Harmonikublaðið - 15.09.2020, Side 18

Harmonikublaðið - 15.09.2020, Side 18
Sumarsins 2020 verður lengi minnst fyrir margra hluta sakir. Það varð ljóst snemma vors að harmonikumótin voru í hættu og smám saman gerði fólk sér ljóst að ekkert yrði td. af landsmótinu í Stykkishólmi. Onnur mót fóru sömu leið, nema hvað FHUR reyndi að halda sitt mót á Borg i Grímsnesi. Lengi vel leit út fyrir að það tækist. Búið var að raða niður spilurum fyrir helgina og allt tilbúið. Oll hljómflutningstækin voru komin austur á þriðjudegi og á fimmtudeginum var ákveðið að setja þau upp í félagsheimilinu. Þá kom áfallið. Samkomubanni var aftur komið á þannig að ekki var heimilt að halda dansleik nema með svo ströngum skilyrðum að ákveðið var að aflýsa þeim hluta mótsins sem vera átti Smám saman bættist í hópinn og á miðvikudagskvöldið var kominn dágóður hópur harmonikuunnenda, sem lék og söng í veðurblíðu sem entist fram eftir vikunni. Þegar tekið var til við spilerí kom þetta frá Friðriki Uti virðist ekki hljótt, ómur berst afspili. Lagið tekið títt og ótt, með tveggja metra bili. Það urðu margir til að taka lagið í fortjaldi Friðriks og síðar í fortjaldi Elísabetar formanns FHUR. Þarna tóku lagið Elísabet, Erlingur Helga, Gyða, Friðrik, Kristján Ólafs, Ingimar Einars og undirritaður. Þegar ég hafði orð á Það var hins vegar einlægur ásetningur allra sem komnir voru á Borg að gera sem best úr aðstæðunum og leika af fingrum fram það sem eftir væri af helginni. Friðrik frétti að ritstjórinn og frú væru að halda upp á 23 ára brúðkaupsafmæli sunnudaginn 2. ágúst. Hann lýsti því svona. Þau gefin voru saman s&tt, er sjálfsagt aldrei splittast. En efiirþetta þá var hœtt, í Þrastaskógi að hittast. Veður hélst þokkalegt mest alla helgina, þó rigningarskvettu gerði eitt kvöldið. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem harmonikuunnendur komu saman á Borg í sumar, en nokkrar helgar Leikiií affingrum jram í tónleikatjaldinu Dansinn stiginn á grasinu Kátt á hjalla í formannstjaldinu. Kristján, Erlingur og Friðrik Palli og Óli stilla saman. Alda Ltur sér vel líka í félagsheimilinu. Gestir tóku að tínast að á miðvikudeginum og eins og ávallt við þetta tækifæri fór góður tími í að heilsast enda margir ekki hist síðan í fyrra. Flestir voru af höfuðborgarsvæðinu, en fljótlega varð fólk vart við sex Dýrfirðinga, sem mættir voru. Auk þeirra fjórir Þingeyingar sem mættu snemma, staðráðnir í að missa ekki af neinu. Einn þeirra var Friðrik Steingrímsson. Ég fór til Friðriks þar sem hann var að koma fortjaldinu upp, en það er engin smásmíði og sagðist vera að kanna mætingu hjá drykkjufélögunum. Stuttu seinna rétti hann mér miða, þar sem eftirfarandi mátti lesa. Engan hafði Friðjón frið, fór að skoða trýnin. Gekk á milli og merkti við, mestu fyllisvínin. 18 því við Friðrik, að mér finndist spilararnir í einu fortjaldinu vera að flýta sér óþarflega mikið, fékk ég þessa kveðju fljótlega. Það er runnið á þá <zði, eitthvað því úr skorðum fer. Hugsa meira um magn en gteði, mennirnir ogflýta sér. Fimmtudagsmorgunn heilsaði með bros á brá, en blikur voru á Iofti miðað við fréttir af veirunni. Boðað var til fundar í mótsstjórninni um hádegi og öllu aflýst, tónleikum og dansleikjum. Þetta var erfið ákvörðun, en ekkert annað var í stöðunni. Þegar Friðrik fékk fréttirnar varð honum að orði. Enginn dansinn dunar hér, drjúgar kosta fórnir. Plúsinn viðþað eflaust er, að ekki slitna skórnir. í maí og júni var setið og spilað í blíðuveðri, sem var nokkuð þaulsetið á Suðurlandinu fyrri hluta sumarsins. Síðast komu harmoniku- unnendur saman þar þriðju helgina í ágúst. Friðjón Hallgrímsson Ljósmyndir Siggi Harðar Stuttu síöar fór að rigna á Borg

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.