Kirkjublaðið - 17.12.1945, Blaðsíða 33
KIRKJUBLAÐIÐ JÓLIN 1945
31
Sakkeus kemur frá hægri, vel búinn og með gild-
an sjóð í hendi. Þegar að því kemur í sögunni, opnar
hann sjóðinn og deilir milli hins fátæka og sjúka, en
leggur síðan sjóðinn á gólfið hjá jötunni. Hann og
auðmaður krjúpa við jötuna og færa sig síðan hvor
til sinnar handar.
Röddin:
Hvað stoðar það manninn að hafa eignast allan
heiminn, og hafa týnt eða fyrirgjört sjálfum sér?
En Jesús kom til að leita að hinu týnda, til að frelsa
það.
Stutt millispii.
Atvinnuleysinginn kemur frá vinstri.
Röddin:
Hinn atvinnulausi fer stað úr stað, í von um að
fá að vinna fyrir daglegu brauði. Ekki aðeins sjálfs
sín vegna, heldur vegna konu og lítilla barna.
Kirkjan les söguna um verkamenn í víngarði,
Matt. 20, 1—10.
Víngarðseigandinn kemur frá hægri. I hvert sinn,
sem sagan getur um, að hann hafi sent menn til vinnu,
kemur maður, og bendir hann honum að fara. Þegar
sagt er frá kaupgreiðslunni, koma þeir allir aftur
og taka við kaupinu, hinn síðasti fyrst. Síðan krjúpa
þeir allir, ásamt atvinnuleysingjanum, við jötuna og
víkja til hliðar.
Röddin:
Guð er kærleikur. Jörðina og sjóinn, sól og regn
ætlar hann öllum jafnt.
Stutt millispil.
Starfsmaðurinn kemur frá vinstri.
Röddin:
Starfsmaðurinn stritar frá morgni til kvölds, með
hug og hönd. Á Iierðum hans hvíla byrðar þjóð-
félagsins.
Kirkjan les söguna um miskunnsama Samverjann,
Lúk. 10, 30—37. — Særður maður kemur inn frá
hægri, og við tilsvarandi stað í sögunni kemur
Miskunnsami samverjinn inn og bindur sár hans.
Röddin:
Það sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra.
Syrgjandinn kemur frá vinstri. (Svartklædd kona).
Röddin:
Syrgjandinn heldur um hönd deyjandi vinar. Hann
lokar augum hans hinzta sinn, býr líkama hans til
greftrunar og fylgir honum til grafar. Vinurinn
hverfur sorgin verður eftir.
Kirkjan les söguna um upprisu Krists, Mark. 16,
1—8.
Tvær konur koma frá hægri. Einn englanna, sem
fyi’ii' er á sviðinu, gengur til þeirra. Þegar kemur
að orðunum: ,,Hann er upprisinn“, bendir engillinn
upp á við með hægiú hendinni. Samstundis lætur
syrgjandinn hinn svarta hjúp falla af herðum sér,
og er hann þá í drifhvítri, skósíðri skikkju. — Krýp-
ur síðan, ásarnt konunum og víkur til hliðar.
Röddin:
Ég lifi og þér munuð lifa.
Stutt millispil.
Syndarinn kemur frá vinstiú.
Röddin:
Syndarinn gerir öðrum illt, en er þó verstur sjálfum
sér. Syndir sínar drýgir hann ekki gegn Guði, sem
mennirnir hafa skapað sér, heldur þeim Guði, sem
skapaði manninn í sinni mynd.
Kirkjan les söguna um týnda soninn, Lúk. 15,
11—24.
Týndi sonurinn kemur frá hægri og sezt niður.
Við lok sögunnar er faðir hans kominn inn á sviðið.
Tekur hann sig þá upp og fellur á kné við fætur
hans, en faðir hans reisir hann upp.
Röddin:
Hann, sem á jólunum fæddist, kom til þess að lækna
sjúka, leiða hejlbrigða til lífsins, flytja fátækum
gleðilegan boðskap, prédika ríkum réttlæti og misk-
unn, kenna þjónustu við þurfandi menn, hugga syrgj-
endur og frelsa syndara.
Foreldrar koma fi'á vinstri. (Móðirin með barn á
handlegg).
Röddin:
Víðsvegar um heiminn eru góðir foreldrar að ala
böi’n sín upp í anda jólabai’nsins. Þau vilja, að menn-
ii’nir vei'ði eins og það í réttlæti, kærleika og trú.
En oft finnst þeim lítill árangur af sáðmanns-
starfi sínu.
Stutt millispil.
Kirkjan les söguna um sæðið, Mark. 4, 26—29.