Kirkjublaðið - 17.12.1945, Qupperneq 14

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Qupperneq 14
12 KIRKJUBLAÐIÐ JÖLIN 1945 Séra Björn Magnússon dócent: GISTIVINURINN Það var ekki rúm fyrir þau í gistihúsinu. Þreytt og vegmóð af langri göngu um sólbrenndar fjallauðn- irnar komu þau til litla þorpsins, þar sem forfaðir hans var fæddur. Þeim sóttist ferðin seint, og marg- ir voru á ferð í svipuðum erindum og þau, svo að þegar þau komu til þorpsins, voru allir gististaðir þéttsetnir fólki, sem á undan var komið. En gestrisn- in er rík meðal hirðingjanna. Einn þeira skaut yfir þau skjólshúsi, þótt af vanefnum væri, því að íbúðin var ekki annað en loftið yfir fjárhúsinu, og þar var varla hægt að bjóða gestum rúm, því að fjölskyldan varð að hafast þar að með allt sitt, matreiða, vinna og sofa í einu herbergi. Þá var betra að bjóða þeim að hýrast í fjárhúsinu, sem að nokkru levti vai- hellir, hlýr og skjólgóður. Féð var hvort eð var ekki haft inni um þessar mundir, því að hirðarnir vöktu yfir því á völlunum. Og er þau dvöldust þar kom að því, að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá sinn fyrsta son og lagði hann í jötuna. Það var ekkert rúm í gistihúsinu. Þessi einfalda frásaga segir frá tilefninu til mestu stórhátíðarinnar, sem vér höldum. Undarlegt má það virðast. Oft hefur fátæk móðir alið barn í lélegu hreysi, og engar sögur af því farið. En barnið, sem hér fæddist, var einstætt. Það fengu strax hirðarnir að vita. úti í kyrrð og heiðríkju næturinnar, fjarri ys borgarinnar, birtist þeim, að barnið, sem fætt var inni í fjárhellinum, væri konungurinn, sem þjóðin hafði vonast eftir og frelsa átti þjóðina og allt mann- kyn frá hinni verstu áþján. Og hirðarnir fóru með skyndi og fundu barnið og foreldra þess. En hinir vitru menn í Austurlöndum fengu líka að vita um fæðingu hans. Þeim birtist hin skínandi stjarna, er vísaði þeim leiðina að jötunni, svo að einnig þeir gætu glaðst yfir fæðingu mannkynsfrels- arans og veitt honum lotningu. Fornar frásagnir flytja oss þannig atvikin að því, að Jesús fæddist í fjárhúsinu og var lagður í jötu, og þær skýra frá þeirri gleði, er fæðing hans vakti á himni og jörðu meðal þeirra, er fengu að vita um fæðingu hans. En fyrir öllum fjöldanum var fæðing hans óþekktur viðburður. Annars hefðu vafalaust margir viljað bjóða honum híbýli sín og hægan og skrautlegan beð að hvílast á. En þar byrjar harm- sagan, sem hljómar eins og dimmur grunntónn undir glpðisöng jólanna. „Ljósið skín í myrkrinu, en myrkr- ið hefir ekki tekið á móti því. Mennirnir elskuðu myrkrið meira en ljósið, því að verk þeirra voru vond“. Það var ekki rúm fyrir þau í gistihúsinu. Og þess vegna er nú svo í dag, að það er fjöldi manna, sem fagnaðarboðskapur jólanna nær ekki til. Það eru svo margir, sem skortir næmleik hirðanna, svo að þeir skynja ekki fagnaðarboðskapinn né hinn himneska lofsöng, og hafa að því er virðist ekki hugmynd um, að einnig þeim er í dag frelsari fædd- ur, sem getur frelsað þá frá þeirri áþján, er þvngst hvílir á. Og það eru líka æði margir, sem ekki eru nógu vitrir til að skilja það, að hinnar æðstu tignar er ekki ætíð að leita í glæstum höllum né á silki- svæflum, heldur meðal hinna fátæku og í hinu tötra- legasta umhverfi. Þess vegna verður svo mörgum gengið fram hjá jötunni, en kropið fyrir þeim, sem auðinn hafa og völdin, glysið eða glauminn, og þeim færðar dýrar gjafir. Vér höfum gott af að minast á þetta á jólunum, því að íburður og hvers kyns glys fer nú hrað-vax- andi meðal þessarar þjóðar í jólahaldi hennar. Hver reynir að gera heimili sitt að skrautlegri höll, gisti- húsi, þar sem hægt sé að bjóða inn hverjum þeim, sem hann óskar að gleðjast með á jólunum. Hver reynir að afla sér hins bezta í mat og drykk eða öðrum kræsingum. Menn kaupa dýrar og oft óþarf- ar gjafir til að gleðja með vini sína, og aldrei blómg- ast kaupmennska og viðskipti betur en um jólin. Öðrum þræði eru jólin þannig orðin kaupsýsluhátíð og óhófstími. En slíkt er ekki í anda þess, sem lagður var hvítvoðungur í jötuna í Betlehem, þótt ekki for- dæmdi hann gleðina. Þegar hann kom í helgidóm- inn í Jerúsalem og sá menn kaupa þar og selja, gjörði hann sér svipu úr köðlum og rak þaðan út alla þá, sem gjört höfðu lnis föður hans að ræningjabæli. Það er engu betra að gera helgasta tíma ársins, jólahátíð- ina, að brask- og óhófstíma. Almenningsálitið þarf að vakna til skilnings á því, og allir að taka hönd- um saman um meiri hófsemi, einfaldleik og innileik í jólahaldi sínu. Og þá er aðalatriðið að eiga þá gestrisni hugans, sem hirðingjarnir í Betlehem áttu, og bjóða Jesú velkominn til sín, bjóða honum að fæðast í hugskoti sínu. Já, þótt þú hafir ekki nema skot eitt að bjóða

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.