Kirkjublaðið - 17.12.1945, Síða 4
2
KIKKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
BRÆÐRALAG
Á síðastliðnum vetri var stofnað í Reykjavík
kristilegt félag stúdenta, er nefnist „BræðraJag“.
Stofnendur þess voru allmargir stúdentar í guð-
fræðideild Háskólans, ásamt prófessor Ásmundi Guð-
mundssyni. Tilgangur félagsins er að efla starfandi
kristindóm og bræðralag í anda Jesú Krists.
Þessi félagsskapur er ekki félag guðfræðinga eða
guðfræðinema eingöngu, heldur er því ætlað að
Það varð að samkomulagi, að félag þetta tæki að
sér að annast og sjá um útgáfu Jólablaðs Kirkju-
blaðsins að þessu sinni, og var kosin þriggja manna
ritnefnd til þess að annast það starf. f ritnefndinni
eiga sæti: Kristján Bjarnason, stud. theol., séra Jón
Thorarensen og Andrés Ólafsson stud. theol.
Vafalaust má telja, að þetta Jólablað hefði hvorki
orðið eins vandað né fjölbreytt að efni, ef starfs
Guðfræðideild Háskólans.
verða félag allra þeirra stúdenta, bæði yngri og eldri,
er láta vilja sig. kristindómsmálin einhverju skipta
og efla vilja frjálshuga og víðsýni í trúmálunum.
í félagi þessu eru nú milli 20 og 30 manns, þar á
meðal biskup landsins og nokkrir af þjónandi prest-
um höfuðstaðarins. Hefir það haldið allmarga fundi
og rætt mörg þau mál er kristindóm og kirkju
varða.
Ennfremur gekkst félagið fyrir sérstöku útvarps-
kvöldi á síðastliðnum vetri, þar sem nemendur guð-
fræðideildar innan félagsins fluttu erindi og kvæði
og hlaut þessi dagskrár-liður yfirleitt mjög góða
dóma.
þessarar ritnefndar hefði eigi notið við. Hafa og
margir hinna ungu og efnilegu nema guðfræðideild-
arinnar lagt fram skerf í blaðið og er blaðinu það
mikil ánægja að geta kynnt lesendum sínum þessa
ungu menn, hugsanir þeirra og áhugamál.
Það er vel, að stúdentar hafa nú bundizt samtök-
um til eflingar víðsýns kristindóms. Þess er hin mesta
þörf, að allir, og þá ekki sízt hinir ungu mennta-
menn, gefi gaum hinum andlegu málum og því, að
menning framtíðarinnar verður að reisa á megin-
hugsjónum Jesú Krists, ef vel og giftusamlega á
að fara.
Formaður félagsins er Emil Björnsson, stud. theol.