Kirkjublaðið - 17.12.1945, Blaðsíða 11
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
9
Atidrés Ólafsson, stud. theol.:
GIDFRÆIIIDEILDARIIVNAR
Sá, er gengur út sunnudagsmorgun hér í Reykja-
vík, getur næstum því furðað sig á því, að þetta
skuli vera sami bærinn, sem kvöldið áður hljómaði
af söng og dansi og hverskyns glaðværð. Þá var ekki
hægt að þverfóta fyrir glaðværu fólki og bílum, sem
allt rann eftir götunum í einni mikijli straumiðu. En
sunnudagsmorgun er allt svo rólegt og hljótt. Maður
og maður sézt á stangli. Kona sézt skjótast með
mjólkurílát í næstu mjólkurbúð, eða maðurinn hennar
er svo elskulegur að leysa hana af hólmi þennan
morgun. Eitt og eitt bílöskur heyrist í fjarska, ann-
ars er allt hljótt.
Jæja, þetta er svo sem allt ósköp eðlilegt. Fólkið
hvílir sig og sefur út eina morgun vikunnar, sem það
hefir aðstöðu til þess. Sumir eru að safna kröftum
undir erfiði næstu vinnuviku, aðrir að jafna sig eftir
glaðværð laugardagskvöldsins.
Það eru þó ekki allir, er sofa til hádegis á sunnu-
dögum. Þeir, sem ganga suður hjá Háskóla sunnu-
dagsmorgun, komast að raun um það. Það er allt fullt
af lífi og fjöri, af fólki, sem að vísu er ekki hátt í loft-
inu, allt saman börn, flest á aldrinum 6—12 ára. Ileil-
ar fylkingar af þeim koma streymandi úr öllum átt-
um. Séu þau spurð, hvert þau séu að fara, er svarið:
I Háskólann. Þau eru að fara í sunnudagaskóla Guð-
fræðideildar Háskólans.
Nú um nokkurra ára skeið hefir Guðfræðideild
Háskólans starfrækt sunnudagaskóla á hverj um vetri.
Skólinn starfar vétrarmánuðina okt.-—apríl. Þegar
sunnudagaskólinn var stofnaður, var það einkum
tvennt, sem vakti fyrir mönnum með stofnun hans.
Að gefa nemendum Guðfræðideildai'innar kost á
nokkurri æfingu í ki'istindómsfræðslu ungbarna ogum
leið að bæta úr brýnni nauðsyn á fjölgun slíkra skóla
hér í bæ. Reynslan hefir sýnt, að um hvoi'ttveggja
hefir skólinn orðið til mikillar blessunar. Þótt ekki
sé nema að tala við börn og umgangast þau er ekki
sama, hvernig það er gert. Það vita þeir bezt, er það
reyna. Þess misskilnings gætir hjá mörgum, að
barnafræðsla sé starf, sem ekki skipti svo miklu máli,
hvernig leyst sé af hendi, það, að fræða börn geti
hver og einn, er vilji leggja sig í slíkt. Þetta er hin
rammasta villa. Barnafræðsla, í hverri mynd sem er,
er mjög ábyrgðarmikið og mikilvægt starf, ef leysa
á það af hendi eins og vera ber. Hugir barnanna eru
næmir og ómótaðir, og þess vegna skiptir það svo
miklu máil, að börnin öðlist þegar í stað réttan skiln-
ing á því atriði, sem um er að ræða í það og það
skiptið.
Sunnudagaskólinn starfar undir umsjón kennara
guðfræðideildarinnar, en kennarar við skólann eru
nemendur deildarinnar og kennarar. Sem laun fyrir
starf sitt hafa þeir ánægjuna, sem hlýzt af starfinu.
Hins vegar fá börnin á hverjum sunnudegi litla lit-
prentaða mynd, „ljósgeisla“, sem stendur í sambandi
við texta hvers sunnudags. Aftan á myndina er
prentað mál, sem börnin eru látin festa sér í minni
og læra. Þá hafa þau einnig fengið smáhefti til þess
að festa myndirnar inn í. Hvorttveggja þetta fá þau
endurgjaldslaust.
Á hverjum sunnudegi laust fyrir kl. 10 safnast
börnin saman í anddyri Háskólans. Þar er þeim raðað
niður í flokka eftir aldri. Hver kennari hefir sinn
vissa aldursflokk. Tilgangurinn með þessari aldurs-
skiptingu barnanna er sá, að flokka þau niður nokk-
urn veginn eftir andlegum þroska þeirra, því kennsl-
una verður vitanlega að miða við það. Þannig þýðir