AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 36

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 36
Guöbjörg Gissurardóttir, forstöðumaður Ég óska öllum hönnuðum landsins til hamingju með fyrsta vísinn að lang- þráðri hönnunarmiðstöð. Að baki samstarfsvettvangi um hönnun, sem er 3 ára tilraunaverkefni, standa iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytið, Sam- tök iðnaðarins, Útflutningsráð íslands, Iðntæknistofnun íslands, Reykjavíkurborg og Form ísland. Átta manna stjórn hönnunarvett- vangsins er skipuð eftirfarandi: Matthías Páll Imsland iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu (stjórnarfor- maður), Davíð Lúðvíksson Samtök- um iðnaðarins, Vilhjálmur J. Árna- son Útflutningsráði, Berglind Hall- grímsdóttir, Impru, og fyrir hönd Form ísland eru þau Hrafnkell Birgis- son, Páll Hjaltason og Ásrún Krist- jánsdóttir, fyrir hönd Reykjavíkur- borgar er væntanlegur fulltrúi. Ég var ráðin af stjórninni sem framkvæmdastjóri hönnunarvett- vangsins og tók til starfa nú í - byrjun maí. Fyrir lá heilmikil for- vinna sem margir hafa komið að. Stefnumótunarvinna var langt á Gláma Kím veg komin þegar ég hóf störf og hafa fyrstu vikurnar í nýja starfinu að mestu leyti farið í það að klára og móta þá verkefnastefnu sem vettvangurinn mun taka. Mörg verk- efni liggja fyrir en þegar valin er for- gangsröð er markmið vettvangsins haft að leiðarljósi, en það er að standa fyrir faglegu og virku hönn- unarsamfélagi sem kynnir, hvetur og eflir íslenska hönnuði og starfs- umhverfi þeirra, jafnt innanlands sem utan. Það sem liggur einna mest á að framkvæma, fyrir utan að afla fjármagns, er að koma upp öflugum rafrænum gagnagrunni sem nýtast mun hönnuðum í leit að upplýsingum um styrki, ráðgjöf, framleiðslufyrirtæki, þjónustu, efni, uppákomur innanlands sem og erlendis, áhugaverðar greinar, vefi, bækur o.fl. Einnig mun vefurinn nýtast öllum þeim sem hafa áhuga á íslenskri hönnun og hönnuðum. Stefnt er að því að koma vefnum, sem til að byrja með hefur lénið www.icelanddesign.is upp sem allra fyrst þó hann fái ekki sína endanlegu mynd fyrr en í lok þessa árs. Hönnunardagar er annað verkefni sem mikið verður lagt uppúr og allt gert til að þeir megi verða sem skemmtilegastir, nýtast sem flestum hönnuðum og framleiðendum ásamt þvi að vekja áhuga almennings. Stefnt er að því að vera með hönnunardagana í haust, nánar tiltekið frá 14. til 23. október. Dagsetningin er í raun það eina sem búið er að ákveða, en ég sé fyrir mér sýningar, samkeppni, viðurkenningar, fyrirlestra, vinnustúdíó o.m.fl. Bjartsýni mín á það, að hægt verði að gera hönnunardagana innihaldsríka og veglega, vbyggist á þeirri staðreynd að í ár er skandinavískt hönnunarár. Nágrannalönd okkar hafa gert hönnun hátt undir höfði það sem af er árinu og er ekkert lát þar á. Hönnunarárið hefur aftur á móti rokið fram hjá okkur íslendingum m.a. vegna þess að enginn vettvangur hefur verið til staðar til þess að taka slík mál uppá sína arma. Ég fyrir hönd hönnunarvettvangsins mun ganga í þetta mál og vekja athygli stjórnvalda á ábyrgð og þörf á fjárhagslegum stuðningi til að hægt verði að gera lok hönnunarársins á íslandi bæði gagnleg og eftirminni- leg. Ég sé enga ástæðu til að ætla annað en að íslensk stjórnvöld taki þetta mál vel upp. Það eru mörg önnur þörf og spennandi verkefni framundan sem ég hef ekki tíundað hér, en fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemi hönn- unarvettvangsins frekar þá er ég með aðstöðu hjá Impru, nýsköpunar- miðstöð sem staðsett er uppá Keldnaholti. Best er að ná í mig í gegnum síma 570-7266 eða í gegn- um tölvupóst, honnun@iti.is. Hönnunarvettvangurinn er hér til að vinna fyrir alla íslenska hönnuði, arkitekta, gullsmiði, grafíska hönn- uði, iðnhönnuði, fatahönnuði, leir- listafólk o.fl. Hikið ekki við að hafa samband og kanna hvað vettvang- urinn getur gert fyrir ykkur. ■ Bergvík -Oglur, glerskálar / Glass bowls. 36 avs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.