Kirkjublaðið - 17.12.1945, Síða 8
6
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
skáldinu, sem kvað svo fagurlega um móður sína, er
hann minntist jólanna, frá því hann var barn: — Páll H. Árnason:
Síðan hóf hún heilög sagnamál,
himnesk birta skein í okkar sál,
aldrei skyn né skilningskraftur minn
skild-i betur jólaboðskapinn. —
Vér minnumst þess, sem alin erum upp í sveit,
hversu allt var bjart og hlýtt, þegar jólahátíðin gekk
í garð, og litla baðstofna heima hljómaði af sálma-
söng. Allt var svo hátíðlegt og unaðslegt, og það engu
síður þótt auður og allsnægtir væru ekki fyrir hendi.
Og hvað allir voru sáttir við allt og alla. Við fyrir-
gáfum fúslega bróður okkar eða systur, þótt þau
hefðu gert okkur eitthvað til ama, tókum í hönd
þeirra og leiddumst kringum jólatréð og sungum
jólasálma í sátt og samlyndi, nátengdari vinar- og
kærleiksböndum en nokkru sinni fyrr. Og var þetta
ekki einmitt tilgangur þess, sem jólahátíðin er helg-
uð, að kenna mönnunum að fyrirgefa hverjir öðrum
og tengja þá saman í félagi kærleika og dreng-
skapar.
Þrátt fyrir margvíslega áþján og hörmungar, færa
jólin huggun og sálarfrið, sem enginn harðstjóri fær
á brott numið. Jólin eiga allir jafnt. Ljós þeirra skín
jafnt í hreysi sem höllu, og engu síður í huga þess,
sem býr við fátækt en hins, sem unir við auð og alls-
nægtir. Og einmitt sökum þessa hafa jólin svo mikið
gildi fyrir líf vort, að þau flytja öllum jafnt ljós
kærleika og samhugðar, sem enginn mannlegur kraft-
ur er fær um að slökkva. Og vér vonum og óskum,
að framtíðin feli í skauti sér frið og einingu, svo að
vér getum á næstu jólum litið friðsaman heim, þar
sem tækni og menning öll er notuð í þágu framfara
og eflingar bræðralags hinna ýmsu þjóða, þar sem
þekking og skilningur á mannlegum rétti og mann-
legri tilveru situr í fyrirrúmi.
Svo bjóðum vér jólin velkomin,
jól inn í hvers manns sál.
Lag: „Guð þú blessar alla, alla“.
Veit mér skjótt að stríða, stríða,
stríða drottinn fyrir þig.
Veit mér þrótt að líða, líða,
líða slíkt, er krefur mig.
Því þyngra boð, því styrkri stoð,
þitt stríð mér verði sólarroð.
Gef mér snilld að tala, tala,
tala þínu máli guð.
Gef mér mildi að svala, svala,
svala og glæða lífsfögnuð.
Lífið þér, ljóma ber,
ef lífsins skynjum tilgang vér.
í byggðum heims er svelja, svelja
svelja haturs, grimmdar, rógs.
Frá dýrkun seims, rís helja, helja,
helja, aflgjöf vígaplógs.
Graf þann klið, guð ég bið,
gef að allir keppi að frið.
Flestir vilja hefna, hefna,
hefna skerðing frelsis, rétts.
Fáir skilja að stefna, stefna,
stefna á guð, án fals og pretts.
Sem einlægt ljóð, sé líf hjá þjóð,
ljúfi guð, þá varða slóð.
Hefnd og orsök dvíni, dvíni,
dvíni guð, í þjóða sál.
Geislans átök skíni, skíni
skíni og leysi vandans mál.
Af eining frið, fast ég bið,
hver fyllist sál, um jarðar svið.