AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 44

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Blaðsíða 44
Sameining HR og THI val á framtíðarstaðsetningu Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviös Háskólans í Reykjavík Sameining Háskólans í Reykjavík (HR) og Tækniháskóla íslands (THÍ) - er einstætt verkefni þar sem samein- aðir eru kraftar ríkisrekins og einka- rekins háskóla, með mismunandi bakgrunn og menningu. í tengsl- um við sameininguna var mótuð ný framtíðarsýn, nýtt hlutverk, og stefna, - auk þess sem sameinaða háskólanum er fundinn nýr staður til framtíðar. Á sama tíma er ýtt úr vör ellefu nýjum námsbrautum, sem hvorki voru kenndar í HR né THÍ. Staðsetning nýja skólans getur haft afgerandi áhrif á framtíðarþróun hans og umræða um hana fékk mikla athygli. Ég vil rekja í grófum dráttum hvernig staðið var að þeirri mikilvægu ákvörðun, en tekið var ríkt tillit til framtíðarsýnar HR við staðarákvörðunina. Framtíðarsýn, hlutverk og leiðarljós Háskólans í Reykjavík Framtíðarsýn HR er að verða alþjóð- legur, með íslenska og erlenda nemendur og kennara, þar sem boðið er upp á framúrskarandi nám, húsnæði og rannsóknaraðstöðu sem er fyllilega samkeppnishæf við það sem best gerist í erlendum háskólum. Áhersla verður lögð á að efla samstarf við rannsóknarstofnanir og leiðandi háskóla með það fyrir augum að efla rannsóknarstarfsemi sem nýtist atvinnulífinu á íslandi. Hlutverk háskólans er að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnu- lífs og leiðarljós háskólans eru fjögur þ.e. nýsköpun, tækniþróun, samstarf og alþjóðasamskipti. íslendingar eiga gríðarlega mikla möguleika á að byggja upp öflug fyrirtæki, stór og smá, þar sem háskólamenntun og rannsóknir gegna lykilhlutverki. Þarfagreining HR lögð til grundvallar Staðsetning, húsnæði og allur að- búnaður nemenda og starfsmanna mun ráða miklu um þróun háskól- ans, samkeppnisstöðu og hvernig honum mun takast að sinna því hlut- verki sem honum er ætlað. Það er ekki auðvelt að horfa fram í tímann, marga áratugi, jafnvel heila öld eða meira og gefa sér forsendur um þörf fyrir landrými og annað sem tengist þróun háskólans. HR fékk því tvö bandarísk arkitekta- og ráðgjafa-fyrirtæki, Arrowstreet og Rickes Associates, til að aðstoða við þarfagreininguna og leita bestu fyrirmynda erlendis í sambandi við rýmisþarfir o.fl. Reykjavíkurborg og Garðabær fengu þarfagreiningu HR þar sem fram komu þarfir fyrir húsnæði, bílastæði, aðkomu að svæðinu, möguleika á byggingar- svæði fyrir samstarfsstofnanir og fyrirtæki. Þessi þarfagreining var mjög ítarleg þótt hún jafnaðist ekki við það sem notað hefði verið ef um útboð hefði verið að ræða. Fyrst og fremst var verið að skil greina grunnþarfir með val á stað- setningu HR í huga. Þegar tillögur komu frá Garðabæ og Reykjavíkurborg var Ijóst að valið milli Urriðaholts og Vatnsmýrarinnar yrði vandasamt. Báðir staðir höfðu sína kosti og galla. Inn í valið mátti ekki blandast sveitarstjórnapólitík eða landsmálapólitík. Þetta var heldur ekki fegurðarsamkeppni. Ekki var hægt að útiloka það að ýmsar tilfinningar og sjónarmið sem ekki snerta framtíðaruppbyggingu skólans gætu haft áhrif á viðhorf manna. Lögð var áhersla á að fá fram faglega greiningu þannig að forsvarsmenn skólans hefðu sterkan grunn til að móta sér skoðanir. Þrír ráðgjafar, tveir innlendir, Línu- hönnun og VSÓ ráðgjöf, og einn erlendur, Rickes Associates, voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.