AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 33
hækkað strax og grundvöllur er fyrir því, er hægt að ná langt. í Kaupmannahöfn eru nettótekjur af bílastæðum hærri en 15 millj. evrur á ári - og þar er líka (nærri því) alltaf hægt að finna bílastæði. 5. Meira framboð á almenningsflutningum. Ég hafði bara tækifæri til að fá mjög yfirborðskennda hugmynd um almenningssamgöngur. En ef stefnt er að því að æskilegur vöxtur borgarinnar ieiði ekki til meiri umferðar einkabíla þá er nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur. Þeir kostir sem almen ningsflutningakerfið býður verða að vera aðlaðandi og fólk má ekki hafa það á tilfinningunni að það sé annars flokks, bara vegna þess að það ekur í strætó. Hreinir vagnar, yfirbyggðar biðstöðvar, aðlaðandi skiptistöðvar - og fyrst og fremst hraðari þjónusta. Hægt er að auka hraða þjónustunnar með því að gera fleiri brautir fyrir almenningsflutninga, umferðarljós sem vagnarnir breyta og hugsanlegt endurskipulag á leiðum. í Kaupmannahöfn hafa svonefndir S-vagnar (þ.e. hraðvagnar sem stoppa sjaldan) gengið vel og sama má segja um hinar nýju A-leiðir í þéttari hlutum borgarinnar sem eru án ákveðins leiðakerfis, en með mikilli tíðni. Hér er ýmislegt hægt að gera, en það þarfnast samt vandaðra rannsókna á borginni - og líka hagrænna markmiða. Einnig væri rétt að kanna hvort grundvöllur sé fyrir eina eða tvær sporvagnaleiðir til þess að þjónusta miðbæinn. Hugsanlega er Reykjavík ekki enn nógu fjölmenn fyrir þær. 6. Betri aðstaða fyrir hjólreiðar. Æskilegt er að gera miklu meira til þess að bæta að-stöðu fyrir hjólreiðamenn. í Kaupmannahöfn er 1/3 af öllum ferðum frá heimili á vinnustað farnar á reiðhjóli. Hugsanlega halda menn að veðrið sé verra í Reykjavík, en ég held að það sé ekki rétt. Það er talsvert um rok, rigningu og snjó í Kaupmannahöfn. Landslagið í og um-hverfis Reykjavík kann að vera svolítið hæðóttara, en nútíma reiðhjól eru líka orðin ansi öflug. Reykjavík ætti að veðja á hjólreiðamenn og sérstaka hjólreiðastíga, tryggja öryggi hjólreiðamanna á stórum umferðarmannvirkjum, koma upp góðum og öruggum reiðhjólageymsium o.s.frv. f Kaupmanna- höfn hefur efling hjólreiða verið mikið forgangsmál og mikill árangur hefur náðst bæði þar og í mörgum öðrum dönskum borgum. 7. Mjög mikilvægt: Það þarf að endurnýja og fegra borgarumhverfið. Nú er að eiga sér stað mjög mikil breyting á því hvernig við notum borgir. Viðskiptalífið hefur verið að flytja m.a. til miðbæja í úthverfum, ýmis fyrirtæki hafa líka flutt burt úr miðbæjum o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv. En það borgarlíf sem á sér stað í miðbæjum er líka í vexti. Veitingahús ganga vel og sama má segja um kaffihús, sérverslanir og menningarlífið og einnig lífið á torgum og útisvæðum. Margir, bæði ungir og aldnir vilja líka búa í miðbænum þar sem ótal möguleikar eru á næstu grösum. En lif- andi miðbær þarf svæði utan dyra sem eru aðlaðandi og gaman að vera á. Þarna gæti Reykjavík bætt um betur. Þarna þyrfti að endurhanna torg, opin svæði og götur: nýtt yfirborð, tæki, eitthvað við að vera o.s.frv. Hér er rétt að hafa í huga að það er ódýrt að vinna með rýmið í borginni í samanburði við að byggja marg- hæða gatnamót fyrir bíla. Ég er þeirrar skoðunar að á þessi atriði ætti Reykjavíkurborg að leggja áherslu á komandi árum. Þetta myndi líka hafa mjög jákvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn. 8. Vinnið skipulag fyrir borgarrýmið. í Kauþmannahöfn hefur heimsóknum í miðbæinn fjölgað. Þar er nú mjög virkt viðskiptalíf, þótt það sé á öðru sviði en fyrir nokkrum árum, en það tengist nýjum lífsstíl. Eitt af því sem auðveldaði þessa þróun var gerð skipulags fyrir útirými borgarinnar fyrir nokkrum árum. Þannig hefur á undanförnum árum verið skipt um yfirborð á torgum og útisvæðum, bílastæði hafa verið fjarlægð, smærri götum hefur verið lokað og aðstaða bætt. íbúar, ferðamenn og gestir hafa tekið þessum breytingum mjög vel. Nú er þarna mikið borgarlíf á öllum árstímum. 9. Vinnið umferðar- og umhverf isskipulag. Ein af forsendunum fyrir því að geta hafist handa við að fegra og endurnýja opin rými og götur í borginni er að það ríki ákveðin samstaða viðvíkjandi umferðarmálum. í Kaupmannahöfn unnum við samræmt umferðar- og umhverfisskipulag fyrir borgina sem m.a. hafði það að markmiði að ekki yrði aukning á umferð einkabíla og að aukinni starfsemi skyldi fylgt eftir með greiðari hjól- reiðum og betri almenningsflutningum. Þetta hefur hugs- anlega ekki alveg tekist, en markmið þessa skipulags og tillögur hafa engu að síður haft mjög mikil áhrif bæði á borgarstarfsmenn og pólitíska umræðu. 10. Munið að hlutirnir breytast og tíminn líka. frf . k...... -■ Mikið af þeim hlutum sem við metum mikils í borg, bygg- ingar, torg, útisvæði, list o.s.frv., er oft mörg hundruð ára gamalt. Við ættum að virða þau gildi sem liggja að baki núverandi þéttbýlis og við ættum að fara með gát í að skipuleggja niðurrif bygginga, breikkun gatna og ný, stór umferðarmannvirki. í Kaupmannahöfn mun- aði ekki miklu, um miðja síðustu öld og undir aldamót, að meiri háttar gatnaframkvæmdir yrðu að veruleika. í dag þökkum við forsjóninni fyrir það að gamli bærinn slaþþ við þetta nokkurn veginn óskemmdur og að stöðuvötn og mörg útivistarsvæði urðu ekki hrað- brautum að bráð. Hér dugar enginn skammsýnn bútasaumur: Hvað vitum við líka í raun og veru um óskir fólks í þessum borgum eftir bara 50 ár?“ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.