Kirkjublaðið - 17.12.1945, Blaðsíða 10
8
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
inn er komið. Þó að veðrið sé gott og sjórinn sléttur,
ríður á að fara alltaf nákvæmlega eftir sundmerkj-
unum, því að það verður þá að vana, sem verður dýr-
mætur, ef veður breytist og sjór spillist. — Við
verðum nú fljótir fram á leirinn, drengur minn, því
að norðurfallið hjálpar til.“
Við rérum nú um stund, og við og við flugu svart-
fuglar eða teistur fram hjá, og nú fóru hnísur að
sjást, sem komu snöggvast upp og blésu. Loks sagði
Bjarni mér að hætta að róa, og lögðum við inn árarn-
ar. Bjarni settist aftur á bitann og rétti mér færið,
sem ég átti að nota. Það var nýlegt. Fylgdi því járn-
sakka, úbúin með traustum fatsendum.
Ég batt nú öngulinn á tauminn, og svo hafði ég
falsara með, en svo nefndist lóðaröngull, sem var
látinn fylgja með. Var taumurinn frá honum bund-
inn utan um síldina á stóra önglinum.
Ég beitti öðru á falsarann, en hafði stóra öngulinn
beran. Allt gerði ég þetta eftir því, sem Bjarni sagði
mér, og renndi svo færinu. Mér fannst það fara svo
langt niður, að ég ætlaði að stöðva það, en Bjarni
sagði mér, að það myndi stöðvast sjálft, og ætti ég
þá að taka grunnmál, eins og hann sýndi mér.
Ég gerði þetta og byrjaði nú að keipa. Þá dró
Bjarni væna ýsu, beitti óðara aftur, renndi og dró
aðra strax, en ég keipaði og var farinn að hugsa, að
þetta yrði til einskis. En allt í einu tók færið að titra,
og rétt í því var kipp í það. Ég beið nú ekki boðanna
og tók á móti, en þá ágerðust rykkirriir og kippirnir.
Ég varð nú brátt altekinn af því að bjarga drættinum,
sem á færinu var. Þegar sakkan kom upp, sá ég, að
þetta var afbragðsvæn stórýsa á falsaranum, og gekk
mér vel að ná henni inn í skipið.
Þá mælti Bjarni: „Nú er ein merkilegasta stundin
í lífi þínu runnin upp. Þú hefur dregið fyrsta fiskinn
þinn. — Það er Maríufiskurinn, — sem kenndur er
við heilaga Guðsmóður og var gefinn kirkjunni fyrr-
um, en nú á að gefa hann elztu konunni í sveitinni.
Renndu ekki aftur fyr en ég segi þér. Farðu nú
fyrst fram í barkann, krjúptu þar niður, þakkaðu
Guði fyrir Maríufiskinn þinn og biddu hann að gefa
þér nú alla tíma lífsbjörg og leiða þig um hafsins
vegi, þannig að þú megir verða lánsmaður.“
Ég gerði þetta og bað fyrir mér, og lét Bjarni mig
hafa þessi vers yfir með sér, sem ég svo lærði af
honum síðar.
Ég byrja reisu mín,
Jesú, í nafni þín.
Höndin þín helg mig leiði,
úr hætu allri greiði.
Jesú mér fylgi í friði
með fögru englaliði.
I voða, vanda og þraut
vel ég þig förunaut.
Yfir mér virztu vaka
og vara á mér taka.
Jesús mér fylgi í friði
með fögru englaliði.
Þá sjávarbylgjan blá
borðinu skellur á,
þín hægri hönd oss haldi
og hjálpi með guðdóms valdi.
Jesús mér fylgi í friði
með fögru englaliði.
Svo signdi ég mig og stóð upp. Bjarni fékk mér
nú hníf og sagði mér að skera krossmark í báðar kinn-
arnar á ýsunni og ganga frá henni frammi í barkan-
um, svo að hún færi ekki saman við annan fisk.
Þegar ég hafði gert þetta, beitti ég öngulinn minn
og renndi aftur. Fór ég nú að draga aftur. Allt var
það stórýsa, sem við fengum.
Sama blíðan hélzt, og kipptum við tvisvar eða
þrisvar. Þegar komið var fram yfir fallaskiptin, héld-
um við heim. Þegar við höfðum lent og aflinn var
kominn á land, hafði ég dregið 17 ýsur, en Bjarni
eitthvað um 70. Nú sagði Bjarni mér að fara úr brók-
inni og taka Maríufiskinn og fara heim í Vesturbæ
með hann til Ingigerðar Ketilsdóttur. Hún var þá
elzta kona byggðarinnar.
Ég tók nú Maríufiskinn minn og labbaði af stað
með hann heim til gömlu konunnar.
Ég gekk inn gömul göng og kom inn í baðstofu
með daufri birtu. Þar lá gamla konan í innsta rúm-
inu við vesturvegg baðstofunnar. Ég fór formálalaust
með ýsuna inn að rúmi hennar og mælti: „Ingigerður,
þetta er hann Nonni í Kotvogi, ég er kominn til þess
að gefa þér Maríufiskinn minn.“ Nú færðist heldur
en ekki líf í gömlu konuna. Hún greip léttann, sem
yfir henni hékk, með báðum höndum og reisti sig
upp í rúminu og sagði mér að koma fastaðrúmstokkn-
um. Ég gerði það. Tók hún nú með báðum skjálfandi
höndunum yfir höfuð mér, þakkaði Guði fyrir þennan
Maríufisk og aðra þá, sem hún hafði fengið, og bað
Guð þess heitt og innilega, að ég mætti verða lán-
samur, fengsæll og duglegur sjómaður á öllum óförn-
um leiðum mínum á sjónum og í lífinu yfirleitt.
Þannig lýkur frásögn minni um Maríufiskinn og
þennan fagra og bjarta vordag, er ég dró fisk úr sjó
í fyrsta skipti. Tel ég þennan dag alltaf einna mesta
hátíðisdag í lífi mínu. Og þó að ég yrði eigi sjó-
maður, eiga engin líkingarorð betur við um líf og bar-
áttu mannanna, í hvaða stöðum sem þeir lenda, en
þau, að allt sé í raun og veru ein stórfelld sjóferð frá
vöggu til grafar um hið mikla haf mannlegrar bar-
áttu. Og á þeirri leið minni mun ég ávallt telja bæna-
gjörðina á sjónum þennan dag og fyrirbænir gömlu
konunnar í lága bænum mikils virði.