhverfið og það mófar okkur. Þetta á ekki síst við um um- hverfislandslag í þéttbýli eins og Reykjavík. Ég ólst upp í Reykjavík sem krakki á sjöunda áratugnum. Esjan var á sínum stað og sjórinn. Síbreytileg og áhrifamikil umgjörð sem varð hluti af manni sjálfum. Miklabrautin var stórfljótið við tún- gaflinn. Það var alltaf notalegt að sitja við gluggann og spjalla og fylgj- ast með bílunum líða hjá. Enginn ræddi um hávaða frá umferðinni. Oft var erfitt að kljúfa stórfljótið. Sérstaklega þegar snjóskaflarnir voru háir. En til mikils var að vinna. ísbúðin var hinum megin við fljótið og Hermann Ragnar kenndi þar dans. Stundum lagðist vond fýla yfir borg- ina. Þá var talað um pen- ingalykt. Lóan var ekki eini vorboðinn. Skítalyktin var það líka. Lífið var bara nokkuð Ijúft. Leið bara vel á mínum heimabletti. Flæktist stundum niður í móa sem var stórt njólaland. Svona upplifði ég umhverfislandslagið í Reykjavík á þessum árum. Margir muna örugg- lega eftir öðruvísi landslagi frá sama tíma. Börn meðtaka það sem þau sjá, þau eru að uppgötva heiminn. Svo stækkum við og fáum vaxtarverki. Borgir líka. Við lærum ýmislegt og viljum verða eitthvað. Gerum kröfur til borgarinnar til auk- inna lífsgæða. Viljum búa í fallegri borg. Borg með hreinu lofti og hreinu vatni. Lifandi en ekki of háv- aðasamri borg. Borg með fallegum grænum svæðum þar sem við líðum um í bifreiðinni okkar án fyrirstöðu og bílastæði bíða eftir okkur. Stutt í alla þjónustu og mátulega langt í næstu nágranna. Umhverfislandslag í Reykjavík í dag er mikið til mann- gert til þess að mæta þessum ósk- um. Græn svæði hafa verið mótuð og skógar ræktaðir. Náttúra í borg hefur verið búin til. Náttúra sem fær sennilega ekki heiðurssæti á náttúru- minjaskrá en skapar dýrmæt útivist- arsvæði. Þessi manngerða náttúra er áberandi í því umhverfislandslagi sem blasir við æskunni í dag. Nú bý ég við rætur Öskjuhlíðar. Þar er skógur sem er dæmi um slíka náttúru. Hluti hans er nú grenn- darskógur Hlíðaskóla og börnin þar semja Ijóð um skóginn sinn. Ylströndin í Nauthólsvík er skammt undan og áberandi í umhverfis- landslagi borgarinnar. Skógurinn og ströndin eru hluti af þeirri um- gjörð sem sköpuð hefur verið svo borgarinn geti notið hollrar útivistar. Börnin upplifa ekki bara nálægð sjávarins heldur demba sér í hann. Samgöngumannvirki setja mikinn svip á umhverfislandslagið. Spunninn hefur verið vefur hjólreiða- stíga sem skipa mikilvægan sess í umhverfislandslaginu. Stígarnir gera okkur kleift að sjá borgina frá öðru sjónarhorni á sama tíma og við njótum útivistar og hreyfingar. Víða sjáum við brýr fyrir gang- andi sem keyrandi. Bílarnir taka mikið pláss. Þeir þurfa vegi - stundum í slaufum á fleiri hæðum. Og víðfeðm bílastæði. Ýmislegt hefur breyst í Reykjavík á síðustu áratugum. Njólaland æsku minnar er nú ágætlega nýtt undir verslunar- miðstöð. Göngubrú liggur nú yfir Miklubrautina. Borgin lyktar betur og mér finnst hún bæði sjarmerandi og falleg. Esjan gleður okkur ennþá með nærveru sinni. Og nærvera við sjóinn hefur verið gerð meira að- laðandi. Aukin þekking hefur kennt okkur að mengun getur haft neikvæð áhrif á heilsu okkar og umhverfi. Hún getur líka haft neikvæð áhrif á lífsgæði barna okkar og þeirra sem á eftir þeim munu koma. Útblástur frá bílum mengar. Vond lykt og mikill hávaði eru líka mengun. Þessi vitneskja kallar á frekari kröfur. Ekki bara kröfur um þægindi í núinu heldur að við vinnum saman að því að búa til borg í sátt við umhverfið. Um það snýst Staðardagskrá 21. Að skapa jafnvægi með því að samþætta ólíka hagsmuni til framtíðar og skapa heilnæmt umhverfi. Lausnin liggur ekki alltaf í því að gera eitthvað heldur kannski frekar að hugsa öðruvísi. Að fara vel með það sem við höfum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.