Kirkjublaðið - 17.12.1945, Qupperneq 15

Kirkjublaðið - 17.12.1945, Qupperneq 15
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945 13 honum inn í, þá minnstu þess, að honum þótti jatan ekki of óvirðulegur hvílubeður fyrir sig. Mörg heim- ili og mörg hjörtu eru skreytt og opin um jólin eins og gistihús, og mörgum er boðið inn, til að þiggja beina. En Jesú er ekki boðið þar inn. Það er ekki rúm fyrir hann í gistihúsinu. f hugum manna er mörgu veitt móttaka, opið hús fyrir nýjungum, en ekki síður fyrir mörgum gömlum gestum. Meðal þeirra má nefna ágirnd og nautnasýki, makindaþrá og metnaðargirnd, hatur, öfund og hefnigirni og hvað sem þeir heita allir þeir leiðu þrásetugestir, sem hafa hagnýtt sér gistivináttu hjartans og sezt upp hjá manninum. Því að hjá mörg- um sannast sagan um það, þegar illur andi fór út af manni einum, en sneri aftur og fann það sópað og prýtt til móttöku, tók með sér sjö anda sér verri og settist upp að nýju. Þar sem svo er ástatt, er ekki rúm fyrir Jesú í gistihúsinu. Mennirnir elska myrkrið meira en ljósið, af því að verk þeirra eru vond. Láttu það ekki þig henda. Segðu upp hinum leiðu setugestum. Þeir eiga ekki heima hjá þér. Þeir hafa þrengt sér inn, fyllt huga þinn, útrýmt þaðan því, sem m^ð réttu á heima hjá þér. En það er andi Krists. Bú honum bústað í hjarta þínu. Lærðu að þekkja hann sem einkavin þinn. Bind við hann æfin- lega gistivináttu. Þá verða jólin alveg sérstaklega hátíð fyrir þig, fæðingarhátíð frelsarans í sjálfum þér. Þótt þú eigir ekkert nema sundurkramið hjarta að bjóða honum að bústað, þá mun hann ekki neita að þiggja heimboð þitt. Hann stendur við dyrnar og knýr á. Hans djúpa elska þráir að ná til hvers synd- ara, og hreinsa úr honum allt hið illa og óhiæina, svo að hann verði fullorðinn guðssonur, eins og hann er í upphaíi skapaður til að verða. En héi* er ekki heldur nóg að samsinna í orði. Tíi að veita Kristi viðtoku Verðurðu að útrýma úr huga þínuih öliu því, sem gagnstætt er anda hans, og fyrst og fremst þinni eigin sjálfselsku. og stærilæti. Þú verður að gefa honum allt þitt bezta, eins og sannri gestrisni sæmir, hið dýrmætasta, sem þú átt í eigu þinni. Þú verður að láta hann ráða fyrir vilja þín- um, þannig, að þú gerir vilja hans að þínum vilja. Þú verður að lúta honum sem drottni þínum. Því þú verður að minnast þess, að gesturinn, sem kemur til þín á jólakvöldið, er hinn smurði drottinn. Llugs- aðu þér, hvílík sæmd þér veitist! Hann, sem er öllum æðri, vill koma og gista hjá þér! Bjóð hann velkominn með orðum Eydalaskáldsins, er segir í hinu undurfagra kvæði sínu af stallinum Þér gjöri ég ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt ég hitt í té: vil ég mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér, minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Þá mun guð gefa þér í sannleika gleðileg jól! Greniskógur.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.