Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 5

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 5
Setning þingsins 23. þing Alþýðusambands íslands var sett í samkomu- sal Mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík, sunnudaginn 23. nóvember 1952, kl. 14.30. Forseti sambandsins, Helgi Hannesson, setti þingið með ræðu. I upphafi þingsetningarinnar minntist forseti látins forseta Islands, herra Sveins Björnssonar, og mælt! á þessa leið: Síðan við komum hér síðast saman til þinghalds hefur íslenzka þjóðin orðið að sjá á bak sínum fyrsta forseta. Með endurreisn íslenzka lýðveldisins að Þingvöllum 1944 var náð langþráðu marki í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. ísland varð fullvalda ríki með innlendan þjóðhöfðingja. Fyrsti forseti íslands varð kjörinn herra Sveinn Björnsson. Hann varð síðar sjálfkjörinn for- seti Islands meðan hans naut við. Hann var hinni svo mjög þrætugjörnu og sundurlyndu íslenzku þjóð sam- einingartákn, sem í störfum sínum hafði ávallt hag og giftu alþjóðar að leiðarljósi. 3

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.