AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 19
Borað undir götur til að leggja nýjar lagnir Aðferö til að létta umferðaþungann á götum borgarinnarvs Fyrirtækið Línuborun ehf. telur sig geta stuðlað að miklum sparnaði og hagræði við lagningu nýrra lagna innan og utan borgarinnar. Hvernig væri að kynna sér þá aðferð sem Línuborun beitir, sem felst í því að bora undir vegi og koma þannig í veg fyrir meiriháttar rask sem veldur umferðartöfum og margvíslegum öðrum vanda. Flestir kannast við umferðarhnútana sem hafa verið daglegir á Miklubrautinni og Hringbrautinni og hafa sérfræðingar reiknað út að umferðartafir innan borgarinnar kosti samfélagið hundruð milljóna kr. á hverju ári. Ekki er reiknað með öðrum kostnaði, eins og þeim sem felst í því að grafa skurði, setja lögnina ofan í, setja nýjan jarðveg, þjappa hann og ná sama rakastigi. Þetta er ekki búið því það þarf loks malbika sárið. Þegar vel gengur tekur svona framkvæmd yfirleitt nokkra daga eða jafnvel vikur, eins og vegfarendur margir kannast við. Það tæki Línuborun aðeins þrjár til fimm klukkustundir að vinna sama verk með tveimur mönnum við bestu aðstæður og án þess að nokkurt jarðrask eða umferðatafir verði. Gatnakerfi borgarinnar er löngu sprungið og það má ekki loka götum við smá framkvæmd og auka umferðaþungann á aðrar götur í kring, það er til góð lausn að komast hjá þessu með aðferð og þjónustu sem Línuborun hefur að bjóða upp á. Stýranlegi jarðborinn sem Línuborun hefur yfir að ráða, getur borað undir hús, götur, ár og fleira án þess að valda nokkru jarðraski. Hægt er að bora og koma fyrir allt að 200 metra löngu ídráttarröri á einum degi. Tæknin er einföld og er móttakari á yfirborðinu sem segir til um hvar borkrónan er staðsett. Hægt er að sjá nákvæmlega halla, staðsetningu og dýpt borkrónunnar hverju sinni og hvaða stefnu hún leitar. Þegar borkrónan er komin á áfangastað er hún fjarlægð og er þá sett sú stærð af borkrónu sem nýja lögnin eða rörið á við og dregið til baka í sömu átt. Borstærðirnar eru frá 75 - 800 millimetrar að þvermáli og togkrafturinn 12.200 kg. Hægt er að koma fyrir allt að fjórum 110 millimetra rörum í einni borun. Mismunandi borkrónur eru notaðar eftir því hvernig jarðvegurinn er. Hann getur því auðveldlega borað í gegnum klappir og aðrar erfiðar aðstæður, en yfirleitt er valin sú leið sem er léttust og fljótlegust. Það er breytilegt verð á þjónustu Línuborunar eftir sverleika röra og gerð jarðvegar sem á að bora í gegnum. ^uglýsing L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.