AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 32

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 32
Borgir fyrir fólk, Dr.Jens Rorbech, f.v. borgarverkfræðingur Hiilil'iJíii tt , umferðin í Reykjavík í brennidepli Kaupmannahafnar RW : :i- S'... *jj -/j.;,,.. .' Gatnamót Miklubrautar/Kringlumýrarbrautar. / Junction of Miklabraut/Kringlumýrarbraut. í mars s.l. héldu félög verkfræðinga og tæknifræðinga ráðstefnu á Grand Hótel þar sem m.a. var fjallað um umferðina í Reykjavík. Prófessor, dr. techn. Jens Rorbech, sem verið hefur borgarverkfræðingur í Kaupmannahöfn, var boðið að halda fyrirlestur á þessari ráðsstefnu og tímaritið aVs fór þess á leit að hann segði í stuttu máli í tímaritinu frá skoðun sinni á umferðinni í Reykjavík: „Ég kom til fíeykjavíkur nokkrum dögum fyrir ráð- stefnuna til þess að mynda mér skoðun um umferðina í bænum. Ég ók sjáifur um borgina og aðliggjandi svæði, ók með strætisvögnum og gekk líka töluvert í bænum. Þá heimsótti ég líka nokkra embættismenn borgarinnar og þótt þannig sé einungis hægt að snerta yfirborðið þá fékk ég samt sem áður ansi gott yfirlit yfir borgina og höfuðborgarsvæðið og umferðarástandið í fíeykjavík. Þessi áhrif má draga saman í 10 þætti: 1. Reykjavík - hin fullkomna stærð borgar. Sú aðstaða sem borg getur búið íbúum sínum vex eðlilega - og línulega - með stærð viðkomandi borgar. Því fleiri sem íbúarnir verða, því betur er hægt að upp- fylla óskir allra. En þeir erfiðleikar sem eru samfara aukinni stærð, og þá fyrst og fremst umferðarteppur, vaxa líka og umferðarteppurnar vaxa í að minnsta kosti öðru veldi. Þetta er afleiðing af dreifðari byggð. Ég minnist rannsókna frá Japan sem leiddu í Ijós að heppilegasta stærð fyrir borgir var 200 - 300,000 íbúar. í þeim er hægt að bjóða upp á alls konar þjón- ustu og hægt er að leysa umferðarteppurnar. 2. En í Reykjavík er (of mikil) bifreiðaumferð. Það sem stendur uppúr er að bílaeign hér er mjög mikil. Hugsanlega helmingi meiri en í dönskum bæj- um af sömu stærð. Ég minnist þess ekki heldur að hafa áður verið í borg þar sem 96% af öllum ferðum eru farnar með einkabíl, eins og kemur fram í svæðis- skipulaginu. Á hinn bógínn virðist ekki vera hér um að ræða neinar meiri háttar umferðartepppur! Ég fylgdist m.a. með umferðinni þrjá morgna við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þar sem hug- myndir hafa verið uppi um að byggja marghæða gatna- mót. Ég sé ekki betur en að þarna sé um minni hátt- ar erfiðleika að ræða sem hægt sé að takast á víð með umferðartæknilegum lausnum sem beindust að breytilegu umferðarmagni. Hámarkstími umferðarinnar stóð ekki lengi. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að stór umferðarmannvirki, sem geta eyðilagt umhverfi borga til frambúðar, eru þar allar 8760 klukkustundir ársins en hugsanlega vara umferðartafirnar ekki meira en 500 klst. á ári. Flókin umferðarmannvirki kosta líka mikið fé. Hér að neðan hef ég líka miklu betri tillögur um hvernig megi nálgast þessi mál. 3. Það er nauðsynlegt að horfast í augu við staðreyndir: Það er erfitt að hafa áhrif á mikla notkun einkabíla. Á 7. og 8. áratug síðustu aldar urðu til hreyfingar í mörgum borgum Evrópu sem fylktu liði undir gunnfána- num „bílinn burt úr borginni". Ég hef hins vegar alltaf haft mætur á hinum enska prófessor í skipulagsfræðum, Buchanan, sem sagði í stuttu máli: í borgum er mikill þéttleiki af mannlegum athöfnum og þar sem umferð er afleiðing af mannlegum athöfnum þá er það merkingar- leysa að tala um borgir án umferðar. Á hinn bóginn er hægt að gera ýmislegt tíl þess að bílar og borgir geti átt samleið og það er það sem við ættum að stefna að. Það mun reynast erfitt að hafa áhrif á hina miklu notkun einkabifreiða í Reykjavík, eins og borgin hefur þróast. Á hinn bóginn er hugsanlegt að stöðva aukn- ingu bílaumferðar með ákveðnum aðgerðum og um það er fjallað í því sem hér fer á eftir. 4. Takmörkun á bílastæðum. Fljótt á litið geta borgaryfirvöld í Reykjavík haft mikil áhrif með því að endurskipuleggja framboðið á bílastæðum. í Kaupmannahöfn kostar það alls staðar peninga að leggja bíl, undantekningalaust, og það er orðið talsvert dýrt. Með nútíma stjórnunar- og greiðsluaðferðum og - heildstæðri verðlagningarstefnu, þar sem verðið er 3 2 avs l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.