AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 24
Samspil lands og borgar birtist í ýmsum myndum og ekki síst í tengslum hinns byggða umhverfis við náttúrulega staðhætti. Hvað er það í raun sem einkennir borgar- landslagið og gerir borgina frá- brugðna öðrum borgum? Glöggt er gests augað og það á e.t.v. við um þá mynd sem danski landslagsarkitektinn Sten Höyer dregur upp af umgjörð og ásýnd borgarinnar sem einn af erlendu ráðgjöfunum sem fengn- ir voru hingað vegna vinnu við gerð svæðisskipulags höfuðborgar- svæðisins. Fjallahringurinn sem umliggur borgina og rammar hana inn er Sten hugleikinn. í hans augum er hann stærsti þátturinn í þeirri upplífun að vera í þorginni, upplifun sem gerir höfuðborgarsvæðið að sérsökum stað og að heildstæðu landsvæði. Staðsetning borgarinnar á mörkum lands og sjávar og samspili borgar og náttúru lýsir hann sem samblandi af andstæðum og samsvörunum. Þessi blanda eigi sér djúpar rætur í menningararfleið þjóðarinnar og birtist í borgarumhverfinu á einstakan hátt. Náttúran vefji sig inn í og umhverfis borgina sem gerir það að verkum að höfuðborgarsvæðið eigi sér fáar hliðstæður í vestevrópsku samhengi. Að mati Stens væri yfirbragð höfuðborgarsvæðisins lítt spennandi án þessara staðbundnu sérkenna og byggðin þar af leiðandi lítt fráþrugðin frekar einsleitu borgarumhverfi sumra vestrænna borga. En hvað er átt við með einsleitu borgarumhverfi og staðbundnum sérkennum? Hvað gerir borgarlandslagið að heildstæðu landsvæði og hvaða verðmæti eru fólgin í því? Ef til vill er gott að byrja á því Samspil lands o§ borgar Björn Axelsson landslagsarkitekt FÍLA, Umhverfisstjóri skipulags- og byggingarsviðs að skilgreina hugtakið landsvæði í þessu samhengi. Landsvæði má skilgreina sem umdæmi eða yfirráðasvæði. Fyrstu landnámsmennirnir mörkuðu sér land sem varð þeirra landnámsjörð sem þeir mótuðu að sínum þörfum. Landsvæði getur einnig verið borg, bær eða landbúnaðarsvæði eða ósnortið víðerni m.ö.o. eitthvað sem einkennir eða skilgreinir svæðið frá öðrum landsvæðum. Þannig má skilgreina landsvæði í hlutlægum skilningi Landsvæði má einnig skilgreina á huglægan hátt sem birtist þá í menningu og menningararfleið þjóða og þjóðarbrota. í þeim skilningi má kalla norðurlöndin sérstakt landsvæði á norðurhveli jarðar bundið af svipuðu tungumáli, nokkuð líku veðurfari, árstíðarskipt- um (ísland undanskilið), og menn- ingu og þá staðreynd að þau gefa hvert öðru 12 stig í Evróvision. Á hinn bóginn eru löndin einnig mjög ólík. Danmörk er mest flatlendi Noregur einkennist af stórskornum fjöllum og djúpum fjörðum svolítið líkt og ísland, Finnland einkennist af víðfeðmu skóglendi og vötnum líkt og hlutar Rússlands, og Svíþjóð er blanda af öllu þessu. Huglæg landsvæði eru þannig ekki bundin landamærum og lifa góðu lífu án tengsla við staðbundin einkenni eða landsvæði í hlutlægum skilningi. í raun er bilið á milli hug- lægra landsvæða og hlutægra landsvæða sífellt að aukast. Þannig eru viðskiptabandalög að verða mun mikilvægari en landa- mæri einstakra þjóðríkja. Einn af fylgifiskum þessarar þróunar er að með aukinni alþjóða- væðingu er borgarlandslagið sí- fellt að verða einsleitara. Þetta getur m.a. birtst í arkitektúr og yfirbragði byggðar í hinum ýmsu myndum s.s. í markaðssetningu einstakra fjölþjóðafyrirtækja t.d. í matvælageiranum sem keyra stíft á staðlaðri ímynd. Þannig eru líka verslunarmiðstöðvar um gjörvallan heim ósköþ svipaðar. Ef til vill er framtíðarsýn Ridleys Scotts í kvikmyndinni Blade Runner frá árinu 1982 ein dekksta mynd sem dregin hefur verið upp af borgarlandslagi framtíðarinnar. í þeim veruleika sem þar birtist ráða fjölþjóðafyrirtæki lögum og lofum. Samfélagslegar ákvarðanir sem varða allt mannkynið eru teknar af stjórnum stórfyrirtækja en ekki á þjóðþingum einstakra ríkja. Borgarmyndin er dökk og andrúmsloftið drungalegt. Skilin á milli hins lífræna og hins vélræna eru að mást út sem og öll sérkenni að renna saman í eitt kaos. Þetta þarf þó alls ekki að vera framtíðin. Heimurinn er í vissum skilningi að minnka og lífsskilyrði almennt að batna og frítími og sam- skipti og samstarf þjóða í mílli sífellt að aukast allavega í hinum vestræna heimi. Eitt megin markmið í svæðis- skiplaginu er að gera Reykjavík að alþjóðlegri hátækniborg og þétta byggðina og skaþa skörp skil á milli hins manngerða umhverfis með skörpum beinum línum og landslagi með sínum mjúku formum. Hér er verið að fjalla um þá skírskotun í markmiðum svæðisskipulagsins um að höfuðborgarsvæðið skuli bera svipmót fagurrar borgar með skýrt afmarkaðri byggð og sem ósnortnustu náttúrusvæðum. Ef vel er með farið þá styrkir þessi hug- myndafræði vissulega sérkenni borgarinnar sem birtast í einstöku samspili hennar við náttúru og staðhætti landsins. ■ 24 avs J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.