Kirkjublaðið - 17.12.1945, Síða 6
4
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
Sérn Gu'Smundur Sveinsson:
Ekki þeim stærstu af höfðingjum heims
ekki í höllum með gullskarti seims
ekki með hljómandi stríðsþöndu stáli
ekki í stormgný af skrautofnu máli,
heldur var boð þetta borið um nótt
blásnauðum hirðum svo milt og rótt,
en bjó yfir lausn sérhvers manns, sem er mæddur;
Óttist ei! Yður er frelsari fæddur.
Og enn hljóma orð þau um gervallan heim,
þó heimurinn leggi ekki eyrun að þeim,
því mönnum finnst vald þeirra veiklega byggt,
en voldugra allt, sem er gullmagni tryggt.
Þegar menn þjást og þung gerist lund,
þrýtur þeim allt, sem er lóð og pund,
en hin sama er lausn sérhvers manns, sem er mæddur:
Óttist ei! Yður er frelsari fæddur.
um er batnað, og láta 125 krónur í sparisjóð handa
honum, svo að hann hafi einhverja peninga þegar
hann kemur heim af spítalanum“.
„Þetta er ágæt hugmynd“, svaraði pabbi. „En
hafið þið gjört ykkur grein fyrir því, að þá fáið þið
engar jólagjafir sjálf ?“
„Já, það vitum við“, sagði Siggi, „en við viljum
vinna það til, því að við eigum svo gott en aumingja
Tommi og mamma hans eiga svo bágt“.
Þeim aðfangadegi glevmdu systkinin aldrei. Pabbi
þeirra fór með þeim heim til fátæku konunnar og
þau gáfu henni jólagjöfina. Og þegar þau afhentu
henni sparisjóðsbókina handa Tomma og sögðu henni,
að pabbi þeirra ætlaði að útvega honum vinnu þegar
hann væri orðinn svo frískur að hann gæti eitthvað
gjört, þá fór hún að gráta.
„Guð hefir ekki gleymt mér“, sagði hún, „— og
ég sem hélt að hann skipti sér ekkert af mér! Nei,
hann man eftir mér, blessaður".
Systkinin áttu rnargar ferðir á spítalann næstu
mánuðina, til að heimsækja Tomma, þegar hann fór
að hressast, og ekki þótti honum lítið vænt um þessa
nýju vini sína. Stundum lá líka leið þeirra heirn til
móður hans, og þá höfðu þau meðferðis einhverja
sendingu til hennar frá foreldrum sínum.
Þau liöfðu einu sinni orð á því við pabba, að aldrei
hefðu þau lifað ánægjulegri jól. Og hann sagði: „Það
skil ég vel. Því að þið hélduð jólahátíð með hugarfari
Krists, og þið munið að hann sagði: „Svo framar-
lega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna
minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það“.
Séra Friðrik Hallgrímsson endursagði.