AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Síða 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Síða 46
ingu tónlistarhúss og ráðstefnu- miðstöðvar við Reykjavíkurhöfn. í Reykjavík er áhætta HR á að- lögunartíma minni og einnig er óvissa minni um framtíðarþróun. í Garðabæ var aftur minni óvissa um skipulagsheimildir vegna upp- haflegra framkvæmda, en það er fyrst og fremst spurning um tíma og getur ekki vegið þungt í mati sem nær til framtíðarstaðsetningar HR. Vandasamt val milli tveggja góðra kosta Áhættuþættirnir eru því meiri í Urr- iðaholti. Áhættan skiptir HR miklu máli þar sem skólinn hefur ekki mikinn fjárhagslegan styrk og hann þarf að byrja vel á nýjum stað þegar fyrstu árin. Mótaðir innviðir í Vatns- mýrinni, minna rask frá núverandi stöðu og sterk staðsetning frá byrjun minnka áhættu HR á aðlögunartíma. Framtíðarhugmyndin í Urriðaholti byggir á samfélagsgerð eða há- skólaþorpi, sem ekki hefur hliðstæðu á íslandi. Margir þættir þurfa að spila þarna saman svo hugmynda- fræðin gangi upp og þetta hefur oft verið erfitt verkefni erlendis. Reikna má með að það taki langan tíma að þróa þessa hugmynd og jafn- vel spurning hvort hún muni njóta hljómgrunns. Það breytir því ekki að Urriðaholt er frábær staður og á mikla framtíð fyrir sér sem bygg- ingarland. í Vatnsmýrinni er byggt á nýjum stað með nýjan skóla í um- hverfi sem er tiltölulega mótað og í góðum tengslum við þekkingar- og vísindasamfélag, miðju atvinnulífs og margvíslegrar háskólatengdrar starfsemi. Áhættan er því mun meiri í Urriðaholti í Garðabæ. Samkeppnisstaða HR sterkari í Vatnsmýrinni Eftir ítarlegt mat á þessum valkost- um var niðurstaðan skýr: • Báðir valkostir uppfylla í megin- atriðum kröfur um rýmisþörf • Nokkur munur er á skipulags- legum og tæknilegum mats- atriðum milli valkosta, en enginn einn þáttur er þar ráðandi og þeir jafna hver annan út • Stefnumarkandi þættir og áhætta eru aftur á móti mest afgerandi og ráðandi um ákvarðanatöku um staðsetningu og þar komast allir sem voru beðnir um álit á þessu að sömu niðurstöðu: Vatnsmýrin er hagstæðari valkostur. Það sem má læra af þessu verkefni er m.a. það að þegar um flókið, vandasamt og afar áríðandi mál er að ræða þarf sérstaklega að vanda sig með verklagið og láta ekkert draga athyglina frá megin- markmiðunum Það eru t.d. algeng mistök við val á hugbúnaði og ýmsum öðrum lausnum að falla fyrir útliti, sölumennsku og aukahlutum sem skipta litlu eða engu máli þegar horft er til tilgangs búnaðarins. Telja má að skýr sýn HR á framtíðina, hlutverk háskólans og leiðarljós hans ásamt faglegu mati á því hvernig staðsetning skólans fellur að þess- um þáttum hafi ráðið miklu um stað- arvalið og auðveldað verulega ákvörðun forsvarsmanna háskól- ans. í þessum anda var komist að yfirvegaðri og faglegri niðurstöðu. Vonandi mun staðarvalið verða til heilla fyrir HR um ókomna framtíð og nú verður vandað til þeirrar vinnu sem framundan er. ■ Uniting HR and THI: Choosing a future location Þorkell Sigurlaugsson, Managing Director of the Development Department of the University of Reykjavík Uniting the University of Reykjavík (UR) and the Technical University of lceland (TU) is a very special task where the powers of a state and private university with a differ- ent backgrounds and cultures are united. With this unification a new vision for the future, a new role, and a new policy were created. In addition, a new future location was found for the united university. At the same time eleven new courses of study were founded that were not previously taught in UR or TU. The location of the new university will have a decisive bearing on its future development and this issue has received a great deal of atten- tion. I will draw a rough picture of how this important decision was reached, keeping in mind that that the choice of a location would great- ly affect the future course of UR. The University of Reykjavik: Its future role and aims ln the future, UR is to become an international university with both lcelandic and foreign students, pro- viding excellent education, as well as housing and research facilities that can compete with the best for- eign universities. Fostering collabo- ration with research institutions and 46 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.