Almanak skólabarna - 01.01.1952, Blaðsíða 37

Almanak skólabarna - 01.01.1952, Blaðsíða 37
35 Hvers þarf ég sérstaklega að minnast: I. Er ég bý mig af stað að heiman. Rétt er þá að athuga hverra erinda þú ferð að heiman. Útbúnaður og fleira hlýtur að fara eftir því. Hér verður fyrst og fremst haft í huga, að þú sért að fara að heiman að morgni til í skóla. 1) Þú þarft að fa/ra að heiman í tæka tíð, svo þú komir ekki of seint í skólann (eða vinnu- staðinn).*) 2) Þess vegna þarft þú að gera ráð fyrir því við foréldra þína, að þú sért vakinn það tímanlega, að þú hafir nægan tíma til þess að búa þig af stað. 3) Mundu að fyrsta verk þitt er að þvo þér vel, bursta tennur þínar og greiða hár þitt. 4) Athugaðu hvernig veðrið er, og klæddu þig í samræmi við það, ef allt í einu hefur t. d. *) Athugaðu nákvæmlega hvað þú ert marg- ar mínútur á leiðinni svo þú komir á réttum tíma (ekki alltof snemma, svo þú losnir við leiða bið).

x

Almanak skólabarna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak skólabarna
https://timarit.is/publication/1791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.