Kirkjublaðið - 17.12.1945, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Blaðsíða 13
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 11 kreppu og hverskyns önnur stórviðri, sem koma í kjölfar styrjalda, og viðbúið er að skelli á okkur sem öðrum. Að hver einstaklingur geri sitt til þess að varðveita það, sem áunnizt hefir. Stórþjóðirnar kvarta nú sáran. Hvað þá um okkur svo fámenna þjóð? En verum þess minnug, að þá fyrst er lagður ör- uggur grundvöllur að hinu unga lýðveldi, óskabarni voru, að friður og eining ríki með þjóðfélaginu hið innra. Því að hvert það ríkí, sem sjálfu sér er sundur- þykkt, fær ekki staðizt. Og um æskuna, sem á að vera arftaki þessa óska- barns okkar, er það að segja, að ekkert má láta ógert til þess að undirbúa hana sem bezt undir það hlut- verk, sem hennar bíður. Og það gerum við bezt með því að vinna að því að kynslóðin unga megi nema land í heimi fagnaðarerindisins. Að beina sjónum hennar að fyrirmyndinni beztu — Jesú Kristi — svo geisli af ljóma hans falli inn í sál hennar. Mestu máli skiptir, að hinn ungi maður og unga kona öðlist frið hið innra með sjálfum sér, þá þarf ekki að óttast um frið og einingu þeirra við náungann, samborgar- ana og þjóðfélagið. Já, kristnum æskuna! ölum upp vel kristna og dáð- ríka æsku. Með því er lagður hornsteinninn að heilla- vænlegri framtíð hennar og landsins, sem hún á að erfa. „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut“. Þorsteinn Valdimarsson stud. theol.: (Þýdd). SLff,ai ó ód Vors bikars hinztu dregg —ogdýpraþó!—vérsupum. Fyrir dreyraþyrstum geir, fyrir básúnunnar dyn, fyrir herskaranna þótta, fyrir þrumuskeytanna hvin að þrotnum bjargarlindum — og dýpra þó — vér krupum. f báli hefjast turnar úr brunarústum svörtum. Vor börn af hungri kveina, hver hetja fallin er, hver mey af föntum svívirt. Allt, allt sem augað sér, er eldur, rotnun, dauði í leik að skelfdum hjörtum. Hér, gegnum virki og borg, streymir sífellt særðra blóð. Senn hafa fljót vor runnið í nítján ára slóð, af líkum nærri stífluð, um land í glötun sokkið. Samt dylst ég ennþá þess, sem er þyngra en hungur- morð, þyngra feiknstöfum öllum um plágum slegna storð — að ljós svo margrar sálar er löngu af myrkri slokkið. A. Gryphius. Vex hrísla — hver veit hver, og hvar í skógi? — vex rós — en hver veit hver, og hvar í garði? — nú þegar bornar braut — skil það, ó, sál! — á þinni gröf að vökvast og að vaxa. Tveir fákar standa á beit á bökkum fljótsins, til bæjar heim þeir renna léttum stökkum. Þeir munu senn þitt lík fetum flytja, ef til vill fyr en þeirra hófum skeifur losna, er ég skína sé. Háskólaka pellan. Mörike.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.